Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 20

Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 20
FORSÍÐUGREIN „Ég er ekki ríkur. Maður, sem er að verða 75 ára, er ekki lengur ríkur. Ungt fólk, sem á allt lífið fram undan í þessu yndislega fagra landi, það er stórríkt.“ □ uðvitað er þetta eins og hvert annað ævintýri. Að hugsa sér að ég, sem einu sinni var aum- astur allra, skuli eiga meirihluta í fyrirtæki sem veltir tæpum þremur milljörðum. Það hefði mér aldrei dottið í hug.“ Sá sem talar heitir Aðalsteinn Jóns- son og býr á Eskifirði þar sem hann fæst við útgerð og fiskvinnslu. Hann er oft kallaður Alli ríki en hefur aldrei verið sérlega hrifinn af því viðumefni. Alli verður 75 ára 30. janúar næst- komandi. Hann er næstyngstur sex bama hjónanna Guðrúnar Þork- elsdóttur og Jóns Kjartanssonar í Eskifjarðarseli. Eskifjarðarsel var sex hundraða jörð þar sem Guðrún og Jón bjuggu í þríbýli á tveim hundr- uðum. Bústofninn var ein kýr, 20-30 kindur og einn hestur. Jón vann það sem til féll utan heimilis og var að auki póstur sveitarinnar. Með því móti gat hann framfleytt fjölskyldu sinni. Jón lést árið 1928, 55 ára að aldri. „Það kom oft fyrir að maður var svangur. Það er ekki gott að vera svangur. En ég nenni ekkert að vera að lýsa nákvæmlega þeim aðstæðum sem maður ólst upp við. Ef við fórum í kaupstað þá þurfti maður að liggja í rúminu daginn áður svo það væri hægt að þvo fötin. Það er ömurlegt að vera fátækur." Alli rifjar upp atriðið úr íslands- klukkunni þegar Amas Amæus kem- ur með fylgdarliði sínu að Rein. Eina lýsing skáldsins á húsakynnum eru hin fleygu orð Snæfríðar: „Vinur, hví dregur þú mig inn í þetta skelfilega hús?“ Þetta finnst honum orð að sönnu og engin ástæða að fara ítarlegar út í það.“ En hvemig mótar fátæktin menn? „Ég minnist þess ekki að maður væri neitt sérstaklega óánægður með hlutskipti sitt. Maður þekkti jú ekkert annað en að vera fátækur og það var lífið.“ FJÖLSKYLDAN Á 40 FERMETRUM Ekkjan barðist áfram við búskap með bömum sínum í tvö ár en flutti síðan út á Eskifjörð. Þar settist fjöl- skyldan fyrst að í húsi sem var kallað Sandur og var 40 fermetrar. Það er nú horfið. Húsið kostaði 1100 krónur og áttu elstu drengimir 80 krónur í handraða til að leggja í kaupin. Annað var í skuld og næstu árin unnu systkinin og móð- irin baki brotnu við að komast af í fá- tækt kreppuár- anna. Elstu bræð- umir voru orðnir ígildi fullorðinna í vinnu þegar hér var komið sögu en Alli fór að vinna við að hjálpa bræðrum sínum í beitingu strax þegar hann gat sem var um 10 ára aldur. Hann sá aldrei neinn pening fyrir sína vinnu fyrstu árin því það rann allt til heimilisins. Allir þurftu að leggjast á eitt til að greiða skuldir. Vinna var stopul og ekkert mátti út af bregða til þess að ekki væri vá fyrir dyrum. BYGGT ÚR SANDI En lífið var ekki bara vinna heldur leikur líka. Og hvað lék AIli sér við? Jú hann var undi sér löngum stundum í fjörunni. „Mér fannst ákaflega gaman að byggja úr sandinum. Ég byggði hús og báta, vegi og mannvirki. Svo fór þetta allt á næsta flóði og ég gat byrj- að aftur upp á nýtt.“ Fyrsta vinnan, sem Alli fékk föst laun fyrir, var þegar hann var 15 ára gamall kaupamaður á Hallgeirsstöð- um í Jökulsárhlíð og fékk 45 krónur á mánuði og fannst hann vera stórefna- maður. VIÐTAL: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON . ■ 20

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.