Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 21

Frjáls verslun - 01.05.1998, Page 21
FORSIÐUGREIN Auglýsingaverö erlendis merkjunum að ísland væri landið sem ættí óvenjumarga stórmeistara í skák. Kristján Jóhannsson söngvari er orðinn þekktur víða í Evrópu og Bandaríkjun- um hjá áhugafólki um óperur. Höfuð- borgin Reykjavík komst í sviðsljósið er- lendis haustíð 1986 þegar toppfundur Reagans Bandaríkjaforseta og Gorba- tsjovs, leiðtoga Sovétrikjanna, var hald- inn hér. Reykjavík er þekkt nafn hjá ná- grannaþjóðum okkar. Svona mætti áfram telja. Vart verður þó á neinn hall- að þótt fullyrt sé að Björk haldi nafni Is- lands oftast á loftí í erlendum fjölmiðl- um og hafi öðlast mesta almenna frægð allra íslendinga frá upphafi - hversu lengi sem sá ljómi kann að lýsa því frægðin er fallvölt. NATÓ-STÖÐIN ÞEKKT Útgáfufyrirtæki Fijálsrar verslunar, Talnakönnun hf., gerði íyr- ir tólf árum afar yfirgripsmikla og vandaða könnun á meðal tæp- lega 300 erlendra fjölmiðlamanna er sóttu leiðtogafundinn - en alls var áætlað að á milli 1.200 tíl 1.500 blaðamenn hafi sótt fundinn. Spurt var bæði við komuna og brottför. Könnunin er einstaklega mikil í sniðum og spannar yfir hundrað blaðsíður. Þótt liðin séu tólf ár frá því að könnunin var gerð - og mikið vatn hafi runnið tíl sjáv- ar síðan - er fróðlegt að glugga í hana. Ein margra spurninga í henni var svona: Hver eftirtalinna atriða tengirðu við ísland? Talin voru upp 22 atriði sem flest voru þess eðlis að ætla mættí að ein- hverjir, eða jafnvel flestír, tengdu landi og þjóð. Flestír tengdu Nató- stöðina á Keflavíkurflugvelli við ísland - þetta voru stjórnmála- fréttamenn - en þar á eftír ullarvörur, fiskútflutning, kalt loftslag og ómengað loft, lýðræði og fagurt landslag. Margir skiptu um skoðun á meðan á dvölinni stóð. Þannig fannst mörgum loftslag mildara en þeir áttu von á. Aberandi var hvað blaðamenn frá Norðurlöndunum þekktu mun betur til en aðrir hér á landi. í könnuninni var einnig spurt: Hver af eftírtöldum nöfnum þekkir þú? Talin voru upp 22 nöfn og menn beðnir að merkja við þau sem þeir könnuðust við. Björk var ekki orðin fræg fyrir tólf árum og því var hún ekki á listanum. Hvað um það; Reykjavík var það nafn sem flestir þekktu áður en þeir komu tíl landsins (kannski ekki óeðlilegt; þeir voru jú á leið þangað). Þekktustu nöfnin voru annars þessi: Reykjavík, Flugleiðir, Vig- dís Finnbogadóttur, Geysir, Leifur heppni Eiríksson og Magnús Magnús- son, sjónvarpsmaður í Bretlandi. I ljósi þess hve Island hefur í raun mikla sérstöðu i hugum útlendinga - hvað þeir tengja landið við margt ólíkt, eins og höfuðborgina, bókmenntir, nátt- úru og söngkonu, er mikilvægt að gæta að samhljómnum við kynningu íslands. Sjónvarpsauglýsingar á góðum tíma Bandaríkin: 30 sek. augl. á um 6 milljðnir króna. Bretland: 30 sek. augl. á um 8 milljónir króna. Blaðaauglýsingar Bandaríkin: Heilsíða í New York Times á um 6 milljónir króna. Bretland: Heilsíða í Sun á um 4,5 milljónir króna. Auglýsingar erlendis eru dýrar. Ef kaupa hefði þurft kynningu Bjarkar á nafninu Islandi á undanförnum fimm árum með dýrum auglýsingum væri dæmið reiknað í milljörðum. Láta alla strengi vinna sam- an. Um leið hringir bjalla; hvernig á að kynna landið? Hvað á að leggja áherslu á? Fyrir utan einstaka menn- ingu, litlu stórborgina Reykjavík með góðu hótel- in, næturlífið og úrvals mat- argerð, hallast flestír að því að fyrst og fremst eigi að kynna óvenjulega náttúru landsins - enda segjast flest- ir erlendir ferðamenn koma hingað tíl að skoða náttúr- una. Friðsældin og frelsið skiptír ekki síður máli. Þeir, sem ferðast tíl erlendra stórborga, hafa gaman af að koma þangað. En þeir skynja líka að þær geta verið yfirþyrmandi; þær einkennast margar af sírenuvæli, mikilli umferð, mannmergð og hávaða. ísland er í raun alger andstaða. Hér geta ferðamenn andað að sér fersku loftí, ferðast um víðáttur, notíð frelsis, gengið um náttúruna, farið niður á strendur og skoð- að sig um án þess að vera sífellt að rekast á skilti um að bannað sé að ferðast því um einkaland sé að ræða. VARAN ER ÞEKKT Um leið og möguleikarnir eru margvíslegir við að laða að fólk til landsins er mikilvægt að hafa alla anga útí til að koma þeim skilaboðum á framfæri. ísland hefur orðið ímynd, fólk hefur heyrt minnst á landið og veit jafiivel hvar það er. Það skiptír auðvitað höf- uðmáli þegar íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu eru að selja sína vöru; landið. Þökk sé Björk. S5 SHARP Umhverfísvænar Ijósritunarvélar k • Uppfylla alþjóðlega ISO umhverfi: f gæðasta&la. Framleiddar úr endurvinnan- legum efnum. Framköllunarefni innihalda | hvorki ofnæmisvaldandi né önnur skaSleg efni. Ljósrita ó endurunninn pappír. Sparneytnar og hljóSlótar. VjMHVfn. w ^SVANUP^ Norræni svanurinn - tákn um umlmerfisvæna framkiðslu 1922-1997 traust þjónusta i sjötíu ogfimm ár 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.