Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 29

Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 29
bankann að Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbankans, og Jakob Bjamason, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélags bankans, Hamla hf., upp- lýstu að Ólafur ætti helm- inginn í Nordatlantic Tran- sport á móti Bruno Biscoff. Sömuleiðis sá bankinn ástæðu til þess að upplýsa að Bruno Biscoff setti það sem skilyrði fyrir frekari hlutafjáraukningu sinni, úr um 90 milljónum í 272 mill- jónir króna (6,5 milljónir marka), að siglt yrði til Bremerhaven í stað Ham- borgar svo fremi sem það hefði ekki kostnaðarauka í för með sér fyrir Samskip. Eftir því var strax gengið við þá Landsbankamenn hvort búið væri fyrirfram að taka einhverjar ákvarðanir í málinu, hvort fyrirfram væri búið að ákveða að sigla til Bremerhaven í stað Hamborgar. Því var algerlega neitað. Réttur skilningur væri að þetta yrði ekki gert nema leiðin til Bremerhaven yrði hagkvæm- ari, að minnsta kosti ekki dýrari. Þess má geta að Bruno Biscoff hefur aðsetur í Bremerhaven. SVERRIR VILDISEUA Þar sem mönnum fannst sem Nordatlantic Transport væri með of stóran hlut í félaginu, og greinileg slagsíða væri í félaginu hvað snerti hluthafa þess, ræddi Gunnar Jóhannsson við Sverri Hermannsson, bankastjóra Lands- bankans, og spurði hvort aðrir hluthafar í Samskipum gætu keypt hlut Landsbankans í Samskipum. Rætt var um að kaupa að minnsta koti 100 milljóna króna hlut en helst vildu menn allan hlut bankans og losa bankann þar með úr félaginu. Enda mun bankinn hafa lýst því yfir áður í samn- ingaviðræðunum um sumarið að hann vildi losna út úr félaginu. Sverrir mun hafa svarað þessari spurningu ját- andi. Vegna forkaupsréttar hluthafa hefði Nordatlantic Transport getað keypt í þessum pakka í hlutfalli við eign sína en meirihlutinn með bankanum væri hins vegar fall- inn. í nóvember 1994 var Nordatlantic Transport enn ekki búið að taka ákvörðun um hvort það ætlaði að nýta sér hlutafjárloforð sitt og auka hlutafjáreign sína úr 2 milljónum þýskra marka í 6,5 milljónir marka. Hlutfjáraukningin lá hins vegar í loftinu. Sömuleiðis var stjórn félagsins ekki búin að ákveða hvort sigla ætti til Bremerhaven í stað Hamborgar. Um þetta skeið voru raunar uppi efasemdir innan stjórnarinnar um það hvort Bremerhaven-leiðin væri jafn góður kostur. Á þessum tíma var verulegs óró- leika farið að gæta í málinu. SVERRIR VILDISKYNDILEGA EKKISEUA Þar sem ljóst þótti að Nordatlantic Transport ætl- aði að auka hlutafjáreign sína, og Gunnar stjórnarfor- maður hefði orð Sverris fyrir sölu á hlut bankans, var um það rætt á stjórnarfundi í Samskipum í endaðan nóv- ember að bjóða í 165 milljóna króna hlut bankans. Reginn hf. á bréfin formlega. Þetta mál var uppi á borðinu og lýstu stjórnarmenn sig sam- mála því að bankanum yrði gert tilboð í bréfin og myndi hlutur bankans dreifast jafnt á hluthafa í hlutfalli við eign þessa. Ekki munu menn hafa verið alveg sammála um hvaða verð ætti að bjóða. En stjórnarmenn ák- váðu að bjóða bankanum allt að genginu 1,5 fyrir bréfin. Undir lok ársins 1994 var haldinn stjórnarfundur. Á honum var kynnt bréf frá Nor- datlantic Transport um að það ætlaði að standa við hluta- fjárloforð sitt og auka hlut sinn úr 2 milljónum þýskra marka í 6,5 milljónir þýskra marka. Á sama fundi var kynnt bréf frá Landsbankanum þar sem sagt var að bankinn væri á móti því að selja öðrum hluthöfum hlut sinn í fyrirtækinu. Menn urðu undrandi á því. Hvers vegna hafði Sverri Hermannssyni bankastjóra snúist hugur um sölu bréf- anna? Hvers vegna leit bankinn skyndilega svo á að það væri hlutverk sitt að eiga í fyrirtækinu? FORSTJÓRINN MEÐ ÓHAGGANLEGAN MEIRIHLUTA Tjaldið var fallið á leiksviðinu. Niðurstaðan var einföld að mati manna. Ólafur, forstjóri Samskipa, studdur af Landsbankamönnunum Sverri Hermannssyni og Jakobi Bjarnasyni, var í óhagganlegum meirihluta í fyrirtækinu. Hlutur Nordatlantic Transport var 262 milljónir, Regins hf. (Landsbankans) 165 milljónir og Munduls hf., félags nokkurra starfsmanna í Samskipum með forstjórann í far- arbroddi, 25 milljónir. Samtals er þetta hlutafé upp á 452 milljónir króna og er meirihluti þar sem heildarhlutafé í Samskipum er 900 milljónir króna. Fljótlega eftir þetta var Bremerhaven-leiðin komin á oddinn. Fyrsta vinnuskýrslan, sem lögð var fram, reynd- ist vera neikvæð gagnvart þessari leið en upplýst var að inn íþessa skýrslu vantaði gögn. Þegar ný skýrsla var lögð fram var Bremerhaven-leiðin jafn góður kostur. Miklar vangaveltur urðu um málið í stjóminni um nokkurt skeið. Loks var tekin um það samhljóða ákvörðun að sigla til Bremerhaven. Þrátt fyrir að þeim Gunnari og Jóni þættu vinnubrögðin benda til þess að allt dæmið, eins og það legði sig, væri Þrátt fyrir hræringar í stjórn Samskipa hafa algjör umskipti orðið í rekstri félagsins frá því spilin voru stokkuð upp um mitt árið 1994. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.