Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 40

Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 40
TT Hagvöxtur Kapmáttur ráöstöfunartekna 1,3% Breyting á landsframleiðslu SPÁ 3,6% 3,3% 0,9% ,3% 91 92 93 94 95 '96 á mann - Breyting á milli ára 2,5% 0,0% SPA Spáð er 3% hagvexti á árinu. Það er aukning frá í fyrra þegar hagvöxtur var um 2%. Sé litíð á stöðnunartímabilið '91 tíl '93 hafa orðið mikil umskiptí á hagvextí. Vextir Kaupmáttur ráðstöftmartekna á mann mun aukast um 3,5% á árinu. I fyrra jókst hann um 4,0%. Gangi þetta eftír mun kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann batna um 7,5% árin 1995 og 1996. Það munar um minna. j'86 '87 88 '89 '90 91 '92 93 '94 '95 '96 Á árunum 1985 tíl 1986 voru meðalvextír af visitölubundnum útíánum bankanna um 5%. Síðan snarhækkuðu þeirvegna útlánatapa , bankanna og hækkandi raunávöxtunarkröfu á »** spariskírteinum. Utlánavextir banka hafa hins ‘T* vegar ekki lækkað í takt við lækkandi H|9 j raunávöxtunarkröfu 3-5 ára spariskírteina á - Verðbréfaþingi. Hagur atvinnuveganna verbur svipaður og í fyrra: UM 31MILUARÐS KR0NA HAGNAÐUR FYRIR SKATTA Þjóðhagsstofnun segir í nýrri þjóðhagsspá að hagur atvinnuveg- anna verði svipaður eða litlu betri í ár en á liðnu ári. Stofnunin gerir ráð fyrir um 3% hagvexti á árinu en hann var um 2% í fyrra. „Lauslegar áætlanir benda til þess að þegar á heildina sé litið megi búast við um 31 milljarðs króna hagnaði af atvinnurekstrinum í heild en til samanburðar var hagnaðurinn áætlaður tæpir 29 milljaðar á liðnu ári. Hér er um að ræða hagnað fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta en ætla má að þeir fari mjög vaxandi. Batann í afkomu má öðru fremur rekja til lægri íjármagnskostnaðar og afskrifta sem aukast ekki að fullu með auknum umsvifum. Aftur á móti gerir áætlunin ráð fyrir meiri aukningu launakostnaðar en sem nemur aukningu umsvifa." Almennt er gert ráð fyrir litlum sveiflum í atvinnulífinu frá síðasta ári. Litlar breytingar verða á afla á milli áranna 1995 og 1996. Verð- bólga verður áfram lítil, eða um 2,5%. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna mun aukast um 3,5% frá því í fyrra. Gangi það eftir mun kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann batna um 7,5% árin 1995 og 1996. Gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði um 4,4% á árinu. Það jafngildir því að um 5.800 manns verði að jafnaði án vinnu að meðaltali. Á síðasta ári var atvinnuleysi um 5% að jafnaði. ■■■ 40

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.