Frjáls verslun - 01.11.1996, Qupperneq 23
Ólafsfirði, Guðlaugu Stefánsdóttur.
Með þeim tókust ástir góðar og hún
fylgdi Alla austur á Eskiljörð og þau
giftu sig árið 1948. Það styttist í gull-
brúðkaupið. Fyrstu árin voru kastar-
holubúskapur uppi á lofti í einu her-
bergi þar sem eldað var á kogara. Frú
Guðlaug má því muna tímana tvenna.
„Þessi kona er mitt stærsta lán.
Þetta er besta kona í heiminum og ég
var óskaplega heppinn að eignast
hana.“
En var ekki auðvelt að spara? Voru
nokkur tækifæri til að eyða peningum
á þessum tímum?
„Það eru alltaf tækifæri til að eyða
peningum," svarar Alli og finnst
spurningin greinilega ekki gáfuleg.
En hefur Alli alltaf sparað síðan?
„Ég myndi segja að ég hafi farið vel
með. Og mín kona hefur stutt mig í
því.“
En Alli er þama að tala um sjálfan
sig. Þegar verið var að kaupa skip og
byggja upp - þá var ekki sparað. Allt
það besta var það sem eina sem
dugði. Alli hikaði ekki við að skrifa
upp á plögg og veðsetja allar eigur
sínar upp í topp til þess að það mætti
verða.
„Þetta kom svona smátt og smátt.
Oft tefldi maður á tæpasta vað en allt
blessaðist.“
ALLTAF HELDUR ALLI
ÁFRAM AÐ BYGGJA UPP
Alli var á fyrstu árunum eftir stríðið
ekki bara smáútgerðarmaður sem átti
hlut á bát. Hann var verkstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Eskiíjarðar sem þá var
í litlum kofa niðri við sjó og gekk flest
á afturfótunum. Tækjabúnaði var
áfátt og sumir kölluðu fyrirtækið
Baslhúsið og töldu þetta bras ekki
eiga framtíð fyrir sér. Það seiglaðist
nú samt en Alli brasaði við síldarsölt-
un í hjáverkum og setti upp söltunar-
stöðina Auðbjörgu. Hann hefur alltaf
haft trú á sfldinni. Öll þessi ár, þótt
sfldin hafi ekki alltaf haldið tryggð við
ísland og Eskiljörð, þá hefur Alli alltaf
trúað á hana.
Samstaríið við útgerðarmennina í
Bjargarfélaginu entist í tæplega 10 ár.
AIli var löngu farinn að salta sfld án
þess að félagar hans vildu hætta á
það. Þeir vildu fara hægar í sakimar
og eiga allt sitt á þurru. Þeim fannst
nóg að eiga hlut í bát. Alli vildi meira.
„Þeir sögðu að ég væri ævintýra-
maður. Ég ætti að eiga heima í Amer-
íku. Þar væru svona menn eins og ég
sem væm alltaf að byggja skýjaborg-
ir.“
Alli seldi að lokum sinn hlut í Björgu
og byggði sér hús. Hann var samt
ekki í rónni fyrr en hann var aftur
búinn að eignast hlut í bát. Og nú var
það ekki fjórðungur. Nú var það
helmingur. Þetta var Jón Kjartansson
SU, sá fyrsti af nokkrum.
A endanum var Alli fyrst og fremst
einn og ekki með stóra meðeigendur
og samstarfsmenn. Þeir vildu aldrei
fara nógu hratt fyrir AUa. Bræður
hans voru ekki gefnir fyrir áhættu.
„Við viljum ekki verða fátækir aft-
ur,“ sögðu þeir.
REKINN FRÁ FRYSTIHÚSINU
Á miðjum sjötta áratugnum var Alli
rekinn frá frystihúsinu. Skömmu síð-
ar seig endanlega á ógæfuhliðina fyrir
frystingunni og hver var það þá sem
keypti meirihlutann í öllu trallinu? Jú,
stendur heima. Það var Aðalsteinn
Jónsson sfldarsaltandi, útgerðarmað-
ur fyrir Jón Kjartansson og nú frysti-
húseigandi. Hann keypti meirihlutann
og leysti út bátinn sem fyrirtækið var
að láta smíða.
Síðan hefur leiðin verið bein. Alltaf
áfram. Alltaf lengra. Stærri skip, fleiri
skip, stærri hús, stærri verksmiðja.
Stundum vildi bankinn lána, stundum
var allt veðsett á svarta kaf en alltaf
hefur þetta blessast.
„Ég sagði þeim það einu sinni
bankastjórunum í Landsbankanum að
sá tími myndi koma að þeir bæðu um
að fá að lána fýrirtækjum. Ætli þeir
hafi ekki haldið að ég væri enn vitlaus-
ari en ég sýndist vera.
Þeir komu hingað til mín, menn frá
íslandsbanka, og spurðu hvort þeir
mættu íjármagna breytingamar á
Hólmaborginni.
Nei, ég vildi það ekki. Landsbank-
inn studdi mig þegar ég átti erfitt og
er minn banki líka þegar mér gengur
vel.
Þegar Jónas Haralz varð banka-
stjóri í Landsbankanum kom hann oft
að heimsækja mig héma og við fórum
oft saman í lax. Hann kom hérna í
sumar og við rifjuðum upp margt úr
okkar gömlu vinsamlegu samskipt-
um.“
Alli liggur ekkert á þeirri skoðun
sinni að hans eftirlætisbankastjóri hafi
verið Pétur heitinn Benediktsson.
Þeir urðu perluvinir og Pétur studdi
Alla gegnum þykkt og þunnt. Alli
kann að segja margar skemmtisögur
af þeim félögum þótt þær séu ekkj
allar til að setja að prent.
„Þessir bræður, Pétur, Sveinn og
Bjami, vom einstakir sómamenn.
Það var mikil eftirsjá að Pétri og ég
sakna hans alla tíð. Hann fór of
snemma."
Sú saga lifir af orðheppnum banka-
starfsmanni að eitt sinn þegar ekki
áraði vel fyrir útgerð kom Alli í bank-
ann. Hann spurði eftir bankastjóra,
hvort hann væri inni og hvort einhver
væri hjá honum.
„Nei, það er enginn hjá honurn,"
svaraði gjaldkerinn.
„Nú, Guð hlýtur þó alltaf að vera
hjá honum," sagði Alli og glotti.
...ob þú lækkar
bensmkostnaðlnn
'lf
olis
23