Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 34

Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 34
BÆKUR Viðskiptabók ársins: DVÖUN HELVITILIKUST! Jón Snorri Snorrason hefur valid bókina Snapshots from Hell - The making ofan MBA sem viðskiptabók ársins. Hún hefur verið lofuð í hástert af gagnrjnenáum 0þessu ári voru kynntar til sög- unnar 8 bækur. Eins og áður var reynt að hafa val þeirra sem fjölbreyttast og var fjallað um mjög ólík viðfangsefni og var þannig komið inn á flest svið viðskiptafræða. Það var ekki auðvelt að velja bók ársins að þessu sinni en ég hef kosið að velja þá bók sem höfðar til sem flestra lesenda Frjálsrar verslunar. Ég fuUyrði að hér sé um að ræða eina skemmtilegustu bók sem skrifuð hef- ur verið á sviði viðskiptafræða. Ekki veitir okkur af einni slíkri í þessum grafalvarlega viðskiptaheimi samtím- ans. SNAPSHOTS FROM HELL - THE MAKINGOFAN MBA Höfundur: Peter Robinson Viðfangsefnið: Höfundurinn fjall- ar um á skemmtilegan og oft bráð- fyndinn hátt um það hvemig það sé að vera viðskiptafræðinemi og reynir með því móti að svara spumingunni hvemig sé að læra viðskiptafræði? A fyrra ári sínu í MBA náminu við Stan- ford háskólann, hóf Peter Robinson að halda dagbók og bókin, sem hér um ræðir, er nokkurs konar annáll þess árs. Frásögnin hefst á undirbúnings- námskeiðunum, farið er yfir fyrir- lestrana í skyldufögunum og tauga- veiklunina í próflestrinum. Við fáum að kynnast ólíkum samstúdentum hans og ekki eru síst góðar lýsingam- ar á kennaraliðinu. Þótt þessi frásögn geti átt við hvaða skólagöngu sem er þá er þessi frásögn af viðskiptafræði- námi, sem fjölmargir íslendingar hafa farið í, bæði hér heima og erlendis. Hér muni sjá því allir geta séð sjálfan sig og sína eigin reynslu í einhverjum frásögnunum. Höfundurinn, Peter Robinson, var alls óþekktur þegar bókin kom út. Hann starfaði í þjónustu bandarísku forsetanna Reagans og Bush, sem einn af ræðuskrifurunum í Hvíta hús- inu um 6 ára skeið 1982-1988. Þá fór hann í MBA nám til hins virta háskóla Stanford í Kalifomíu og þar verður efni bókarinnar til og á þeim slóðum er hann enn því hann starfar við Hoo- ver stofnunina í Kalifomíu, er í rann- sóknarstöðu í tengslum við viðskipti og stjórnmál. MANNLEG STJÓRNUN SETT FRAM Á MANNAMÁLI Heiti bókar: Mark H. McCor- mack on managing. Höfundur: MarkH. McCormack. Einkunn: Laus við klisjur og á skiljanlegu máli. Viðfangsefnið: Fjallað er um hefðbundið viðfangsefni daglegrar stjómunar út frá mannlegu sjónarmiði í stað harðra viðskiptalegra sjónar- miða. Það, sem skiptir máli gagnvart samstarfsfólki, s.s. meðstjómendum eða undirmönnum, er að koma fram við fólk sem manneskjur en ekki sem þrep eða stig í einhverju fyrirfram ákveðnu stjómunarkerfi. ÞJÓÐFÉLAGSGAGNRÝNIOG HAGFRÆÐIHUGLEIÐINGAR Heiti bókar: Síðustu forvöð. Höfundar: Þorvaldur Gylfason. Jón Snorri Snorrason hagfræðingur skrifar reglulega um viðskipta- bækur í Frjálsa verslun Einkunn: Hispurslaus og óvægin þjóðfélagsgagnrýni. Viðfangsefnið: Þjóðfélagsádeila og krufning í senn á því sem varðar afkomu fólksins á íslandi í dag og í framtíðinni. Efnið er þó alls ekki bundið við ísland heldur er farið um fjölmörg önnur lönd til að veita lesandum innsýn í efnahagsmál í þessum löndum og um leið auka skilning hans á eigin um- hverfi hér á landi í ljósi reynslunnar að utan. AÐ SLÁ í GEGN OG VIÐHALDA VELGENGNI í BANDARÍKJUNUM Heiti bókar: Making It in Amer- ica - Proven paths to success from 50 top companies 10 REGLUR TIL GRUNDVALLRR : i <5ífgsörtt, •rz zr z Höfundar: Jerry Jasinowski og Robert Hamrin Einkunn: Vel gerð greining á góðu gengi fyrir- tækja. Viðfangsefn- ið: Hér eru 50 frá- sagnir af einstak- lega árangursrík- um fyrirtækjum og hvemig þau náðu árangri og hvað læra megi af reynslu þeirra. Þær leiðbeina lesandanum svo hann finni leiðina að árangri, hvort sem hann er stjómandi, starfs- maður eða háskólastúdent. NÝ SKILGREINING Á HLUTVERKI FRAMKVÆMDASTJÓRANS Heiti bókar: Upside down man- agement. 34

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.