Frjáls verslun - 01.08.1996, Síða 38
HREKJAST UPP Á MALBIKIÐ
Vegagerðin dregur lappirnar. Á meðan hrekjast hópar hestamanna um
land aiit upp á maibikið og hættan á stórslysum magnast stöðugt.
ífellt fjölgar þeim vegum á
landinu sem státað geta af
bundnu slitlagi, bifreiðaeig-
endum að sjálfsögðu til mikillar
ánægju. Vegagerðin og fjárveitinga-
valdið eiga hrós skilið fyrir vasklega
framgöngu þótt auðvitað vildu margir
enn meiri uppbyggingu á styttri tíma.
Þetta er allt gott og blessað en galli
er þó á gjöf Njarðar. í öllum þessum
látum hefur stór hópur íbúa þessa
lands gleymst, þ.e. hestamenn.
Hvarvetna má sjá glæsilega upp-
byggða vegi með háum moldarhlíðum
beggja vegna þar sem áður fyrr voru
reiðstígar, mótaðir af hófum þúsunda
hesta í tugi ára.
FÉLAGSMENN UM 7 ÞÚSUND
Félagsmenn hestamannafélaga í
með að minnka álagið á viðkvæman
gróður hálendisins.
Undir þetta sjónarmið tek ég heils-
hugar og höfum við íshestamenn
reyndar í 13 ár boðið upp á vinsæla 6
daga ferð um Hrunamannahrepp og
Biskupstungur sem kallast „Gullni
Hringurinn".
Nú stefnir allt í það að við verðum
að gefast upp á þessari ferð þar sem
framkvæmdir Vegagerðarinnar í
kringum Skálholt og reyndar áður á
veginum Laugarás-Skeiðavegamót
hafa gjörsamlega eyðilagt reiðgötur
þær sem notast hefur verið við í ára-
tugi.
Rétt er að taka það fram að kafli
þessi er sennilega á fjölfömustu reið-
leið þeirra hestamanna úr þéttbýlinu
hér syðra sem á ári hverju ríða hest-
Skilaboð til stjórnvalda:
undanförnum árum hefur því ávallt
verið haldið fram að vegalögin tryggi
hestamönnum reiðgötur meðfram
þjóðvegum landsins og sé það hlut-
verk Vegagerðarinnar að sjá um þær
framkvæmdir. Landssamband hesta-
mannafélaga staðfestir þessa túlkun
laganna en Vegagerðin dregur lapp-
irnar og telur að fjármagn þurfi til að
koma.
H/ETTAN Á STÓRSLYSUM
MAGNAST STÖÐUGT
Á meðan hrekjast hópar hesta-
manna um land ailt upp á malbikið og
hættan á stórslysum magnast stöðugt.
Rétt er þó að geta hér einnig þess,
sem vel er gert, en það er hin fjölfama
leið milli Vífilsstaðavatns og Kaldár-
selsvegar. Þar var á sl. ári lagt bundið
GERD REIBVEGA
Einar Bollason ferðafrömuður segir hestamenn eiga undir högg að sækja.
landinu eru um 7000 talsins og óhætt
mun að fullyrða að annað eins standi
utan við.
Ef við bætum við öllum þeim gífur-
lega fjölda innlendra og erlendra
ferðamanna sem á ári hverju fer í
lengri eða styttri hestaferðir sér til
skemmtunar og heilsubótar þá er
ljóst að varlega áætlað erum við hér
að tala um 25-30.000 manns. Hvar á
þetta fólk að vera?
Náttúruverndarsinnar, sem ég
vona auðvitað að sem flestir hesta-
menn séu einnig, benda réttilega á
nauðsyn þess að fara varlega um há-
lendið og hvetja hestamenn, og þá
ekki síst fyrirtæki eins og íshesta, til
þess að beina ferðum sínum meira í
gegnum sveitir landsins og reyna þar
um sínum í sumarhaga austur fyrir
íjall. Þessi vegarkafli er ekkert eins-
dæmi, heldur aðeins tekin hér sem
dæmi.
Hver ber ábyrgð á þeim slysum á
mönnum og hestum sem óhjákvæmi-
lega eiga eftir að henda verði ekkert
gert? Það er nokkuð víst að Vega-
gerðin segir: „Ekki við!“
Á fundum í hinum ýmsu hesta-
mannafélögum víðsvegar um landið á
SKILAB0Ð
TIL STiÓRNVALDA
Einar Bollason
Mynd: Geir Ólafsson
slitlag og Vegagerðin varð við óskum
hestamannafélaga á höfuðborgar-
svæðinu um að Ieggja ágæta reiðgötu
meðfram veginum. Því miður er hér
um undantekningartilfelli að ræða.
Víða kreppir skórinn að hesta-
mönnum í þéttbýli og nýjasta dæmið
er vaxandi byggð í kringum hesthúsa-
byggðina í Kópavogi á félagssvæði
hestamannafélagsins Gusts.
Þrátt fýrir fögur orð forráðamanna
Kópavogskaupstaðar um reiðvega-
net, sem tryggi hestamönnum greiða
útleið úr hverfinu, hefur lítið orðið um
efndir.
Allan síðastliðinn vetur þurftu
hestamenn að ríða yfir umferðargötu
til þess að komast út úr sínu eigin
hverfi og eitt er víst að umferðin á
eftir að aukast þarna í vetur.