Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 40
verið gott að nota þessa aðferð á miðjum fundi ef menn
taka að æsast; brjóta upp umræðumar og gantast svok'tið,
svona til að þeir fari aðeins út af sporinu. Við það slaknar á
spennunni.“
FLUGLEIÐIR MEÐ HÁFLUG
Að venju þirti Frjáls verslun hefðbundna könnun sína á
vinsælustu fyrirtækjum landsins en Flugleiðir hrepptu
hnossið að þessu sinni. Bónus varð í öðru sæti, Eimskip í
því þriðja og Hagkaup í því fjórða. Þessi fjögur fyrirtæki
skám sig nokkuð úr. Þau vom raunar umdeild því í garð
þeirra ríkti einnig nokkur neikvæðni. Könnunin var gerð
seinni partinn í janúar sl. en áður hafði hún ætíð verið
framkvæmd um miðjan desember. Fijáls verslun gerði
könnunina sjálf að þessu sinm en IM Gallup hafði ávallt séð
um hana áður.
UX^.U.^JHHHHH^HHHHIHHHHHHHHI
MERK TÍMAMÓT í SÖOU FRJÁLSRAR VERSLUNAR
FEBRÚAR
EIGENDA
SKIPTI
EIGENDASKIPTIÁ FRJÁLSRIVERLUN
Fyrsta tölublað Frjálsrar verslunar á árinu 1996 reyndist
sögulegt í 57 ára sögu blaðsins. Það var það fyrsta sem út
kom á vegum nýs eiganda, Talnakönnunar. Um áramótin
síðustu yfirtók Talnakönnun útgáfu blaðsins eftir að hafa
keypt blaðið af Fróða nokkmm mánuðum áður, eða hinn 7.
september 1995. Þau Jón G. Hauksson ritstjóri og Sjöfn
Sigurgeirsdóttir auglýsingastjóri fylgdu blaðinu yfir til
Talnakönnunar. Fljótlega var hafist handa við að gera
breytingar á blaðinu, bæði útlits- og efnislegar. Þess var
þó gætt að þær kæmu fram hægt og sígandi.
FRÁBÆRT VIÐTAL VIÐ DAVÍÐ UM STJÓRNUN HANS
UNGT FÓLK VILL FLYTJA AF LANDIBROTT!
Birtar vom niðurstöður nokkurra skoðanakannana í þessu
fyrsta tölublaði. Segja má að þar hafi tónninn verið gefinn
því Frjáls verslun lét mjög til sín taka í skoðanakönnunum á
árinu, sérstaklega í forsetakosningunum. Á meðal
athyglisverðra kannana í þessu fyrsta tölublaði var könnun
um það hvort fólk hefði áhuga á að flytjast til útlanda. Spurt
var: „Myndir þú flytja til útlanda ef þér byðist starf þar?“
Um 60% ungs fólks svarði ,Já“. Og alls þriðjungur að-
spurðra var tilbúinn að kveðja fóstuijörðina. Þetta var
sláandi niðurstaða: Ungt fólk - blómi landsins - vill flytja af
landi brott!
„Sjálfsagt er ekki hægt að nefna neina formúlu fyrir kost-
um góðs stjómanda. Það er einstaklingsbundið. Þó held
ég að meginatriðið sé að vita
hvenær stjómandi á EKKI
að stjóma og skipta sér af; að
hann skynji hvenær hlutimir
gangi þannig fyrir sig að ekki
eigi að grípa inn í þá.“
Þannig komst Davíð
Oddsson forsætisráðherra
að orði í ítarlegu og merku
viðtali í þessu sögulega
fyrsta tölublaði Fijálsrar verslunar á árinu. Viðtalið við
Davíð var þungamiðjan í því. Þetta var allt öðru vísi viðtal
við Davíð en menn áttu að venjast. Rætt var við hann sem
stjórnanda og fór hann á kostum að venju.
AÐ SÝNA ÁHUGA ER KRÖFTUG HVATNING
„Ráðherrar geta komið og rætt sfn mál, fengið stuðning og
hlustað á mín sjónarmið. Meginatriðið í stjómun minni er
að hafa vakandi áhuga á öllu því sem ráðherramir em að
gera. Ég lít svo á að þannig hvetji ég þá best til dáða.“
AÐ SLAKA Á SPENNU Á FUNDUM
Og um fundi sagði Davíð: „Ég tel það mikinn kost að hefja
fund á að tala um eitthvað allt annað og óskylt mál í nokkrar
mínútur, einkum ef um erfiðan fund er að ræða og spenna
er í lofti. Sjái ég að menn mæti stífir og ætli ffam hver á
móti öðmm er þetta bráðnauðsynlegt. Sömuleiðis getur
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
MARS
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR MEÐ MEST FYLGI
Umræðan um forsetakosningamar var allsráðandi í mars
og snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort Davíð
Oddsson forsætisráðhema færi fram eða ekki. Fijáls
verslun ákvað að fjalla um forsetakosningamar, bæði með
hefðbundinni umfjöllun, en ekki síst með gerð kannana.
Birt var könnun blaðsins sem gerð var fyrstu helgina í
mars. Þar reyndist Guðrún Pétursdóttir hafa mest fylgi,
eða hjá 31% þeirra sem tóku afstöðu. Ólafur Ragnar
Grímsson var í öðru sæti með 20% og Guðrún Agnars-
dóttir með 19%. Fyrir tilviljun gerði DV sams konar könn-
un um sömu helgi og þar var Guðrún Pétursdóttir einnig í
efsta sæti. Á þessum tíma var Guðrún Pétursdóttir sú
eina sem hafði sagst ætla að gefa kost á sér í framboð
ásamt Guðmundi Rafni Geirdal.
STIKLAÐ