Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.04.1993, Blaðsíða 56
BÆKUR UM 60% FYRIRTÆKJAI BRETLANDIILLA STJÓRNAÐ VI Jón Snorri Snorrason, hagfræðingur og aðstoðar- framkvæmdastjóri Lýsingar hf., valdi sér bókina The Wealth Creators til að skrifa um. Heiti bókar: The Wealth Creators Top people - Top teams & Executive Best practice. Höíundur: Andrew Kakabadse Útgefandi: Kogan Page Limit- ed í London Lengd: 229 bls. Flestar bækur sem fjalla um stjórnun og fyrirtækjarekstur koma frá Bandaríkjunum og fjalla þær flestar um þarlend fyrirtæki eðaþá japönsk. Envið- skiptaheimurinn er ekki bara Bandaríkin og Japan, því Evrópa og þá sérstaklega Bretland stát- ar af Iangri reynslu stórfyrir- tækja. Eftir að hafa búið í rúm 4 ár í Bretlandi, þótti mér það því við hæfi að fjalla um stjórnunar- bók frá Bretlandi, sem kær- komna tilbreytingu fyrir Iesend- ur. Bókin „The Wealth Creators" er í raun útkoma á rannsókn sem höfund- ur stjórnaði og náði til um 1100 for- stjóra og framkvæmdastjóra í rúm- lega 700 fyrirtækjum á Bretlandi. Höfundurinn, Andrew Kakabadse, starfar sem ráðgjafi og kennari við Cranfield stjórnunarskólann í Eng- landi. Hann er einn fremsti Bretinn á sviði rannsókna í stjórnun. Eftir hann liggja fjöldinn allur af bókum og grein- um, sem byggja á rannsóknum sem hann hefur stjómað. Niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli þessi: Einstaklingurinn, hinn mikilhæfi stjórnandi, er EKKI lykillinn að vel- gegni fyrirtækja. Alltof oft er ástæðan fyrir góðum árangri fyrir- tækja rakin til einhvers „ofurmennis“ í forstjórastólnum þegar hin raun- verulega ástæða er annars vegar góð samvinna hans og framkvæmda- stjórana í kringum hann og þeirra og undirmanna (almennra starfmanna) hins vegar. Þótt aðaláhersla bókarinnar sé lögð á að skoða samvinnuna hjá yfirstjóm (top teams) fyrirtækja er inntak hennar að aukin og góð samvinna inn- an alls fyrirtækisins sé leiðin að bætt- um árangri í rekstri þess. Reynt er að finna hvað yfirstjómir eiga sameiginlegt sem bestum ár- angri hafa náð í stjómun fyrirtækja. Reynt er að skilgreina það sem liggur þar til grundvallar þannig að þau fyrir- tæki sem ekki hafa náð viðunandi ár- angri geti tileinkað sér þessi vinnu- brögð. UPPBYGGING BÓKARINNAR Ólíkt venjulegum skrifum um stjórnun verða kaflar þessarar bókar til í lok verkefnisins en ekki í byrjun. Höfundur ræður þannig ekki efnist- ökum að öllu leyti heldur byggir hann kaflana eftir útkomu rannsóknarinn- ar. Bókin er aðgengileg og sett upp með skipulögðum hætti en fjallað er um efnisþætti á alvarlegum nótum og líkist hún því stundum kennslubók og/ eða uppflettiriti. En þó verður að segja höfundi það til hróss að hann léttir efnið með fjölmörgum nafn- greindum dæmum frá þekktum fyrir- tækjum og viðtölum við einstaklinga sem náð hafa árangri í rekstri. Það eru líka tekin dæmi af mistökum, en í þeim tilfellum er gætt nafnleyndar, þar sem áherslan er lögð á að læra af þeim frekar en velta sér upp úr þeim. Dæmin eru notuð til þess að renna stoðum undir ýmsar kenningar, sem settar eru fram, og gerir það efnið mun áhugaverðara. Bókin skiptist í 3 hluta og eru kafl- TEXTI: JÓN SN0RRISN0RRAS0N 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.