Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 61

Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 61
Þess má geta að börn Eyjólfs og Elsu Walderhaug eru: Ragnhildur, starfsmaður ESB (Evrópusambands- ins), Hrafnhildur, starfsmaður Efta, Haukur, flug- og háskólanemi og El- ísabet og Alexander sem eru í bama- skóla. Bróðir Eyjólfs er Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Hálf- bróðir er Atli Hauksson endurskoð- andi. AÐSTOÐARFORSTJÓRI 1995 var Eyjólfur gerður að að- stoðarforstjóra Cargolux en forstjóri félagsins hefur fjóra aðstoðarfor- stjóra sér við hlið og er hver þeirra yfirmaður ákveðins sviðs. Eyjólfur Hauksson er yfir flugrekstrarsviði. En hann er einnig yfirflugstjóri félags- ins. Vinnudagur Eyjólfs er langur og verður hann iðulega að bregða sér í styttri og lengri ferðalög. Þrátt fyrir það er hann enn að fljúga annað slag- ið. En hverju þakkar Eyjólfur vel- gengni Cargolux ? „Mér dettur fyrst í hug starf frumherjanna. Þeir ruddu brautina, eins og ég hef komið inn á hér áður. Hjá félaginu starfa nú um 900 manns þar af 90 íslendingar. Við emm með mjög dugmikið og hæft starfsfólk, það skiptir nú ekki svo litlu máli. Við erum stöðugt að byggja upp og þróa nýja markaði. Að undanförnu höfum við lagt áherslu á Norður- og Suður-Ameríku, með góðum árangri, held ég að hægt sé að segja. Við þurf- um að stækka en það byggist fyrst og Eins og gefur að skilja hefur Eyjólfur víða komið. Þessa mynd tók hann í Hanoi í lok Víetnamstríðsins af þeim Sigþóri Óskarssyni og Maurice Reisch. Slakað á úti á sjó - og aldan stíginn. fremst á að nýta tæknina. Hafa ávallt yfir að ráða heppilegustu flugvélateg- undunum. Við eigum nú 6 vélar og starfrækjum þá sjöundu. Árið 1995 fluttum við um það bil 248.000 tonn af vöru og veltan var um 400.000 miljón dollarar, sem var viðunandi. Það em öflugir aðilar sem standa að félaginu. Helstu eigendur eru Luft- hansa, LuxAir og fjárfestar í Lúxem- borg. Það má segja að það sé erfitt að benda sérstaklega á eitthvað eitt atr- iði sem meginþátt í velgengni okkar. Við höfum sérhæft okkur í vömflutn- ingum í lofti, engu öðru. Mörg flugfé- lög, sem stundavöruflutninga, emoft á tíðum einnig, og þá aðallega, í far- þegaflugi. Sum þessara félaga, og þeim fjölgar stöðugt, em einnig með þjónustu á jörðu niðri, ef svo má segja, flytja vöruna „door to door“ eins og það heitir. Mörg flutningafyrirtæki, sem sér- hæfa sig í landflutningum, kjósa því að skipta við okkur af skiljanlegum ástæðum. Að lokum er Eyjólfur Hauksson, aðstoðarforstjóri Cargolux og yfir- flugmaður, spurður að því hvemig það leggist í hann að vera meira og minna úr flugstjórasætinu í stól stjómandans á skrifstofunni? „Flugið á alltaf jafn mikil ítök í mér. Ég er alltaf með sömu flugdelluna. Ég var svo heppinn að geta starfað við það, sem mig langaði mest til, og það var að fljúga. Það hefur svo verið stórkost- legt ævintýri að taka þátt í uppbygg- ingu Cargolux. Okkur hefur liðið vel hér í Lúxemborg, hér er mjög gott að vera. Þau verkefni, sem ég er nú að fást við, eru feikiskemmtileg og spennandi, ekki síður en flugið, þótt þau séu annars eðlis. Mikilvægast er að hafa áhuga og ánægju af því, sem maður er að fást við og leysa þau verkefni, sem manni em falin, eins vel og unnt er.“ MEGALUX Lagermal eru okkar sergrein Bjóðum allskonar lager- og hiliukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - ráðgjöt. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.