Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 22
STJÓRNMÁL SAMEINAÐIR JAFNAÐARMENN UNNU Dnýafstöðnum kosningum gerðist það helst að nýtt stjórn- málaafl varð til á landsvísu, - sameinaðir jafhaðarmenn. í öðru lagi vann Reykjavíkurlistinn undir forystu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur glæsilegan kosningasigur í höfuð- borginni. I þriðja lagi varð Davíð Oddsson fýrir alvarlegra póli- tísku áfalli en hann hefur áður kynnst. Viðbrögð hans við úrslit- unum einkenndust af ójafnvægi og ég leyfi mér að kalla það smæð. Hann kunni bersýnilega ekki að tapa en verður vonandi í betri þjálfun næst. I fyrsta skipti á þessari öld tókst viðtæk samstaða í flestum sveitarfélögum landsins um framboð með þátttöku þeirra sem vilja starfa saman á grundvelli jafnaðar, kvenfrelsis og félags- hyggju. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði ekki bara í Reykjavík, heldur fékk hann víða minna fýlgi en vænta hefði mátt í ljósi skoðanakannana - og nýtt afl er að vaxa andspænis honum. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er með innan við 42% atkvæða, sameinuðu framboðin eru með um 37% og Fram- sóknarflokkurinn rekur lestina með um 21% atkvæða. Þetta þýðir að stjórnmálastrúktúrinn hefur breyst. Til er orðið nýtt afl jafnaðar- manna sem þegar í byrjun er tekið að ógna Sjálfstæðisflokknum. í ljósi þessa eru heiftarleg viðbrögð Davíðs Oddssonar ögn skiljanlegri heldur en útfrá (Hannesar og) hans eigin túlkun um að Sjálfstæðisflokkurinn væri hinn mikli sigurvegari sveitarstjórnarkosning- anna, sameiginlegu framboðin væru flopp, kjósendur vitlausir og borgarstjór- inn vondur. Svoleiðis einkunnir og við- brögð voru auðvitað ekki sæmandi manni á landsföðurstóli. Að undanförnu hafa menn getað átt von á hverju sem er frá Sjálfstæðisflokknum; ófrægingarherferð- um og ofsóknum. Og verð ég nú að biðja lesendur afsökunar á hrekkleysi mínu í síðasta pistli þar sem ég lýsti þáverandi oddvita D-lista í Reykjavík sem blíðlyndri dúfu, því sú dúfa átti eftir að umturnast í grimman gamm með klær og gogg þegar nær dró kosningum. En ég hef mér það til afsökunar að það eru fleiri en ég sem spyija hvað hafi orðið um virðingu og sjálfsvirðingu þeirrar stjórnmálahreyfing- ar sem sjentilmenn eins og dr. Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson leiddu áður? Þeir Hannes Hólmsteinn og Davíð gáfu tóninn í fjölmiðlunum um það hvernig túlka bæri úrslit kosninganna. Hannes er orðinn einsog gróinn inní „sjónvarps- settið” á Stöð 2 og þar verður hann að fá að yfirgnæfa alla aðra alltaf og ævinlega þegar stjórnmál eru annars vegar. Og þegar loks honum gafst tóm til að pústa heima hjá sér yfir sérrílögg- inni eftir að hafa gefið linuna allt kosningakvöldið og fram á nótt, þá var Ríkissjónvarpið líka komið að heiðra herrann í formi viðtals Elínar Hirst. Línuvörðurinn varð að geta talað til þjóðarinnar líka í gegnum Ríkissjónvarpið svo það væri nú al- veg klárt að enginn færi á mis við túlkun dagsins. Og mitt í fúkyrðaflaumnum frá hinum virðulega forsætis- ráðherra þá var hamrað á sömu línunni - að sjálfsögðu í þeirri viðleitni hins einráða foringja að hræða fréttastofurnar til hlýðni í trausti þess að svo mikið væri enn eftir af bananalýð- veldinu sem hefur verið að þróast undir stjórn Davíðs Odds- sonar að undanförnu. Upp ífá þessu átti að geirnegla sögu- skoðun þeirra Davíðs og Hannesar í gegnum alla helstu fjöl- miðla landsins: Sjálfstæðisflokkurinn væri hinn mikli sigurveg- ari kosninganna! En þannig er það bara ekki; ekkert í veröldinni fær því breytt að mesti taparinn er Davíð Oddsson, sem bar höfuðábyrgð á ósigri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir fjórum árum og aftur nú með afskiptum sínum af framboði flokksins í borginni. Fjölmargir sjálfstæðismenn voru afar ósáttir við vinnubrögð flokks síns í kosn- ingabaráttunni og ffamgöngu leiðtoga sinna - þeir eru væntanlega með óbragð í munnin- um. Það er ómögulegt að segja fýrir um það á þessu stigi hvaða afleiðingar einmitt þetta muni hafa fýrir hinn mikla flokk í framtiðinni. En sameiningin hefur byr, góðan byr, og um mánaðamótin verður tekin formleg ákvörðun um framhaldið á fundum Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. í okkar góða samfélagi hefur að undanförnu verið „ítalskt ástand” - stjórnmálakerfið einsog það hefur verið lungann af öldinni riðar til falls. Uppúr þvi er m.a. þegar að rísa nýtt stjórnmálaafl - sameinaðir jafnaðarmenn. Það er líka svo komið að maður getur ekki lengur verið viss um að þeir flokkar sem prýtt hafa hægri vænginn á þessari öld verði til í framtíðinni, - a.m.k. í því formi sem við þekkjum. Hvaða flokkur leysir Sjálfstæðisflokk Davíðs Odds- sonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarson- arafhólmi? SD STJÓRNMÁLAKERFIÐ RIÐAR TIL FALLS „Stjórnmálakerfiö eins og þaö hefur veriö lungann af öldinni riöar til falls. Uppúr því er m.a. þegar aö rísa nýtt stjórnmálaafl - sameinaöir jafnaöarmenn. Þaö er líka svo komið aö maöur getur ekki lengur veriö viss um aö þeir flokkar sem prýtt hafa hægri vænginn á þessari öld verði til í framtíðinni.” 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.