Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 82

Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 82
Joop Braakhekke er eigandi veitingastaðar- ins Le Garage. Hann er einn helsti sælkeri Hollands. Le Garage er einn fárra „hollenskra“ veitingastaba í Amsterdam. Hann er í eigu eins kelsta sælkera Hollands msterdam hefur nú um nokk- urn tíma verið vinsæll áningar- staður íslenskra ferðamanna. Amsterdam er ólík öðrum evrópsk- um borgum, enda hefur hún um lang- an aldur verið ein helsta hafnarborg álfunnar. í hart nær 500 ár hafa kaup- sýslumenn borgarinnar haldið uppi verslun og viðskiptum við fjarlægar heimsálfur í austri sem vestri en þó aðallega við nýlendumar. Ein sú þýð- ingarmesta þeirra var Indónesía. Helstu einkenni borgarinnar eru síkin eða skipaskurðirnir sem eru rúmlega 100. Yfir síkjunum er fjöldi brúa eða nánar tiltekið 1.394 brýr. Amsterdam er þó fyrst og fremst borg verslunar og viðskipta. Engum ætti að leiðast í Amster- dam því nóg er við að vera, þó ekki sé nema að fylgjast með hinu litskrúðuga mannlrfi. Eins og gefur að skilja er fjöldi áhugaverðra veitingastaða í Amsterdam. Hvergi í Evrópu eru eins margir áhugaverðir austurlensk- ir staðir, einkum indónesískir. Á þeim veitingahúsum er t.d. hægt að fá Rijsttafel sem eiginlega þýðir hrís- grjónaborð. Þetta eru margir litlir, vel kryddaðir smáréttir. En hvað um hollenska eldhúsið? Jú, helstu einkenni þess eru Asíu áhrifin en auk þess gætir þar sterkra franskra áhrifa. í raun eru ekki margir góðir „hollenskir“ veitingastaðir í Amsterdam. Þó er hægt að mæla með einum sem ekki bara er góður Sigmar B. Hauksson skrifar reglu- lega um þekkta erlenda bisn- essveitinga- staði í Frjálsa verslun. heldur í einu orði sagt frábær. Þessi veitingastaður heitir „Le Garage". Eigandi hans er einn helsti sælkeri Hollands er heitir Joop Braakhekke. Hann varð fyrst frægur er hann var með matreiðsluþætti í útvarpinu eða réttara sagt sælkeraþætti. Verulega þekktur varð hann þó er hann hóf að gera vinsæla matreiðsluþætti í sjón- varpinu. Þá hefur hann gefið út mat- reiðslubækur sem þykja einstaklega þægilegar og auðveldar að fara eftir. Nú síðast söng hann gamanvísur inn á hljómplötu. Sem sagt afar fjölhæfur maður. Veitingahúshans, „Le Garage“, er eitt það vinsælasta í Amsterdam. Staðurinn er einstaklega fallegur og þjónustan persónuleg og góð. Mat- seðillinn er ekki viðamikill, enda er skipt um seðil nokkrum sinnum á ári. Réttirnir eru einfaldir og gætir þar franskra og ítalskra áhrifa. Þarna er hægt að fá góða nautasteik og snigla og óvenjulega rétti eins og niðursoðin andalæri með súrkáli og kartöflusneið eða blóðmör (slátur) með lauktertu. Réttirnir eru bragðmiklir og mæla þjónamir jafnan með vínum sem passa vel með hverjum rétti. Þá er hægt að fá frábæra grænmetisrétti t.d. villisveppi steikta í sterku karríi með linsubaunum. Meistari Joop hefur svipt hulunni af klassíska evrópska eldhúsinu. Rétt- irnir eru einfaldir en frábærlega bragðgóðir. Hann lýsir gjaman fyrir gestunum hvernig eigi að laga réttinn heima. Sjálfur segir hann að höfuðá- stæðan fyrir velgengni sinni sé sú stefna, sem hann hefur fylgt í mörg ár, að nota aðeins fyrsta flokks hrá- efni og hafa aðeins rétti á matseðlin- um sem honum finnist sjálfum góðir og sem gestimir geti svo matreitt síð- ar heima. Ekki spillir það að jafnan er líf og íjör á þessum úrvals veitinga- stað, „Le Garage.“ CAFE LE GARAGE RUYSDAELSTRAAT 54 -56 simi: 679 7176 fax: 662 2249 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.