Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 54
Eigendur Góðs fólks. Frá vinstri. Ástþór Jóhannsson, Gunnlaugur Þráinsson, Hlynur Ólafsson og Helgi Helgason. MARKAÐSMAL ÞEIR UPPSKÁRU RÍKULEGA Fyrir tveimur árum keyptu fjórir starfsmenn auglýsingastofunnar Gott fólk fyrirtækið af Ólafi Step- hensen. Stofan var þá með fimmtu mestu umsvif auglýsing- astofa hérlendis. Sú spuming sem flestir spurðu sig- og ekki síst þeir sjálfir- var hvemig þeim myndi vegna sem sjálfstæðum at- vinnurekendum og hvort það væri áhættunnar virði. Nú, tæpum tveimur árum síðar, er stofan með þriðju mestu umsvif aug- lýsingastofa hér á landi. Og á dögun- um uppskáru þeir ríkulega í auglýs- ingakeppni íslenska markaðsklúbbs- ins, ÍMARKS. Keppnin gengur undir heitinu Athyglisverðasta auglýsing ársins en keppt er í 8 flokkum auglýs- inga. Þeir fengu flest verðlaunin á há- tíðinni eða þrenn af átta; í flokki sjón- varpsauglýsinga, dagblaðsauglýsinga og útsendiefnis. Þeir heita Astþór Jóhannsson, Helgi Helgason, Hlynur Ólafsson og Gunnlaugur Þráinsson. „Markmið okkar er vera hug- myndaríkir. Við reynum að hugsa MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON hlutina öðru vísi og vera djafir og frumlegir þótt það kosti meiri vinnu. Þetta er sú stefna, sem við leggjum fyrir samstarfsfólk okkar hér á stof- unni, og hefur borið árangur,“ segja þeir. Sextán starfsmenn vinna á stof- unni. „Við teljum okkur hafa náð að mynda hér góða liðsheild en líklegast skiptir fátt jafnmiklu máli hjá fyrirtæki sem lifir á að fá góðar hugmyndir. Starfsmenn verða að vera samstilltir og búa við það frjálsa andrúm sem leiðir til góðra hugmynda.“ Stefnan er að hafa fremur fáa en stóra viðskiptavini. Þannig nái þeir að sinna viðskiptavinunum betur og mynda gott samstarf við þá. „Góð samvinna auglýsingastofu og þess fyrirtækis sem auglýsir er nauðsyn- leg til að góð auglýsing geti orðið til. Sé samvinnan og takturinn þarna á milli góður verður auglýsingastefnan og auglýsingarnar góðar.“ A meðal viðskiptavina Góðs fólks er Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. sem hóf starfsemi sína fyrir 80 árum á framleiðslu maltöls. Maltið komst heldur betur í sviðsljósið á dögunum vegna auglýsinga um það þar sem kveðskapur kom mjög við sögu. Gerðar voru maltvísur. Hugsunin, sem að baki lá, var að maltið væri rammíslenskt, líkt og íslenskur kveð- skapur, og hollt og nærandi fyrir at- gjörvisfólk á öllum sviðum. í auglýs- ingunum var ein setning notuð úr Heilræðavísum séra Hallgríms Pét- urssonar. Setningin: Víst ávallt þeim vana halt. Framhaldið í auglýsingunni var svo: Að vera hress og drekka malt. „Biskupsstofa sakaði okkur um að svívirða minningu Hallgríms og ís- lensk menningarverðmæti en við töldum það hins vegar öðru nær. Raunar virðist sem æðri máttarvöld hafi snúið þessari deilu til betri vegar. Eftir að séra Einar Sigurbjörnsson sagði í bréfi til Velvakanda Morgun- blaðsins að sér þætti gott að minnt hefði verið á Heilræðavísur séra Hall- gríms vegna þess að um þær hefði verið of lengi þagað, gaf bókaútgáfa Biskupsstofunnar, Skálholtsútgáfan, þær út í skyndi og dreifði í skólum.“ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.