Frjáls verslun - 01.05.1998, Side 42
Með helstxi stjórnendum Byko. Frá vinstri: Pétur Andrésson, firkstj. innkaupa- og
flutningasviðs, Hallgrímur Ingólfsson, frkstj. verslanasviðs, Jón Helgi
Guðmundsson forstjóri, Sigurður E. Ragnarsson, irkstj. timburdeilda, og Brynja
Halldórsdóttir fjármálastjóri.
að fást við þann rekstur sem þegar hefur
verið fjallað um, en nú síðast tóku forstjóri
Byko og samstarfsmenn upp á því að opna
stórverslun með raftæki í Smáranum í
Kópavogi. Félag sem er að fullu í eigu
Byko var stofnað um rekstur Elko risans.
Þótt ýmsum hafi þótt rekstrinum þar ýtt úr
vör eins og hendi væri veifað þá var búið
að undirbúa jarðveginn í talsverðan tíma,
eða um fiögur ár, áður en sprengjunni var
varpað, keppinautum til lítillar ánægju.
Jón Helgi segist lengi hafa fylgst með
raftækjamarkaðnum áður en hann skarst í
leikinn. Hann heimsótti dóttur sína við
nám í Boston og sá hvernig raftækjamark-
aðurinn var þar. I Evrópu, annars staðar en
á íslandi, hafi svipaður háttur verið hafður
á. Breyting var orðin á uppbyggingu raf-
tækjamarkaðarins.
Akvörðun um að láta til skarar skriða
var tekin fyrir um einu og hálfu ári og nei,
nei, hann segir ekki hafa verið erfitt að
þegja yfir áformunum.
FIMM MILUARÐA MARKAÐUR FYRIR
UTANVSK
„Hér á íslandi hafði þessi markaður
ekkert þróast. Eg held að þetta hafi ekki
verið spurning um hvort, heldur bara
hvenær og hver færi í svona dæmi.” Grein-
arhöfúndur nefnir að tæpast geti allir sam-
þykkt orð hans um að ekkert hafi breyst á
íslenskum raftækjamarkaði árum saman.
Tilboð séu til dæmis algengari en áður, svo
eitthvað sé nefnt. „Vissulega er það. Vafa-
laust hafa menn gert tilraunir til breytinga.
Eg held því nú samt fram að með tilkomu
Elko hafi orðið veruleg breyting á raftækja-
markaðnum. Það þarf slagkraft til að geta
gert þetta. Framkvæmdin krefst tölu-
verðra fjármuna og sfyrks. Tugi milljóna
þarf til. Húsið, sem þarf að innrétta, er
stórt og með mikinn lager. Fjármagna þarf
reksturinn, söluna og svo framvegis.”
Jón Helgi er ósáttur við þá umræðu
sem verið hefur í fjölmiðlum í tengslum við
útþenslu á raftækjamarkaðnum. Honum
finnst lítið gert úr landsmönnum. „Viðtöl
hafa verið við sálfræðinga, skáld og alls
konar fólk þar sem reynt er að skilgreina
hvað hrærist í hugum íslendinga þegar
þeir hlaupa til eins og þegar við opnuðum
og þegar BT tölvur opnuðu, þótt það hafi
verið aðeins annars eðlis. Menn hafa spurt
hvort ekki hafi verið til raftæki í landinu og
hvort Islendingar hafi tapað glórunni. Eg
held að fólk hafi skynjað að þarna var
breyting og raunveruleg tilboð. Islenski
raftækjamarkaðurinn, fyrir utan virðis-
aukaskatt, nemur fimm til sex milljörðum
króna og það er fyrir utan allt sem fólk hef-
ur flutt sjálft inn í landið. Það þarf ekki
miklar sviptingar á markaðnum til að röð
verði í einni verslun.” Jón Helgi telur enga
skynsamlega umræðu hafa átt sér stað um
þá breytingu sem er að verða heldur hafi
verið reynt að gera lítið úr mönnum.
„Eg held að íslendingar séu mjög vel að
sér og fljótir að skynja hlutina. Þess vegna
höfum við kannski átt þessari velgengni að
fagna. Það var tímabært að koma svona
markaði hér á fót. Við erum komnir til að
vera, með Elko. Það er ekki tímabundið að
boðið sé upp á lágt verð. Við ætlum að vera
með samkeppnisfært verð á okkar vöru og
alls ekki lakara vöruverð en í sams konar
mörkuðum í löndunum í kringum okkur.”
ELKO AÐ NORSKRIFYRIRMYND
Elko fær ákveðna uppsetningu og þjón-
ustu frá Elkjöb, stóru fyrirtæki í Noregi,
fyrir tilstilli viðskiptasamnings.
Jón Helgi segir Norðmenn hafa varað
við þeirri umræðu sem orðið hafi, þvi þeir
þekktu hana af eigin raun. „Norðmenn
hafa nú seint talist miklir æsingamenn en
svona taka þeir því líka þegar eitthvað
bitastætt er í boði. Við megum alls ekki
gera lítið úr fólki. Frekar ættu menn að
átta sig á að fólk gerir sér grein fyrir því ef
því býðst eitthvað áhugavert. Bónusversl-
anirnar byggðust í raun upp á þessu. Þær
brutu blað og breyttu uppbyggingu mark-
aðarins. Við höfum einnig verið að gera
það.”
Mun smærri verslunum þá ekki fækka
verulega? ,Auðvitað má búast við að þeim
fækki eitthvað en það fer einnig eftir því
hvaða þjónustu menn veita. Við höfum til
dæmis ekkert verið á þessum stofnana-
markaði með eldavélar eða því um líkt.”
Var erfitt að anna eftirspurn í fyrstu?
Já, það var erfitt því við renndum mjög
blint í sjóinn. Við gátum ekki vitað hvaða
móttökur við fengjum. Þær voru vonum
BYKO OPNAR ELKO
„Ég vona að íslendingar kaupi núna raftæki í meira mæli hérlendis. Þetta er gjör-
breyttur markaður - með lágt vöruverð. Það ætti að heyra sögunni til að sjá fólk
burðast með sjónvarpstæki, sem það stendur varla undir, í gegnum tollinn.”
TIMBURVINNSLAN í LETTLANDI
Byko rekur umfangsmikla timburvinnslu í Lettlandi, Byko-lat, og selur umtalsvert
magn timburs til Hollands, Belgíu, Bretlands og Danmerkur - auk íslands. Fyrirtækið
er að tvöfalda afkastagetuna. Stefnumörkun Byko er skýr; frekari framsókn verður
fyrst og fremst erlendis.
42