Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 8
FRETTIR SIGUR í SAMKEPPNI: BÓK MEÐ DÆMISÖGUM ÚR ÍSLENSKU ATVINNULÍFI Út er komin athyglis- verð bók eftir Boga Þór Siguroddsson, 33 ára rekstrarhagfræðing, um markaðsmál með dæmi- sögum úr íslensku at- vinnulífi. Útgefandi bók- arinnar eru Islenska markaðsþjónustan en dreifingu annast Bóka- klúbbur atvinnulífsins, Framtíðarsýn hf. Bókin heitir Sigur í samkeppni. Lengd hennar er 240 blaðsíður. „Bókin skiptist í fjóra meginhluta,“ segir Bogi. „í fyrsta hluta er fjallað um hlutverk markaðs- fræðinnar og mikilvægi þess að stjórnendur fyrir- tækja miði allt starf sitt við að uppfylla þarfir við- skiptavina sinna. í öðrum hluta segir frá þeim að- gerðum og aðferðum sem markaðsfólk hefur yfir að ráða við störf sín. Þriðji hluti er um aðferðir til að greina rekstrarumhverfi, meta samkeppni og hluta markaðinn niður eftir þörfum og óskum neyt- enda. Ennfremur er í þessum hluta fjallað um kauphegðun neytenda á Höfundur bókarinnar Sigur í samkeppni, Bogi Þór Sigur- oddsson, er 33 ára og lauk mastersprófi í rekstrarhag- fræði frá Bandaríkjunum 1987. neytenda- og fyrirtækja- markaði. Fjórði og síðasti hluti er um áætlanagerð og stefnumótun mark- aðsstarfsins. Mikilvægi markaðsrannsókna og upplýsingaöflunar er sér- staklega tekið fyrir.“ I bókinni leggur Bogi áherslu á að tengja mark- aðsfræðin íslenskum að- stæðum með því að birta um 20 dæmisögur úr íslenskum fyrirtækjum sem eru nafngreind. „Auk styttri dæma sem skotið er inn í textann er að minnsta kosti ein dæmisaga úr íslensku at- vinnulífi í hverjum kafla. Dæmin úr markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja tengja fræðin raunveru- leikanum og gera bókina meira lifandi sem er við hæfi í bók um markaðs- mál. Dæmisögurnar eru byggðar á viðtölum og upplýsingum frá stjórn- endum í viðkomandi fyrirtækjum. Valin voru sem ólíkust fyrirtæki, lít- il og stór og starfandi á ólíkum mörkuðum. Öll hafa þessi fyrirtæki náð góðum árangri í markaðs- starfi sínu. Dæmisögurn- ar eru ólíkar eins og fyrir- tækin sem þær fjalla um. Sumar tengjast beinlínis því efni, sem viðkomandi kafli fjallar um, en aðrar fjalla á almennari hátt um markaðsstarf við- komandi fyrirtækis." Að sögn Boga er hann með ritun þessarar bókar eingöngu að koma á fram- færi hugmyndum og kenningum sem hann hefur tileinkað sér með menntun, reynslu og lestri bóka fræðimanna á sviði viðskipta og mark- aðsmála. „Kenningarnar og hugmyndafræðin, sem fjallað er um í bókinni, eru að sjálfsögðu ekki mínar.“ Eingöngu íslensk hug- tök eru í bókinni. „Sér- fræðiheiti um markaðs- mál hafa náð að festa sig misjafnlega vel í sessi. í sumum tilfellum eru til mörg íslensk heiti yfir sömu hugtökin en í öðr- um tilfellum hefur vantað góð íslensk orð. Eg hef valið orð sem mér hefur fundist besta eiga við í samráði við málfarsráðu- naut minn, Þorstein G. Indriðason, fram- kvæmdastjóra Málvís- indastofnunar Háskóla Islands. Til glöggvunar er íslensk-enskur orðalisti aftast í bókinni.“ Yfir 80 teikningar og skýringarmyndir eru í bókinni. Þær eru teiknað- ar af Böðvari Leós teikn- ara. ISLENSKUR |#DAI ETIID IÐNAÐUR IVKAl r 1 Ulf í VERKI 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.