Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Síða 14

Frjáls verslun - 01.04.1993, Síða 14
FRETTIR SETNINGAR MÁNAÐARINS LANDSBANKINN FÉLAGSMÁLASTOFNUN „Það má auðvitað segja að Landsbankinn hafi um langa hríð verið notaður eins og félagsmálastofnun atvinnulífsins." — Davíð Oddsson forsætisráðherra. YFIRSTÉTTIN GÆTI EKKISKÚRAÐ GÓLF „Björgun Landsbankans er enn eitt dæmið um, að þjóðmál og fjármál eru í höndum ábyrgðarlausrar yfir- stéttar, sem gæti ekki einu sinni skúrað bankagólfin.“ — Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. NÝLENDUNEFND EN EKKITVÍHÖFÐANEFND „Ef starf nefndarinnar miðast allt við „hagnað“ út- gerða (hráefnisaðilans), ætti nefndin af efnislegum ástæðum að heita „Nýlendunefnd“ en ekki Tvíhöfða- nefnd, þar sem allt miðast við handhafa hráefnisins en hagsmunir annarra, s.s. vinnslunnar, eru látnir lönd og leið.“ — Baldur Pétursson viðskiptafræðingur. SÆGREIFAR í ÍSLENSKU LÉNSKERFI „Dönsku einokunarkaupmennirnir verða í mínum augum eins og starfsmenn hjálparstofnunar í saman- burði við sægreifana í hinu íslenska lénskerfi.“ — Magnús Jónsson veðurfræðingur. NÁMSMENN Á BÍÓBARNUM „Þetta er kannski ekki nein stór upphæð en til hvers er ríkisvaldið að lána mönnum eins og okkur 300 þús- und á ári til að eyða í viðbót á Bíóbarnum?“ — Armann Jakobsson og Flosi Eiríksson, háskóla- nemar um Lánasjóð námsmanna. ÞÝSKALAND EINS OG SKEMMTIGARÐUR „Þjóð, sem vill eiga sér framtíð, getur ekki skipulagt sig eins og skemmtigarð. I þýskalandi er vinnuvikan styst, stúdentarnir elstir og eftirlaunaþegarnir yngst- ir.“ — Helmut Kohl, kanslari Þýskalands. HJÓN MEÐ BÖRN ÖRUGGARILÁNTAKENDUR „Breskt byggingarfélag telur að ógift pör séu 50% líklegri til að standa ekki í skilum en hjónafólk og að hjón með börn séu öruggari lántakendur en barnlaus hjón.“ — Ur leiðara The Economist. NÆG ATVINNA VEGNA ERLENDRA LÁNA „Sannleikurinn er sá að háu atvinnustigi hefur verið haldið uppi hér á landi um langt skeið með hallarekstri ríkissjóðs og skuldasöfnun erlendis." — Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri í Fjármálatíðindum. ERLENDIR FJÁRFESTAR ÓVELKOMNIR „Á Verðbréfaþingi Islands eru nú skráð 17 félög en fjárfestingar erlendra aðila eru annaðhvort óheimilar eða óæskilegar í 14 af þessum 17 félögum. Af þessu má vera ljóst að við erum ekki að bjóða erlenda fjárfesta velkomna.“ — Guðmundur Hauksson, Kaupþingi, á ársþingi iðnrekenda. KRÖFLUSAGA í ÞORSKVEIÐUM „Nær hefði verið að taka Kröflusöguna sem hlið- stæðu þess hvað gerist þegar ekki er farið að vísinda- legri ráðgjöf. Það er einmitt það sem hefur gerst í stjórn á veiðum á íslenska þorskstofninum." — Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar. EKKI BENDA Á MIG... „Ég svara ekki til um málefni bankans við fjölmiðla. Ég bendi á Sverri og Halldór.“ — Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans. ÉG VANN VIÐ ÓVIÐUNANDISKILYRÐI „Starfsskilyrði bankastjórnar voru algjörlega óvið- unandi, ríkisafskiptin of mikil og eftirlitið of lítið. Þá voru ekki taldar pólitískar forsendur fyrir því að taka á málinu." — Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. 14

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.