Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 32

Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 32
FORSÍÐUGREIN VAXTAMUNUR BANKA OG SPARISJÓÐA: HÆGT AÐ SPARA 3 til 4 MILUARÐA í BÖNKUNUM? Vaxtamunur banka og spari- sjóða á Islandi er mun meiri en í erlendum bönkum. Sömu sögu er að segja um rekstrarkostnað þeirra. Lauslega reiknað má al- varlega velta því fyrir sér hvort hægt sé að spara um 3 til 4 millj- arða króna á ári í íslenska bankakerfinu miðað við það sem gerist erlendis. Það myndi að sjálfsögðu gera bankana betur í stakk búna að mæta útlánatöp- um og ekki síður að lækka vexti. VAXTAMUNUR TVÖFALT MEIRI Á ÍSLANDIEN ERLENDIS Nákvæmar tölur um vaxtamun bankanna liggja ekki fyrir hjá Seðla- bankanum fyrir síðasta ár. Vísbend- ingar eru þó um að vaxtamunurinn, munurinn á meðalútláns- og innláns- vöxtum, hafi lækkað á síðasta ári frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Vaxtamunur íslenskra banka og sparisjóða var um 5,5% að jafnaði á árunum frá 1985 til 1991 eða á sjö ára tímabili. Innlánsstofnanir í OECD voru á sama tíma með vaxtamun upp á 2,7%. Vaxtamunur á íslandi hefur því verið tvöfalt meiri en gerist hjá erlendum lánastofnunum og nemur munurinn um 2,7 prósentustigum á fyrrgreindu tímabili. Vaxtamunur hér TEXTI: 1ÓN G. HAUKSSON er skilgreindur sem heinar fjármuna- tekjur, vaxtatekjur mínus vaxtagjöld, sem hlutfall af heildarefnahagsreikn- ingi. Þetta er fyrir framlag í afskriftar- eikning útlána. Rekstrarkostnaður íslenskra banka og sparisjóða sem hlutfall af heildarefnahagsreikningi var á sex ára tímabili, frá 1985 til 1990, um 5,3% að jafnaði á móti um 2,7% hjá innlánsstofnunum innan OECD. Það er líka um tvöfaldur munur. Bæði starfsmannakostnaður og annar rekstrarkostnaður er hærri hjá ís- lenskum bönkum og sparisjóðum en gerist erlendis. Miðað við að heildarútlán íslenskra banka og sparisjóða hafi verið um 199 milljarðar króna á síðasta ári þýðir hvert 1 prósentustig í vaxtamun um 1,9 milljarða króna. 2 prósentustig þýða 3,8 milljarða. Ef tímabilið 1985 til 1991 er skoðað sést að vaxtamunur upp á 2,8 prósentustig, sem var mun- urinn á íslenska bankakerfmu og með- altalinu innan OECD, þýðir um 5,5 milljarða króna miðað við heildarútlán síðasta árs. VAXTAMUNUR 2,6 MILUÖRÐUM 0F MIKILL HÉRLENDIS Á ÁRI? Að því gefnu að vaxtamunur á ís- landi hafi lækkað á síðasta ári ætti munurinn að vera minni núna. Gefum okkur að vaxtamunurinn í íslenska bankakerfinu sé kominn niður í um 4% og hann sé enn um 2,7% innan OECD þá samsvarar það um 2,6 millj- örðum króna sem vaxtamunurinn er meiri á Islandi. Þegar vaxtamunur sparisjóðanna er skoðaður sérstaklega á árunum 1985 til 1991 sést að hann var um 7,9% að jafnaði á ári en um 5,3% hjá bönkunum. Þetta skýrir að hluta góða afkomu sparisjóðanna undanfarin þrjú ár í samanburði við bankana. Jafn- framt er vert að hafa í huga að helm- ingur allra útlána sparisjóðanna fer til einstaklinga. Skoðum þá muninn á rekstarkostn- aði íslenskra banka og sparisjóða mið- að við það sem gerðist að jafnaði inn- an OECD á tímabilinu 1985 til 1990. Notast er sem fyrr við hlutfallið kostnaður af heildarefnahagsreikn- ingi. Á þessurn tíma var það að jafnaði um 5,3% á íslandi samanborið við 2,7% innan OECD. Þetta er munur upp á 2,6 prósentustig. KOSTNAÐUR UM 3,8 TIL 6 MILUÖRÐUM 0F MIKILL? I lok ársins 1991 var heildarefna- hagsreikningur banka og sparisjóða um 237 milljarðar króna. Munurinn á rekstrarkostnaði bankakerfis á ís- landi og innan OECD, 2,6 prósentu- stig, samsvarar rúmum 6 milljörðum króna á ári. Ef við gefum okkur að bilið sé að minnka og munurinn á rekstrarkostnaði hér og innan OECD sé 1,6 prósentustig, þá gefur það engu að síður mun upp á um 3,8 millj- arða á ári í kostnaði. Þetta er augljós vísþending um að rekstrarkostnaður banka og sparisjóða sé of mikill á ís- Rekstrarkostnaður íslenskra banka og sparisjóða sem hlutfall af heildarefnahagsreikningi var á sex ára tímabili, frá 1985 till 990, um 5,3% að jafnaði á móti 2,7% hjá innlánsstofnunum innan OECD. 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.