Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 35
ERLENT HINN NÝIFORSTJÓRIIBM: LOUIS V. GERSTNER Eftir nokkra leit varð Louis V. Gerstner fyrir valinu sem for- stjóri IBM. Hann er 51 árs og hans bíður erfitt verk; að koma IBM aftur á beinu brautina. Gerstner kemur til IBM úr for- stjórastól tóbaks og matvæla- fyrirtækisins Nabisco. Aður var hann hjá American Express. Það skemmtilega við ráðningu hans er að hann er hvorki tækni- maður né dellukarl um tölvur. Enda hefur IBM þegar nóg af afburðamönnum á því sviði. Ger- stner kann hins vegar að stjórna og selja. Kenningin segir að það gildi einu hvort varan sé kex, krítarkort eða tölvur, lögmálin við að selja séu þau sömu. Fyrir áhugamenn um stjórnun verður forvitnilegt að sjá hvort þessi kenning gengur upp hjá IBM með ráðningu Gerstner. Nær hann að sýna í verki að það sem gildi við rekstur fyrirtækja í tölvuframleiðslu sé það sama og annars staðar; hæfileikinn til að stjórna fólki og hvetja það til að ná árangri. Þess rná geta að nú- verandi forstjóri Apple, John Scully, var áður hjá Pepsi Cola. IBM fer því svipaða leið í vali á forstjóra. Louis Gerstner hefur náð frábær- um árangri með Nabisco fyrirtækið. Hann þykir slyngur samningamaður og laginn við að skera niður kostnað í fyrirtækjum. Það er af sumum raunar talið koma honum til góðs að vita lítið um tölvur. Það tákni nefnilega að hann gangi inn í forstjóraherbergið hjá IBM án þess að hafa myndað sér skoðanir fyrirfram. Eða, eins og Jam- es E. Ousley forstjóri Control Data Systems orðar það: „Ég segi ekki að tækni sé ekki mikilvæg en staðreynd- in er samt sú að þeir þættir sem skipta sköpum eru salan, markaðs- málin og fjármálin." En þótt kenningin sé sú að sömu lögmál gildi við sölu á kexi og tölvum er stóra spurningin auðvitað; hvað með reynsluna af tölvum þegar í sjálf- an tölvuheiminn er komið? Þegar kaldur raunveruleikinn tekur við? Reyndin er sú að tölvuiðnaðurinn hef- ur reynst mörgum framkvæmda- stjórum, sem koma úr öðrum grein- um, erfiður. Þá hefur skort reynsluna og þó fremur innsýnina. En það eru líka til dæmi um árangur utanaðkom- andi manna. Þau eru flest um tölvu- fyrirtæki á niðurleið sem þurftu á mönnum með fjármálavit að halda er gætu skorið kostnað hraðar niður en tekjurnar féllu. Þeir minnkuðu fyrir- tækin. Ef það er það sem stjórarmenn í IBM vilja getur Gerstner eflaust náð árangri. En ef markmið stjórnar IBM -og Gerstners sjálfs- eru háleitari blasir við löng barátta upp brekkuna. Það mun ekki síst reyna á þolrifin í honum að koma IBM risanum aftur á skrið þar sem hann kemur frá fyrir- tæki þar sem árangur af þróunarstarfi og sölumennsku sést mun fyrr en hjá IBM. John Sculley, forstjóri Apple, er líklegast besta dæmið um for- stjóra, sem ekki kemur úr tölvu- heiminum en hefur náð árangri í að stjórna tölvufyrirtæki. Mun- urinn á komu Sculley til Apple og Gerstner til IBM er sá að tækni- lega var Apple á uppleið þegar Sculley réðst til fyrirtækisins. Hann þurfti ekki að leggjast undir feld og marka nýja stefnu í tækni- málum. Tæknin var á hreinu með Macintosh sem grunn. Hann gat því lagt áherslu á að víkka grunn- inn, eins og að leggja áherslu á auknar nettengingar, og fara nýj- ar leiðir á markaðnum. Gerstner þarf hins vegar að skilgreina upp á nýtt í hvaða tölv- uviðskiptum IBM ætlar sér raun- verulega að vera í. Ætli hann að ná árangri og auka vöxt fyrirtæk- isins þarf hann að gera tvennt. Hann þarf að ráða í kringum sig hóp tæknisnillinga sem ráðleggja honum. Síðan verður hann að gefa öllum yfirmönnum í fyrirtækinu það sjálfstæði og frelsi sem þeir þurfa til að vera samstíga tækninýjungum en ekki síður þörfum viðskiptavinanna. Ljóst er að Gerstner fer úr öruggu sæti hjá Nabisco í heitan stól hjá IBM vegna þess að hann lítur á það sem ögrun fyrir sjálfan sig í stjómun. Tak- ist honum að endurreisa IBM-risann verður hann ekki aðeins hetja heldur kemst hann á spjöld sögunnar yfir hæfustu forstjórana. í því felst metn- aður hans. (Byggt á Businees Week) Hinn nýi forstjóri IBM, Louis V. Gerstner, er 51 árs. Menntaður í Harvard. Fljótur að til- einka sér nýjungar. Mikill sölumaður. Talinn óþolinmóður. Þykir frábær í að marka heildar- stefnu og láta yfirmenn deilda njóta sín. Greiddi niður ótrúlegar skuldir Nabisco. Mikill áhugamaður um garðrækt. Áfjáður golfleikari. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.