Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 76

Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 76
„Styrkur olikar liggur í því að Heimilistæki hf. hafa bæði símadeild og tölvudeild og getum við því boðið lieildarlausnir," segir Einar Öm Birgisson, sölustjóri í Tækni- og tölvudeild. Frá því að einkaleyfi Pósts og síma á sölu einkasím- stöðva var afnumið, árið 1985, hafa Heimilistæki hf. verið leiðandi i sölu einkasímstöðva og símabúnaðar," segir Einar Örn Birgisson, sölustjóri í Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf. „Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að selja vandað- an búnað frá viðurkenndum fyrirtækjum en öll þessi fyrirtæki leggja áherslu á gæði og notagildi." Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hefur fylgst með nýjustu tækni í gerð símtækja og getur nú boðið gott úrval af samnetstækjum. „Nýja ISDN símatæknin er margfalt harðvirkari en sú tækni, sem við höfum hingað til þekkt, og hefur þvi mikinn sparnað í för með sér lýrir fýrirtæki og stofnanir. I dag býður Tækni- og tölvudeild Heimilistækja fyrirtac-kj- um og einstaklingum heildarlausnir á notendabúnaði fyrir síma og Samnet, allt frá einstökum símum upp í stærstu einkasímstöðvar. Meðal viðskiptavina eru mörg öflugustu fyrirtæki landsins, fýrirtæki sem gera kröfur um fyrsta flokks búnað og þjónustu. Þar má nefna Eimskip, Sjóvá- Almennar, DHL hraðflutningar P. Samúelsson, Morgun- blaðið og Skýrr,“ segir Einar. Símadeild og tölvudeild Hann bætir við að Tækni- og tölvudeildin hafi einkaum- boð á íslandi fýrir mörg af stærstu og öflugustu símafýrirtækjum heims: Philips í Hollandi, Ascom í Sviss, Infotec í Þýskalandi og Cretix í Þýskalandi. „Styrkur okkar liggur í því að Heimilistæki hf. hafa bæði símadeild og tölvudeild og getum við því boðið heildar- lausnir. Eðli Samnetsins er nefnilega tenging tölvunnar og símtækja á sama netið. Það sama gildir um nýju samnets- faxtækin þegar þau koma á almennan markað. Þau eru fáanleg í dag en eru mjög dýr en við sjáum fram á að með þróun og fjöldaframleiðsu muni verðið lækka mjög hratt.“ Sérhæfðir starfsmenn Hjá Tækni- og tölvudeild starfa í dag tólf starfsmenn sem sjá um sölu og hugbúnaðarvinnu. Auk þess sem þjónustuverkstæðið hefur á að skipa átján sérmenntuðum mönnum og er það eitt stærsta sinnar tegundar. „Heimilstæki hf. byggir á gömlum og traustum grunni. Við höfum verið á markaðnum í rúm þijátíu ár og við- skiptavinir okkar geta treyst því að við verðum á honum áfram. Þetta tryggir því viðskiptamönnum Heimilistækja hf. öfluga og örugga þjónustu. Þar sem Samnetið tengir ólíkan tæknibúnað, tölvur, sima, myndsíma, sjónvörp og svo framvegis er það mat okkar að sérhæfni Heimilistækja geti fullnægt öllum þessum þörfum,“ segir Einar. „Þessi stafræna ISDN tækni er nýtanleg í margt og við höfum ekki enn séð alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Þróunin verður á þessu sviði, það er engin spurning." 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.