Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 29
FRÉTTASKÝRING
BERUM SAMAN SKRÁRNAR?
Fijáls verslun kynnti sér gjaldskrá
beggja fyrirtækjanna og reyndi að gera
á henni samanburð eins og meðfylgj-
andi töflur sýna. Skipta má samkeppn-
inni í þrennt. Einn hlutinn felst í grunn-
gjaldi, þ.e. símakorti, en þar er Land-
síminn með tæplega 25% hærra verð.
Sáralítill munur eða 33 krónur er á
lægsta mánaðargjaldi. Þegar horft er á
mánaðargjaldið er rétt að hafa í huga að
bæði fyrirtækin bjóða ýmsar útgáfur af
gjaldskrá sem eiga það sameiginlegt að
því meira sem menn telja sig nota sím-
ana því lægra verð fá þeir á mínútu en
þá hækkar fast afgjald á móti.
Þegar borin eru saman ýmis gjöld
fyrir þjónustu eins og talhólf, texta-
skilaboð og sitthvað fleira verður sá
samanburður Tali mjög hagstæður,
sérstaklega á ársgrundvelli, enda er
fyrirtækið að bjóða ókeypis þjónustu
sem þarf að greiða fyrir hjá Landssím-
anum. Þannig er auðvelt að taka sam-
an pakka af þjónustuþáttum og kom-
ast að því að pakkinn kosti tæpar
9.500 krónur hjá Landssímanum en
tæpar 4.000 krónur hjá Tali, á árs-
grundvelli. Dýrustu liðirnir í jrjónust-
unni eru talhólf og textaskilaboð og ef
þeir eru undanskildir er munurinn
um 1.500 krónur á ári.
Þá er komið að því sem vegur
þyngst sem er gjald fyrir hveija mín-
útu. I þeirri litlu töflu sem hér er sett
upp er alltaf miðað við samband milli
tveggja GSM síma og alltaf tekið mið af
hæsta taxta. Hægt er að komast á lægri
taxta hjá báðum með því að hækka
mánaðargjaldið. Það sem vekur athygli
er lágur taxti milli tveggja GSM síma
sem báðir eru hjá Tali en þeir tala alltaf
saman á kvöld- og helgartaxta. Land-
ssíminn beitir sama bragði með því að
það er rúmri krónu dýrara fyrir við-
skiptavini hans að hringja í viðskipta-
vini Tals. Þegar það er haft í huga að
korthafar hjá Landssímanum eru um
47 þúsund en innan við 1.000 hjá Tali
er ljóst að þessi verðmunur er léttvæg-
ur í samanburðinum.
Þótt margir liðir í gjaldskránni og
fjöldi valmöguleika á þjónustusviði
geri beinan samanburð erfiðan er ljóst
að möguleikar neytenda á því að sníða
símakostnað að eigin þörfum hafa
aukist með tilkomu samkeppninnar.
Gegnumsneitt sýnist verðmunurinn
vera 8-10% Tali í vil.
HVAÐ SEGJA ÞEIR UM SAMKEPPNINA?
Þótt undirtektir við þjónustu Tals
hafi verið góðar fyrstu vikuna má telja
víst að margir hafi búist við meiri
verðlækkun og harðari samkeppni í
verði en raunin hefur orðið.
Arnþór Halldórsson, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf,
sagði í samtali við Fijálsa verslun að
unnið væri hörðum höndum að út-
breiðslu þjónustunets Tals. Enn sem
komið er nær netið frá Selfossi til
Akraness en þó vantar t.d. Grindavík
enn inn á og enn eru vandræðasvæði
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
skuggar myndast. Þetta eru einkum
Kópavogsdalur, Mjódd og Arbær.
Samkvæmt skilyrðum, sem sam-
gönguráðuneytið setti Tali, á þjónusta
þess að ná til 80% landsmanna innan
ijögurra ára og sagði Arnþór að þau
skilyrði yrðu uppfyllt á mun skemmri
tíma.
„Við viljum að kerfið sé tæknilega
fullkomið áður en við förum í harða
samkeppni. Við leggjum áherslu á
þjónustuna og það að kenna fólki að
Samanburdur á símakostnaói
íEvrópu og Bandaríkjunum í ísl. kr. 1997
0 100 200 300 400
Bandaríkin
Evrópa*
Austurríki
Frakkland
Þýskaland
Ítalía
Holland
Spánn
Svíþjóð
Bretland
ísland
Þessi tafla sýnir farsimakostnað á ís-
landi samanborið við önnur lönd miðað
við 10 mínútur á dagtaxta en gjaldskrá-
in hérlendis hefúr eitthvað breyst síðan
þessi samanburður var gerður.
nýta símann og möguleika hans því
aukin þekking leiðir til hagkvæmari
notkunar.“
Arnþór gagnrýndi ýmislegt í sam-
Breidd: 41cm
Hreð: 51cm
Dýpt: 47cm
rhinni 4 • 108 ReyUjavíU
533 3500 • Fax: 533 3510
29