Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 14
FRETTIR SETNINGAR MÁNAÐARINS LANDSBANKINN FÉLAGSMÁLASTOFNUN „Það má auðvitað segja að Landsbankinn hafi um langa hríð verið notaður eins og félagsmálastofnun atvinnulífsins." — Davíð Oddsson forsætisráðherra. YFIRSTÉTTIN GÆTI EKKISKÚRAÐ GÓLF „Björgun Landsbankans er enn eitt dæmið um, að þjóðmál og fjármál eru í höndum ábyrgðarlausrar yfir- stéttar, sem gæti ekki einu sinni skúrað bankagólfin.“ — Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. NÝLENDUNEFND EN EKKITVÍHÖFÐANEFND „Ef starf nefndarinnar miðast allt við „hagnað“ út- gerða (hráefnisaðilans), ætti nefndin af efnislegum ástæðum að heita „Nýlendunefnd“ en ekki Tvíhöfða- nefnd, þar sem allt miðast við handhafa hráefnisins en hagsmunir annarra, s.s. vinnslunnar, eru látnir lönd og leið.“ — Baldur Pétursson viðskiptafræðingur. SÆGREIFAR í ÍSLENSKU LÉNSKERFI „Dönsku einokunarkaupmennirnir verða í mínum augum eins og starfsmenn hjálparstofnunar í saman- burði við sægreifana í hinu íslenska lénskerfi.“ — Magnús Jónsson veðurfræðingur. NÁMSMENN Á BÍÓBARNUM „Þetta er kannski ekki nein stór upphæð en til hvers er ríkisvaldið að lána mönnum eins og okkur 300 þús- und á ári til að eyða í viðbót á Bíóbarnum?“ — Armann Jakobsson og Flosi Eiríksson, háskóla- nemar um Lánasjóð námsmanna. ÞÝSKALAND EINS OG SKEMMTIGARÐUR „Þjóð, sem vill eiga sér framtíð, getur ekki skipulagt sig eins og skemmtigarð. I þýskalandi er vinnuvikan styst, stúdentarnir elstir og eftirlaunaþegarnir yngst- ir.“ — Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. HJÓN MEÐ BÖRN ÖRUGGARILÁNTAKENDUR „Breskt byggingarfélag telur að ógift pör séu 50% líklegri til að standa ekki í skilum en hjónafólk og að hjón með börn séu öruggari lántakendur en barnlaus hjón.“ — Ur leiðara The Economist. NÆG ATVINNA VEGNA ERLENDRA LÁNA „Sannleikurinn er sá að háu atvinnustigi hefur verið haldið uppi hér á landi um langt skeið með hallarekstri ríkissjóðs og skuldasöfnun erlendis." — Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri í Fjármálatíðindum. ERLENDIR FJÁRFESTAR ÓVELKOMNIR „Á Verðbréfaþingi Islands eru nú skráð 17 félög en fjárfestingar erlendra aðila eru annaðhvort óheimilar eða óæskilegar í 14 af þessum 17 félögum. Af þessu má vera ljóst að við erum ekki að bjóða erlenda fjárfesta velkomna.“ — Guðmundur Hauksson, Kaupþingi, á ársþingi iðnrekenda. KRÖFLUSAGA í ÞORSKVEIÐUM „Nær hefði verið að taka Kröflusöguna sem hlið- stæðu þess hvað gerist þegar ekki er farið að vísinda- legri ráðgjöf. Það er einmitt það sem hefur gerst í stjórn á veiðum á íslenska þorskstofninum." — Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar. EKKI BENDA Á MIG... „Ég svara ekki til um málefni bankans við fjölmiðla. Ég bendi á Sverri og Halldór.“ — Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans. ÉG VANN VIÐ ÓVIÐUNANDISKILYRÐI „Starfsskilyrði bankastjórnar voru algjörlega óvið- unandi, ríkisafskiptin of mikil og eftirlitið of lítið. Þá voru ekki taldar pólitískar forsendur fyrir því að taka á málinu." — Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.