Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 50
VIÐ ARAMOT
ingar þeirra. Niðurstaðan er engu að
síður sú að fleiri íslendingar eru að
íhuga ferðalög á árinu 1997 en áður.
Það gefur ástæðu til bjartsýni.
Ég vil árétta að stöðugt verðlag er
afar mikilvægt fyrir orðspor ferða-
þjónustunnar. Erlendir ferðamenn
líta mjög til þess. Þá er það orðin
áleitin spuming hvort stjómvöld eigi
ekki að lækka bjórverð, a.m.k. yfir
háannatímann. Sannleikurinn er sá að
ferðamenn mæla gjaman verðlag í
einstaka löndum út frá verði bjórs og
setja það í samhengi við verð á öðrum
vörum. Hátt bjórverð fælir frá.“
Sigurbergur Sveinsson.
Verslun:
SIGURBERGUR
SVEINSSON,
FJARÐARKAUPUM
□ rið sem er að líða var laust við
stórtíðindi í versluninni. Sam-
keppni var svipuð og áður,
gríðarlega hörð. Við í Fjarðarkaupum
héldum okkar hlut en létum undan
þrýstingi og fórum að hafa opið á laug-
ardögum.
Okkar stærstu keppinautar, Hag-
kaup, Bónus og 10-11, hafa allir verið
með áberandi sjónvarpsauglýsingar,
íburðarmeiri en áður hafa sést. Við
tökum ekki þátt í þessu. Þannig get-
um við látið kúnnann njóta lægra
vöruverðs."
1997
2. „Ég er í heild bjartsýnn á nýja
árið. Ég ætla að halda mínu striki. Við
munum sennilega sjá aukin áhrif mið-
stýringar eftir því sem ákvæði
Evrópusamninga taka gildi. Kannski
mun það verða til þess að brjóta
gamla múra eins og t.d. em ílandbún-
aðarkerfínu hér á landi.
Samkeppni verður áfram hörð og
sú keðjumyndun, sem sjá má í Hag-
kaup/Bónus annars vegar og Búr/
Nóatún hinsvegar, mun styrkjast.
Við stöndum áfram einir. Aukin fá-
keppni í verslun er verulegt áhyggju-
efni og kemur neytendum alls ekki til
góða.“
Bifreiðar:
SIGFÚS
SIGFÚSSON,
HEKLU
□ rið 1996 verður eitt hið besta í
sögu Heklu hf. og má þakka
það jákvæðu viðskiptaum-
hverfi. Eftir margra ára stöðnun í sölu
nýrra bfla hefur markaðurinn tekið við
sér og aukist um fíórðung milli ára, en
okkur hefur tekist að ná 37% af aukn-
ingunni í sölu á nýjum bflum. Endur-
nýjun íslenska bflaflotans er loksins
hafin þótt í smáu sé.
Það mun taka nokkur ár að vinna
upp kyrrstöðu undanfarinna ára en,
sem betur fer fyrir íslenskar fíöl-
skyldur, munu fíölskyldubflamir
vegna þessara endumýjunar verða
nýrri, öruggari, spameytnari og
þægilegri. Hér em miklir hagsmunir í
húfi fyrir fólkið í landinu. Rekstur
gamalla bfla er dýr og óhagstæður og
út frá umhverfis- og öryggissjónar-
miðum er endumýjun bflaflotans
bráðnauðsynleg.
Sigfús Sigfússon.
Aðrar deildir Heklu hf. hafa gengið
mjög vel og þá vil ég nefna aukna sölu
á Scania vörubflum og Caterpillar
vinnuvélum. Þá hefur aukning í sölu á
heimilistækjum verið 95% og greini-
legt að vömval raftækjaverslunarinn-
ar, líkt og bflamir sem Hekla hf. sel-
ur, höfðar mjög til íslenskra neyt-
enda.
í mínum huga er þetta jákvæða við-
skiptaumhverfi, samkeppnin á mark-
aðnum og úrvals starfsfólk Heklu hf.
forsenda þessarar góðu afkomu árs-
ins.“
1997
2. „Árið 1997 leggst mjög vel í okk-
ur Heklufólk. Við vonum að mönnum
takist að koma á kjarasamningum
sem skila sér í auknum kaupmætti en
ekki verðbólgu. Fólkið í landinu á skil-
ið að fá betri lífskjör því það hefur lagt
mikið af mörkum til að koma á jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum. Ríkið á,
skilyrðislaust, að draga úr síhum
rekstri og ná fram hallalausum fíárlög-
um. íslensk fyrirtæki hafa gengið í
gegnum mikið tiltektar- og hagræð-
ingartímabil og núna er komið að því
að ríkið geri slíkt hið sama.
Nýtt ár í rekstri fyrirtækis er alltaf
spennandi og árið 1997 er engin und-
antekning þar á. Við í Heklu stefnum
að ákveðnu markmiði og erum sann-
færð um að árið 1997 verði til heilla
best.“
50