Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 49

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 49
LEITAÐ SVARA VID MÖRGU 1. Hvers vegna eru laun á Islandi svo lág? 2. Hvað þarf til að lyfta þjóðinni upp úr lá- glaunabaslinu? 3. Hvers vegna eru frænd- ur okkar Irar ein fátæk- asta þjóð í Evrópu? 4. Hvernig tókst Færey- ingum að koma efna- hagslífi sínu á kaldan klaka? Hverjir bera ábyrgðina á því? 5. Hvers vegna eru Norð- Bókin Síðustu forvöð. urlönd í kreppu? Hvað brást? 6. Af hverju stafar at- vinnuleysi? Hverjirhafa hag af því? 7 Eigum við samleið með Evrópu? Til hvers? 8. Eigum við á hættu að missa besta fólkið burt? 9. Hvað getum við gert til að snúa vöm í sókn og halda unga fólkinu heima? valdi og gerir því bókina að skemmtilegri og fræðandi afþrey- ingu. STUn KYNNING ÚR BÓKINNI Höfundi er tíðrætt um afskiptasemi stjórnmálamanna af hagkerfmu og þeirri skaðsemi sem af hefur hlotist. Hann leggur líka mikla áherslu á að seðlarbankar þurfi að vera sjálfstæðir og óháðir stjómmálahagsmunum ekki síður en t.d. dómstólar. Þessi gagn- rýni höfundar kemur hvað skýrust fram í 9. kafla og skulum við grípa niður á 2 stöðum en þar segir orðrétt: „Og nú er svo komið, að sá stjóm- málaleiðtogi landsins, sem jafnan hef- ur verið hægt að treysta bezt til að fjalla óskynsamlega um efnahags- og fjármál þjóðarinnar á undanförnum ár- um, er orðinn bankastjóri í Seðla- banka íslands. Yfirgripsmikil van- þekking hans á efnahagsmálum er rómuð langt út fyrir landsteinana. Hann hefur lýst yfir, að vestrænar hagstjómaraðferðir eigi ekki við á ís- landi og öðm eftir því, og er nú orðinn einn helzti efnahagsráðunautur ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar. Einn fyrirferðarmesti holdgervingur for- tíðarvandans er orðinn yfirmaður bankaeftirlitsins !“ (bls. 75.) „Meirihluti bankastjómarinnar er enn sem fyrr skipaður sérlegum sendiherrum stjómmálaflokkanna. Yfirboðarar hennar hafa augljósan hag l’orvaldur (iyliáson, pról’essor í hagfræði, er beinskeyttur. Dæmi um Steingrím ller- mannsson: „Nú er s\o komið, að sá stjórnmálaleiðtogi lands- ins, sem jafnan hefur verið hægt að treysta best til að l'jalla óskynsamlegii um efnahags- og fjármál þjóðarinnar á unditn- lörnum árum, er orðinn bitnkii- sljóri í Seðlahanka Isltinds. Vl'irgripsmikil vanþekking hans á efiiiihagsmálum er rótn- uð langt út fyrir landsteinana." af því að leyna þeim skaða, sem þeir eru sjálfir búnir að valda í gegnum banka- og sjóðakerfið í sameiningu.“ (bls. 76.) UMFJÖLLUN Aður hafa komið út bækur í svipuð- um dúr eftir Þorvald. Eins og með fyrri bækur er hægt að grípa niður í þær hvar sem er og gerir það þær aðgengilegri fyrir almemiing. Höf- undur er óvæginn í umfjöllun sinni og hlífir ekki stjómmálamönnum þessa lands. Ádeilan sett fram á beinskeytt- an hátt en vel rökstuddan. Sumum finnst kannski oft á tíðum að hann sé of pólitískur (þar sem Alþýðuflokkur- inn er stundum ,,stikk-frí“) í umfjöll- uninni. Skýtur það kannski skökku við þegar fræðimaðurinn ætti að reyna, líkt og hann boðar með Seðla- bankann, að vera „sjálfstæður gagn- vart stjómmálahagsmunum“. Þó grípa megi niður í bókina hvar sem er þá verða ekki full not af bók- inni sem uppfletti- og heimildarriti. Þannig hefði verið mjög til bóta ef lagt hefði verið í þá vinnu að útbúa atriða- orðaskrá aftast, þar sem mjög mikil tenging er milli kafla um efnisatriði, og þannig hefði verið hægt að lesa bókina eftir mismunandi efnisflokk- um, s.s. atvinnuleysi, stjómmála- flokkum, ríkisafskiptum, menntun, Evrópumálum o.s.frv. eftir ólíkum löndum og sjónarhomum. 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.