Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 18

Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 18
FORSIÐUGREIN EINSTAKLEGA GJÖFULT ÁR Árið 1996 hefur verið Alla ríka einstaklega gjöfult og happadrjúgt. Hagnaður fyrstu 8 mánuðina nam um 315 milljónum króna. Á hlutabréfamarkaði hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað mest allra í verði. Svo var einnig í fyrra. Hugur fjárfesta er því skýr - þeir vilja að hinn 74 ára heiðursborgari á Eskifirði ávaxti fé þeirra. Er til betri vitnisburður?! inn 74 ára heiðursborgari á Eskifirði og forstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, Aðal- steinn Jónsson, Alli ríki, er maður ársins 1996 í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt útnefningu Frjálsrar verslunar. Hann hlýtur þennan heiður fyrir framúrskarandi árangur í rekstri fyrirtækisins á þessu ári. Engu að síð- ur á hann langan og farsælan feril að baki í atvinnulífinu. Frjáls verslun óskar honum, konu hans, Guðlaugu Stefánsdóttur, íjölskyldu og starfs- mönnum Hraðfrystihúss Eskifjarðar til hamingju. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Árið 1996 hefur verið Alla ríka ein- staklega gjöfult og happadijúgt. Hagnaður fyrstu 8 mánuðina nam um 315 milljónum króna. Hagnaðurinn í fyrra var um 181 milljón króna. Á hlutabréfamarkaði hafa hlutabréf í fyrirtækinu hækkað mest allra í verði. Svo var einnig í fyrra. Ljóma stafar af Alla - hann er mikill sagnakarl. Hann kann ótal sögur og hefur þann góða eiginleika leiðtoga að geta gert grín að sjálfum sér. Slíkir menn eiga auðvelt með að drífa aðra með sér. Þeir eru bæði drífandi og hrífandi. Hver einasti íslendingur, sem kominn er yfir þrítugt, hefur heyrt minnst á Alla ríka - þennan ríka þama á Eskifirði. Hann er þjóðsögn! En miklu fremur út á persónu sína en peninga. Alli fæddist fátækur - sfldin gerði hann ríkan. Það hafa ekki alltaf verið jólin í rekstrinum. Skipst hafa á skin og skúrir, fjárhagurinn hefur tekið dýfur - og bankastjórar hafa hætt að brosa. Kannski rekstur útgerða og frystihúsa fylgi alltaf öldulaginu en Hólmaborgin er drottning loðnuflotans, rauð á lit. Hér er hún - glæsileg og gullfalleg - við bryggju á Eskifirði. Hún malar Hraðfrystihúsi Eskifjarðar gull. Útnefning Frjálsrar verslunar: MAÐUR Abalsteinn Jónsson, forstjóri og aðaleigandi 18

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.