Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 47
Auglýsingastofan Grafít stendur að auglýsingaherferðinni ásamt fleirum. Hér eru aðstandendur auglýsinganna við lúguna á Bæjarins bestu. Frá vinstri: Guðmundur Karlsson myndlistarmaður, sem teiknar auglýsingarn- ar í tölvu, Finnur Malmquist, framkvæmdastjóri Grafít, og Anna Sigríður Guðmundsdóttir, textasmiður hjá Grafít. „Er einhver smuga að fá pylsu hér?“ Fígúran af Björk Guðmundsdóttur var sérlega góð. Áður en Gunnar hefst handa við teiknivinnunna er hóað í leikara og eða eftirhermur til að lesa inn textann því Gunnar þarf að fella varahreyfing- ar teiknimyndapersónanna að þeim texta sem þeim er lagður í munn. „Og stöðupunktarnir, sem ég teikna við varahreyfingamar, eru margir, mun fleiri en þegar hendi er lyft, svo dæmi sé tekið.“ Leikaramir Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Örn Árnason hafa ljáð teiknimyndafígúrunum raddir sínar en minna þekkt eftirherma, Hjörtur Benediktsson úr Hveragerði, lagði til röddina fyrir Þorstein Pálsson. Anna Sigríður segir að helsti gallinn við auglýsingarnar sé hversu stuttar þær eru miðað við þá vinnu og ná- kvæmni sem Gunnar leggur í verkið. „í raun og veru ætti að hvetja fólk til þess að taka auglýsingamar upp á myndband og skoða gaumgæfilega öll smáatriðin sem fólk tekur ef til vill ekki eftir en gera þessa góðu heild. Ég er viss um að það eru ekki margir sem átta sig á því að persónurnar, sem kaupa sér pylsu, speglast í af- greiðsluborðinu á „Bæjarins beztu“ og spegilmyndin fylgir öllum hreyf- ingum fyrirmyndanna. Nefna má fleiri atriði. Ef persónumar færast aðeins til vinstri þannig að áhorfandinn sér þær að hluta til gegnum gluggann við hlið sölulúgunnar þá verður litatónn þeirra aðeins dekkri. Og ef fólk fylgist grannt með atburðarásinni á skjánum sér það væntanlega eitthvað sem augað hefur ekki numið áður, eins og t.d. fuglinn sem dritar á norska sjó- manninn í auglýsingunni með Þor- steini Pálssyni eða þá að fólk áttar sig betur á aukapersónunum sem sjást gjaman í upphafi auglýsinganna. í auglýsingunni með Björk má til að mynda sjá Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Rúnar Júlíusson og Björg- vin Halldórsson.“ En hvað með allar þessar persónur sem eru notaðar í auglýsingunum, ætli sótt sé um leyfi hjá þeim áður en auglýsingarnar eru gerðar? Finnur segir að það hafi ekki verið gert í upphafi. „Við veltum þessu mikið fyrir okkur, enda erum við á „gráu svæði“ hvað þetta varðar. Við notum ekki persónur í auglýsingarnar heldur eftirmyndir þeirra og þessar persón- ur, sem við erum að nota, eru mjög þekktar og með opinberu lífi sínu em þær nánast orðnar almenningseign. Það má velta því fyrir sér hvort ein- hver eðlismunur sé á því að teikna þekkta persónu og nota í auglýsingu annars vegar og skopmynd í dagblað hins vegar. Við teljum að ekki sé um eðlismun að ræða en hugsanlega stigsmun þar sem persónan er notuð til að hvetja til kaupa á einhverri vöru. En hvað um það, við leituðum ekki eftir leyfi fyrirmyndanna við gerð þessara auglýsinga í upphafi. En við höfum fengið eina athugasemd og síð- an þá höfum við leitað leyfis og til þessa hefur það verið auðfundið, væntanlega vegna þess að fólk telur það heiður að tengjast vöru sem er jafn mikill hluti þjóðarsálarinnar og SS-pylsurnar em.“ Þegar hafa verið gerðar íjórar aug- lýsingar í þessari röð. Sú fyrsta tengdist síðustu alþingiskosningum, með Davíð Oddssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni í aðalhlutverkum og sú næsta HM í handknattleik þar sem Sigurður Sveinsson var í aðalhlut- verki. Þessar auglýsingar tengdust báðar atburðum sem ljóst var að yrðu efst á baugi í þjóðlífinu þegar þær voru sýndar. En það sama var ekki eins ljóst þegar ráðist var í þær næstu, auglýsinguna með Björk og Þorsteini Pálssyni — eða hvað? Finnur segir að Björk hafi í raun og veru verið orðinn það fræg að ekki hafi verið brýn nauðsyn að tengja hana einhverju ákveðnu atviki eða at- burði „en á tíma varð okkur ekki um sel hvað varðar auglýsinguna með Þorsteini Pálssyni og Norðmönnun- um. Þegar verið var að leggja loka- höndina á vinnslu þeimar auglýsingar virtist allt vera að falla í ljúfa löð milli íslendinga og Norðmanna en síðan hljóp snurða á þráðinn og það kætti okkur mjög mikið.“ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.