Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 19

Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 19
kúnstin sé að kunna að stíga ölduna í rekstrinum. í rekstri er sjaldan logn - rétt eins og á sjónum. Árið í ár er hans. Alli ríki er á toppi öldunnar á hlutabréfmarkaðnum. Verð á hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Eskiíjarðar hefur hátt í fjórfaldast á árinu. Það er met á markaðnum. í fyrra var Alli einnig methafi. Þá nærri þrefaldaðist gengi hlutabréfanna í fyrirtækinu. Þetta segir allt sem segja þarf. Hugur ijárfesta er skýr - þeir vilja að hinn 74 ára heiðursborg- ari á Eskifirði ávaxti fé þeirra. Og fá færri en vilja. Er til betri vitnisburð- ur?! Ævintýri Alla ríka hófst árið 1945. Þá hafði hann sem fátækur verka- maður safnað 10 þúsund krónum á fimm vertíðum. Hann tók skref. Við Kristmann bróður sinn og tvo aðra keyptu þeir 50 tonna bát, Björgu. Blaðra, sögðu menn um hana vegna þess hve smá hún var. En hún var kná. Næstu níu árin færði hún björg í bú. Þá var komið að krossgötum hjá Alla. Leiðir þeirra fjórmenninga skildu. Alli fékk hlut sinn greiddan út, heilar 30 þúsund krónur. „Það var allt of lítið,“ segir Alli sjálfur. „Ég hafði ekkert vit á þessu í þá daga.“ Engu að síður. Athafiiahjólin höfðu snúist í níu ár. Hann hafði fundið lykt- ina. Við bróður sinn, Kristin, braust hann í gegnum það að kaupa rúmlega 60 tonna bát. Hann skírði hann í höf- uðið á föður þeirra, Jóni Kjartanssyni. Allt gekk í haginn. Árið 1960 var frystihúsið á staðnum til sölu. Alli önglaði saman hálfri milljón og keypti. Framhaldið þekkja allir. llinu 7 1 ;ira heiðursborgmi ;i Kski- tirði. AðalsU'inn .hinson, jal'nan iH'lndur \11 i ríki, or maúur ;irsins 1990 í islonsku \ iúskiptaliii. sam- k\;i'inl utiu'iningu Frjitlsrar vorsl- nnar. Fyrirlu'kið lu'fur skilað goð- um hagnaði ;i arinu og mikil oitir- spurn i'i' i'itir hlutalé i ])\ i. ÁRSINS Hraðfrystihúss Eskifjarðar, er maður ársins 1996 í íslensku viðskiptalífi 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.