Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 60
ERLENT lækkað. Jafnframt hafi viðskiptavinir fyrirtækisins haft á orði að það sé auðveldara að skipta við það. Weyerhaeuser hefur nú gert ár- lega starfsþjálfun framkvæmda- stjóranna að föstum lið. „Fyrir tíu ár- um eyddu helstu stjórnendur fyrir- tækisins kannski einum degi á ári í þjálfun en nú eyða þeir um tveimur til fjórum vikum í að læra og miðla öðr- um starfsmönnum af reynslu sinni á námskeiðum.“ Þrátt fyrir þetta sendir Weyer- haeuser enn framkvæmdastjóra á stjórnunamámskeið í Harvard og aðra þekkta háskóla. En frá því hin stuttu námskeið hófu innreið sína hef- ur viðhorf framkvæmdastjóranna til skólanna breyst. TÓK VERKMENNTUN FRAM YFIR NÁMSKEIÐ í STANFORD Einn framkvæmdastjórinn, Robert M. Wiggins, sem rekur stóra timb- urverksmiðju fyrir fyrirtækið í Wash- ington fylki, neitaði til dæmis að fara á þriggja mánaða stjórnunarnámskeið í Stanford háskóla fyrir framkvæmda- stjóra. Hann bað þess í stað um að fá að fara í þriggja mánaða verknám til Ford bílaverksmiðjanna. Hann vann þar almenn verkamannastörf um tíma og leysti af sem verkstjóri í einni framleiðsludeildinni um tíma. Hann var einfaldlega úti á gólfinu en ekki við skrifstofustörf. Hann setti sér það sem mark að kynnast sem flestum störfum í fyrirtækinu. Þegar hann kom til baka til Weyerhaeuser og þurfti að flytja er- indi um þjálfun sína í ráðstefnusal fyrirtækisins kom hann öllum á óvart. Hann ók Ford Taurus bíl inn á mitt gólfið fyrir framan framkvæmda- stjóranna. Hann opnaði síðan vélar- hlífina og byrjaði að skýra frá því sem hann hafði lært. Önnur fyrirtæki hafa farið aðrar leiðir í þjálfun og menntun fram- kvæmdastjóra sinna. Fyrir fjórum ár- um vildi Chrysler bílafyrirtækið að æðstu stjórnendur — sem og milli- stjómendur — kæmu saman og skil- greindu helstu vandamál fyrirtækis- ins og finndu leiðir til úrbóta. Fengnir voru þrír fyrrverandi prófessorar við Harvard til að halda utan um vinnuna sem fór fram í utanaðkomandi ráð- stefnusal. Þeir voru sem sagt ekki í skólahúsnæði eða salarkynnum fyrir- tækisins. Prófessorarnir skiptu öllum þátt- takendum í 40 manna hópa og létu þá skoða raunveruleg dæmi úr við- skiptalífinu líkt og Harvard skólinn leggur mikið upp úr. Þannig voru þeir látnir læra að skilgreina efnislega hvernig reka ætti fyrirtæki og hvaða aðferðir væru almennt fyrir hendi við stjórnun. Síðan voru þeir látnir bera saman þróunar- og framleiðsluferilinn hjá Mitsubishi bflaverksmiðjunum og Chrysler. Þeir komust að því að það er ekki munur á hæfileikum verk- fræðinga hjá fyrirtækinu heldur upp- götvuðu þeir í gegnum rannsóknir sínar að stjórnunin hjá Chrysler er of tafsöm, tekur of langan tíma. „Það hefði aldrei verið hægt að láta þá skilja þetta með því að flytja yfir þeim hefðbundnar ræður um stjórn- un. Þeir urðu að kynnast muninum á stjórnun fyrirtækjanna af eigin raun og komast að honum sjálfir. Þeir upp- götvuðu líka að það var á þeirra færi að breyta stjórnuninni hefðu þeir áhuga,“ segir Richard Hamermesh einn að leiðbeinendunum á námskeið- inu. Við veitum lán til athafnaskálda sem yrkja framfaraverk á Vestur - Norðurlöndum Lánasjóður Vestur-Norðurlanda er f eigu Norðurlandanna allra og er samvinnuverkefni til eflingar og þróunar atvinnulífi í Færeyjum, á Grænlandi og Islandi. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem geta þróað nýja framleiðslu til útflutnings, eða bætta þjónustu og nýsköpunarverkefni, sem byggja á hugvitsauðlind þegnanna. Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur og lögð er áhersla á, að komast skjótt að niðurstöðu. Lán eru gengistryggð og með hagstæðum greiðslukjörum. Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. Skilyrt lán frá sjóðnum eru einnig í boði, til dæmis vegna forkönnunar á verkefni. Hafðu samband. Við veitumfúslega nánari upplýsingar um lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum. Á LÁNASJÓÐUR VESTUR-NORÐURLANDA Rauðarárstígur 25, Box 1 25 Reykjavík Sími: (91) - 60 54 00 Fax: (91)-2 90 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.