Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 42
reglurnar um hana, er voðinn vís. Fljótandi gengi er þá þrátt fyrir allt betra en gengi, sem er fast í orði kveðnu, tengt gullfæti eða öðrum gjaldmiðlum, en sem seðlabankinn stýrir og skráir. Hreyfanlegt gengi á vegum seðlabanka sameinar ókosti beggja aðferða við stjórn peninga- mála.“ PENINGAMAGN í UMFERÐ FRYST Síðustu árin hefur Friedman end- urskoðað nokkuð fyrri skoðanir sínar á stjóm peningamála. Áður fyrr taldi hann, að nóg væri að setja fastar regl- ur um peningaprentunina, svo að peningamagn í umferð ykist á hverju ári um 35% (samsvaraði meðalaukn- ingu þjóðarframleiðslunnar). Nú telur hann, að seðlabönkum sé ekki treyst- andi til að framfylgja neinum slíkum reglum. Komi þess vegna til greina að frysta peningamagn í umferð, það er prenta enga nýja peningaseðla. Það hefði þær afleiðingar, að smám saman myndi almennt verðlag lækka, eftir því sem þjóðarframleiðsla ykist (jafn- margir peningar elta fleiri vörur). Friedman er hins vegar líka sam- mála mér um það, að í litlu landi eins og Islandi komi til greina að afnema seðlabankann og nota gjaldmiðil stærri þjóðar beint eða óbeint. Þá sé gengið ekki aðeins fast, heldur líka óbifanlegt. Hann telur hins vegar, að fljótandi géngi sé heppilegra en hið fasta gengi, sem íslenski seðlabank- inn fylgir í orðu kveðnu, en víkur frá samkvæmt fyrirskipun stjórnvalda, strax og á móti blæs einhvers staðar. GARY BECKER FÆR NÓBELSVERÐLAUN Friedman fagnaði því mjög, að Gary Becker skyldi hafa fengið Nób- elsverðlaun í hagfræði í desember 1992. Becker hafði verið nemandi hans í Chicago-háskóla, en hann hefur einkum getið sér orð fyrir hagfræði- legar rannsóknir á ýmsum félagsleg- um viðfangsefnum, svo sem mismun- un kynþátta, launamun kynjanna, glæpum, menntun, ofdrykkju og neyslu annarra ávana- og fíkniefna. Reynir Becker af mikilli hugvitssemi að nota kenningu Chicago-hagfræð- inganna um það, að menn bregðist jafnan við kostnaði af verkum sínum, á þessi viðfangsefni. „Að því hlaut að koma,“ sagði Friedman, „að Gary Becker fengi Nóbelsverðlaunin. Hann er tvímæla- laust einn frumlegasti og snjallasti hagfræðingur okkar daga og hefur haft gífurleg áhrif á hagfræðina." Þess má geta, að Becker er félagi í Hoover-stofnuninni eins og Friedman og dvelur hann jafnan í Kaliforníu í byrjun hvers árs, þegar veður gerast hvað hörðust í Chicago. NÚ ERU ALLIR KAPÍTALISTAR Síðasta áratuginn hafa stuðnings- menn kapítalisma, einkaframtaks og atvinnufrelsis haft æma ástæðu til að fagna þróuninni á alþjóðavettvangi. Kapítalismi var áður skammaryrði í „Ég held, að kjarna frjálshyggjunnar megi taka saman í einu orði. Þetta orð er umburðarlyndi, vitundin um það, að menn geta haft á röngu að standa og þurfa og geta lært af öðrum.“ munni margra, en nú vilja allir þessa Lilju kveðið hafa. Við Friedman vor- um báðir ánægðir með það, að vinur okkar, austurríski hagfræðingurinn Friedrich von Hayek, skyldi hafa lifað það að sjá hnignun og fall sósíalism- ans, en hann lést vorið 1992, rnutíu og þriggja ára gamall. Hayek, von Mises, sem áður er nefndur, og örfáir aðrir fræðimenn höfðu haldið uppi merki atvinnufrels- is, á meðan það var lítt fallið til vin- sælda eða virðingar innan veggja há- skóla. Þeir höfðu bent á það hvað eftir annað, en við dræmar undirtektir starfsbræðra sinna, að sósíalisminn hlyti að mistakast, því að miðstjórnin gæti aldrei hagnýtt sér alla þá þekk- ingu, sem dreifðist á einstaklingana úti í atvinnulífinu. „Þótt sósíalisminn og marxisminn hafi beðið hnekki, er hins vegar of snemmt að hrósa sigri," segir Friedman. „Marxistar eru enn í áhrifastöðum í flestum háskólum.“ Hann bætti við: „Við frjálshyggju- menn finnum hvarvetna stað rökum okkar um samband atvinnufrelsis, lýðræðis og velmegunar. Eg var sak- aður um það fyrir fimmtán árum að fjarstýra Chile úr skrifstofunni minni í Chicago-háskóla, en nú er mikill upp- gangur þar í landi og lýðræðisstjórn við völd. Mexíkó og Argentína eru að taka sér Chile til fyrirmyndar. Hong Kong er skýrt dæmi um vel heppnað frjálsræðisskipulag. Þótt stjórnvöld séu talsvert afskiptasöm í Suður- Kóreu, Singapore og Taívan, haggar það ekki staðreynd, að hagkerfi þess- ara landa eru reist á kapítalisma og að þar hefur verið ör hagvöxtur." BUSH ÁN PÓLITÍSKRAR SANNFÆRINGAR Talið barst nú óhjákvæmilega að viðhorfum í bandarískum stjórnmál- um. Friedman hafði þegar í ársbyrjun 1992 tekið eindregna afstöðu opin- berlega gegn stefnu Bush, fyrrver- andi forseta, og þá spáð því, að hann næði ekki endurkjöri. „Gallinn við Bush var sá, að hann hafði enga pólit- íska sannfæringu," sagði Friedman. „Reagan var hins vegar maður með vel ígrundaðar stjórnmálaskoðanir. Hann reyndi ekki að fylgja straumn- um, heldur beið síns tíma. Eftirmaður hans, Bush, var yfirstéttarmaður af austurströndinni, sem hafði fyrst ráð- ist á Reagan fyrir að aðhyllast „vúdú“- hagfræði, eins og frægt var, en gleypti síðan í sig allar árásirnar, þegar Reagan valdi hann sem varafor- setaefni. Og í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum sagði hann þessi eftirminnilegu orð: „Read my lips“ — Horfðu á varir mínar, þegar hann var spurður, hvort hann myndi standa við loforð sín um að hækka ekki skatta. „Á meðan Reagan var forseti, var ég í sérstakri ráðgjafanefnd hans, sem kom saman nokkrum sinnum á ári. Bush sat þessa fundi, en hann lagði aldrei neitt til málanna, þótt oft yrðu umræður ljörugar. Eini kosturinn, sem ég sá við Bush fram yfir Clinton, var sá, að hann var líklegri til að skipa skynsama hæstaréttardómara.“ ÖFUGUR REAGANISMI Friedman hélt áfram: „Ef Bush fylgdi einhverri stefnu, þá mátti kalla 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.