Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 25

Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 25
FORSÍÐUGREIN VERÐUR FUÓTUR AÐ FARA ÞEGAR ÞÚ KEMUR Alli spurdi hvort einhver væri inni hjá bankastjóranum. „Nei, það er enginn inni hjá honum,“ svaraði gjaldkerinn. „Nú, Guð hlýtur þó alltafað vera hjá honum,“ sagði Alli og glotti. „Hann verður fljótur að fara þegar þú kemur, “ svaraði gjaldkerinn um hæl. „Þetta eru toppmenn allt saman. Mínir menn.“ SÁÁÞEIMGAMLA HVERNIG STAÐAN VAR Þegar Alli er þýfgaður nánar um stjórnunaraðferðir og leiðir til að reka fyrirtæki er hann stuttorður. „Ég hef aldrei skipt mér af peninga- málum. Aldrei haft lykil að peninga- kassanum og sjaldnast haft lykil að skrifstofunni. Ég var að vasast í öðru, að vinna og stjóma fólki. Þetta hefst ekki nema maður vinni eins og þræll.“ Alli fullyrðir að hann hafi oft ekkert vitað hvernig staðan var á fyrirtæk- inu. „Ég vissi oft ekkert hvort ég átti eitthvað inni á reikningnum eða ekki. Það var gamall maður sem vann sem bókari héma í bankanum. Ef hann heilsaði mér glaðlega þá var allt í lagi. En stundum þegar ég hitti hann þá tók hann varla undir kveðju, rétt mump- aði í honum. Þá vissi ég að reikningur- inn var í mínus.“ SAMSTARFIÐ VIÐ NORÐFIRÐINGA Frá því að Hraðfrystihús Eskifjarð- ar var sett á Opna tilboðsmarkaðinn hefur gengi hlutabréfa í fyrirtækinu farið stighækkandi. „Fyrirtækið var vanmetið af bankakerfinu og þegar hið rétta var komið í ljós hefur það mesta arðsemi eigin fjár af öllum fyrirtækjum í sjáv- arútvegi. Þetta styrkir auðvitað stöðu fyrirtækisins en fyrirtækið er ekki til sölu og það er ekki skráð á neinum verðbréfamarkaði og verður ekki.“ Eins og sakir standa á fjölskylda AUa og hann sjálfur samtals 51% hlutafjár en aðrir eiga 49%. Eskifjarð- arbær ætlar að losa um 40% af 6.8% hlut sínum í fyrirtækinu og fá fyrir það um 80 milljónir. Bæjarbúar fá for- kaupsrétt á genginu 8.35 en mark- aðsgengi er 8.70. Það þótti frétt- næmt þegar Sfldarvinnslan á Nes- kaupstað keypti töluvert af hlutabréfum í Hraðfrystihúsi Eskilja- rðar og hagnaðist vemlega á því að selja þau aftur. Alli er ekki par hrifinn af þessum tilfæringum. „Ég vil bara að það sé alveg á hreinu að Norðfirðingamir keyptu þessi bréf ekki af okkur. Þeir keyptu þau af Lífeyrissjóðnum á Norðfirði og Olís. Við seldum sjóðnum bréfin á sín- um tíma af því bankinn vildi það endi- lega. Sá, sem stýrir lífeyrissjóðnum, neitaði að láta okkur hafa forkaups- rétt á bréfunum. Annars hefðu þau aldrei farið neitt annað en hingað aft- ur. Sfldarvinnslan græddi ekkert á okkur með þessu braski. Þeir, sem töpuðu, voru Lífeyrissjóðurinn á Norðfirði og Olís sem seldu bréfin,“ oryggi Öryggisskápamir frá Rosengrens em traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.