Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1998, Blaðsíða 29
FRÉTTASKÝRING BERUM SAMAN SKRÁRNAR? Fijáls verslun kynnti sér gjaldskrá beggja fyrirtækjanna og reyndi að gera á henni samanburð eins og meðfylgj- andi töflur sýna. Skipta má samkeppn- inni í þrennt. Einn hlutinn felst í grunn- gjaldi, þ.e. símakorti, en þar er Land- síminn með tæplega 25% hærra verð. Sáralítill munur eða 33 krónur er á lægsta mánaðargjaldi. Þegar horft er á mánaðargjaldið er rétt að hafa í huga að bæði fyrirtækin bjóða ýmsar útgáfur af gjaldskrá sem eiga það sameiginlegt að því meira sem menn telja sig nota sím- ana því lægra verð fá þeir á mínútu en þá hækkar fast afgjald á móti. Þegar borin eru saman ýmis gjöld fyrir þjónustu eins og talhólf, texta- skilaboð og sitthvað fleira verður sá samanburður Tali mjög hagstæður, sérstaklega á ársgrundvelli, enda er fyrirtækið að bjóða ókeypis þjónustu sem þarf að greiða fyrir hjá Landssím- anum. Þannig er auðvelt að taka sam- an pakka af þjónustuþáttum og kom- ast að því að pakkinn kosti tæpar 9.500 krónur hjá Landssímanum en tæpar 4.000 krónur hjá Tali, á árs- grundvelli. Dýrustu liðirnir í jrjónust- unni eru talhólf og textaskilaboð og ef þeir eru undanskildir er munurinn um 1.500 krónur á ári. Þá er komið að því sem vegur þyngst sem er gjald fyrir hveija mín- útu. I þeirri litlu töflu sem hér er sett upp er alltaf miðað við samband milli tveggja GSM síma og alltaf tekið mið af hæsta taxta. Hægt er að komast á lægri taxta hjá báðum með því að hækka mánaðargjaldið. Það sem vekur athygli er lágur taxti milli tveggja GSM síma sem báðir eru hjá Tali en þeir tala alltaf saman á kvöld- og helgartaxta. Land- ssíminn beitir sama bragði með því að það er rúmri krónu dýrara fyrir við- skiptavini hans að hringja í viðskipta- vini Tals. Þegar það er haft í huga að korthafar hjá Landssímanum eru um 47 þúsund en innan við 1.000 hjá Tali er ljóst að þessi verðmunur er léttvæg- ur í samanburðinum. Þótt margir liðir í gjaldskránni og fjöldi valmöguleika á þjónustusviði geri beinan samanburð erfiðan er ljóst að möguleikar neytenda á því að sníða símakostnað að eigin þörfum hafa aukist með tilkomu samkeppninnar. Gegnumsneitt sýnist verðmunurinn vera 8-10% Tali í vil. HVAÐ SEGJA ÞEIR UM SAMKEPPNINA? Þótt undirtektir við þjónustu Tals hafi verið góðar fyrstu vikuna má telja víst að margir hafi búist við meiri verðlækkun og harðari samkeppni í verði en raunin hefur orðið. Arnþór Halldórsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Tals hf, sagði í samtali við Fijálsa verslun að unnið væri hörðum höndum að út- breiðslu þjónustunets Tals. Enn sem komið er nær netið frá Selfossi til Akraness en þó vantar t.d. Grindavík enn inn á og enn eru vandræðasvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem skuggar myndast. Þetta eru einkum Kópavogsdalur, Mjódd og Arbær. Samkvæmt skilyrðum, sem sam- gönguráðuneytið setti Tali, á þjónusta þess að ná til 80% landsmanna innan ijögurra ára og sagði Arnþór að þau skilyrði yrðu uppfyllt á mun skemmri tíma. „Við viljum að kerfið sé tæknilega fullkomið áður en við förum í harða samkeppni. Við leggjum áherslu á þjónustuna og það að kenna fólki að Samanburdur á símakostnaói íEvrópu og Bandaríkjunum í ísl. kr. 1997 0 100 200 300 400 Bandaríkin Evrópa* Austurríki Frakkland Þýskaland Ítalía Holland Spánn Svíþjóð Bretland ísland Þessi tafla sýnir farsimakostnað á ís- landi samanborið við önnur lönd miðað við 10 mínútur á dagtaxta en gjaldskrá- in hérlendis hefúr eitthvað breyst síðan þessi samanburður var gerður. nýta símann og möguleika hans því aukin þekking leiðir til hagkvæmari notkunar.“ Arnþór gagnrýndi ýmislegt í sam- Breidd: 41cm Hreð: 51cm Dýpt: 47cm rhinni 4 • 108 ReyUjavíU 533 3500 • Fax: 533 3510 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.