Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 53

Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 53
FRÉTTASKÝRING arsjóðum hingað til fengið maka- og barnalífeyri en eftir breyting- una með nýju lögunum er öllum sjóðunum skylt að bjóða þessa tryggingu. Misjaíht er eftir sjóðum hvaða réttindi þeir veita varðandi makalífeyri en yfirleitt greiðist makalífeyrir í 2 ár eftir lát sjóðfé- laga, eða þar til yngsta barnið er orðið 18 ára Oágmarkstími). Sé fólk þvi barnlaust fær makinn bara lífeyri í 2 ár og einnig ef börn eru eldri en 18 ára. LÍFEYRIR OG LÍFTRYGGING Eftir lagabreytinguna geta séreignasjóðir valið um þrennt; að stofna sameignarsjóð eða deild; að gera samning við ákveðinn sameignarsjóð um að taka við lágmarksréttindum vegna sjóðfé- laga sinna; eða að kaupa kaupa tryggingar hjá tryggingafélagi. Frjálsi lífeyrissjóðurinn var með þeim fyrstu sem bauð upp á þá þjónustu að fólk gæti keypt sér líftryggingu, sjúkratrygg- ingu og/eða slysatryggingu og borgað íyr- ir hana af inneign sinni í sjóðnum, þ.e. að sjóðurinn greiddi trygginguna fyrir fólk. Þetta hvattí fólk tíl að taka sér þessar trygggingar og síðan hafa all- flestir séreignarsjóðirnir tekið upp þessa þjónustu. Þetta á þó ekkert skylt við lífeyri og kemur ekki í staðinn fyrir slíkar greiðslur. Þetta fyrirkomulag er hinsvegar hagkvæmt fyrir fólk ef það er í séreignarsjóði því það gefur þeim skattfrestun af tekjunum þar, þ.e. fólk greiðir tryggingariðgjöldin án þess að borga tekjuskatt af peningunum sem í þær fara. Með þessu mótí er hægt að tvinna saman sparnað og tryggingar. STÓRAUKIN SAMKEPPNI Lagabreytingarnar kalla á stóraukna samkeppni á markaðn- um. Þær opna nýja möguleika á ýmsum sviðum og gera það að verkum að harðar verður bitist um viðskiptavinina. Séreignarsjóð- ir verða að stofna sameignardeildir eins og lífeyrissjóðir og öfúgt ef þeir ætla að halda í sjóðfélaga sína. Sjóðirnir koma því tíl með að keppa um tvennt, annars vegar um séreignardeildirnar, þ.e.a.s. prósenturnar sem renna í séreign og ávöxtun þeirra, og hins vegar um hversu háa prósentu þurfi til að uppfylla lágmarkstryggingaverndina (því lægri því meira getur fólk sett i séreign) eða með því að veita meiri tryggingavernd en 56% (t.d. 60%). Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn hafa aukið fjölbreytnina enn frekar með því að taka upp aldurstengda öflun réttinda í sjóð- unum. Áunnin réttíndi eru þá mismunandi eftír aldri og háð þvi hve iðgjöld sjóðfélaga eiga eftír að ávaxtast lengi áður en ellilífeyr- istaka hefst. Öflun réttínda er m.ö.o. ekki jöfn alla starfsævina eins og nú er algengast heldur fær sjóðfélaginn meiri rétt því yngri sem hann er þegar hann byrjat' að greiða því þá hefur lífeyrissjóð- urinn iðgjöldin lengur tíl ávöxtunar. Það eru því miklar hræringar á þessum markaði í dag og fólk mun að líkindum velta þessum hlutum betur fyrir sér í náinni framtíð. Vinnandi fólki er alltaf að fækka, þ.e. þjóðin er að eldast og starfsævin er að styttast. Fólk er lengur í skóla og fer e.t.v. fyrr á ellilífeyri. Umræðan á því eftír að verða virkari og það má búast við enn frekari þróun á næstu árum í framhaldi af því. 53 STÓRAUKIN SAMKEPPNI Nýju lögin kalla á stóraukna samkeppni á markaðnum. Harðar veröur bitist um viðskiptavinina. Séreignasjóðirnir munu stofna sameignadeildir og öfugt. TAKMARKANIR TÍMASKEKKJA Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, fagnar heildarlöggjöf um lífeyrismál en segir lögin tvíræd ogýmsar takmarkanir í þeim tímaskekkju. Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs, hefur komið mjög að lífeyrismálum á undanförnum árum. Hún metur hér nýju lögin. □ að er jákvætt að heildarlöggjöf um lífeyrismál hafi litíð dagsins ljós. Lögin eiga að tryggja að allir launþegar og sjálfstætt starfandi aðilar tryggi sér lágmarkslífeyri bæði hvað varðar elli- og örorkulffeyri. Þau taka gildi þann 1. júlí næst- komandi, en lífeyrissjóðir hafa frest til 1. júlí 1999 tíl að aðlaga sig að breytingunum. Þannig gætu t.d. þeir sem greiða í séreignar- sjóði haldið því áfram óbreytt í eitt ár enn, þrátt fyrir ákvæði um lágmarkstryggingavernd,” sagði Brynhildur Sverrisdóttír, fram- kvæmdastjóri Fjárvangs. „Að mínu matí er það hins vegar ókostur við lögin hversu tví- ræð þau eru, það er erfitt að túlka sum ákvæði og mér finnst þau enn ekki gefa fólki nærri nógu mikið frelsi til að velja sér sjóð þrátt fyrir að það hafi aukist nokkuð. Það er ennþá of bundið við kjara- samninga og þar með stéttarfélög. Eg tel líka að ákvæði um lágmarkstryggingavernd séu of ströng. Ég hefði kosið að hún miðaðist ffemur við upphæð en prósentur, þ.e.a.s. að allir þyrftu e.t.v. að tryggja sig fyrir ákveðinni upphæð á mánuði, t.d. 120 þúsund krónum, og láta upphæðina t.d. fylgja 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.