Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 39
Þriðji forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, til vinstri, ásamt Gunnari Thoroddsen þáverandi forsætisráðherra. Myndin var tekin snemma árs 1980 og er söguleg að því leyti að þeir Kristján og Gunnar voru tveir í framboði til forseta lslands vorið 1968 og háðu afar harða kosningabaráttu. Kristján var forseti frá 1968 til 1980, eða í þrjú kjörtímabil. Ljósmynd: Gunnar Vigfússon. Það gerði Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir úr Vestmannaeyjum. Að sönnu varð kosningabaráttan bragð- dauf í meira lagi, framboð Sigrúnar fékk engan hljómgrunn og Vigdís hlaut um 93% atkvæða. HVERNIG KÝS LANDINN? Er þá hægt, í ljósi þess sem á und- an er gengið, að draga einhverjar ályktanir um fyrri forsetakosningar? Hvað eiga forsetamir sameiginlegt og hverju hafnaði þjóðin í kosningum fyrri ára? í fyrsta lagi virðist óhætt að stað- hæfa að frambjóðandinn þarf að vera þjóðkunnur. Á þessu virðist Pétur Thorsteinsson hafa brennt sig árið 1980. Ekki skaðar heldur að hafa komið mikið fram í sjónvarpi, sbr. Kristján í Munum og minjum og Vig- dís í menningarþættinum Vöku og frönskukennslu sjónvarpsins. Þá segir það sig sjálft að sá, sem gerir sér vonir um að ná kjöri, þarf að njóta almennra vinsælda og ekki vera umdeildur út fyrir ákveðin mörk. í þriðja lagi þarf frambjóðandinn að vera háskólamenntaður, — allir for- setarnir hafa haft háskólagráðu. Sveinn var löglærður, Ásgeir guð- fræðingur, Kristján fornleifafræðing- ur og doktor í íslenskum fræðum og Vigdís nam leiklistarsögu og máls- sögu. í kosningabaráttunni 1980 var reynt að telja Albert það til tekna að hafa ekki háskólapróf en þau rök féllu í grýtta jörð. Bein þátttaka í stjómmálum er óæskileg. Þó er hægt að fyrirgefa stuðning við einstök mál, eins og t.d. andstöðu Kristjáns og Vigdísar við herstöðina og andstöðu Kristjáns við Kanasjónvarpið. Hins vegar er stuðn- ingur við málstað jaðarhópa óæski- legur; Sigrún Þorsteinsdóttir var virk í Flokki mannsins þegar hún bauð sig fram gegn Vigdísi 1988 og var ekki talið það til tekna. Það er hægt að fyrirgefa beina stjórnmálaþátttöku undir vissum kringumstæðum, sbr. kjör Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1952. Hins vegar er betra að stóru stjómmálaflokkamir séu ekki allt of áhugasamir um fram- boðið. Það fengu sr. Bjami Jónsson og Gunnar Thoroddsen að reyna 1952 og 1968. Forsetarnir hafa allir verið á svip- uðum aldri, á sextugsaldri eða þar um bil. Sveinn varð forseti elstur, 63ja ára, en Vigdís yngst, nýorðin fimm- tug. Sr. Bjarna Jónssyni var einmitt núið háum aldri um nasir í kosninga- baráttunni 1952 en Bjarni var þá kom- inn yfir sjötugt. Hitt er svo annað að vitaskuld er það ekki sama þjóðin sem velur sér forseta nú og fyrr; valið hlýtur ævin- lega að draga að einhverju leyti dám af tíðarandanum hverju sinni. Þannig hefði líklega þótt fráleitt árið 1952 og jafnvel árið 1968 að þjóðin kysi ein- stæða móður á Bessastaði. Árið 1980 voru hins vegar aðrir tímar. Án þess að beinlínis sé staðhæft að Vigdís hafi notið kyns síns er víst að hún galt þess ekki; það sýna kosningaúrslitin best! En hver eru þá „stóru málin“ nú og hvar á að leita forsetans? Dægurmál- in eru auðvitað mörg, — eigum við að nefna stöðu íslands í Evrópu, eignar- hald á auðlindum íslands til lands og sjávar, fjölskylduna og umhverfismál- in? Við erum því að þíða eftir að fram á sjónarsviðið komi frambjóðandi sem er vinsæll og virtur og hefur e.t.v. stjórnað þætti í sjónvarpi. Hann (þ.e. frambjóðandinn sem vitanlega getur verið ,,hún“) er um fimmtugt, hefur háskólapróf (e.t.v í húmamskum greinum) og er þekktur fyrir störf sín að einhverjum ofantöldum málum málanna eða á einhvern hátt fulltrúi fyrir þau. Það má einnig líta á málin frá ann- arri hlið. Nefnilega að val á þjóðhöfð- ingja sé nk. „statement" — yfirlýsing þjóðarinnar til umheimsins og sjálfrar sín. Árið 1952 sagði þjóðin með vali á Ásgeiri Ásgeirssyni: „Við veljum for- setann sjálf en látum ekki flokksfor- ystu segja okkur fyrir verkum!" Árið 1968 horfðu íslendingar inn á við og völdu Kristján Eldjárn, glæsilegan fulltrúa hinna þjóðlegu gilda. Árið 1980 sýndi þjóðin hvað hún var orðin „cosmopolitan" í hugsun með vali á Vigdísi Finnbogadóttur. En hvað er það þá sem brennur mest á lands- mönnum — hvað vill þjóðin segja sjálfri sér og öðrum árið 1996? 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.