Frjáls verslun - 01.05.1998, Qupperneq 64
Frá sýningu á verkum Errós í Hafnarhúsinu.
.....Listir nipiiiiin?....................
mönnum. Svo ég tali nú ekki um myndirnar af
Japönum að brynna folum sínum í vínkeldum fag-
urra meyja, sem nú hanga innan um Kjarvalsverk
og Asgrims á svokölluðum betri heimilum, til þess
fallin að gera aðkomufólk kjaftstopp. Vegna Erró
hafa verk yngri listamanna, sem beita ekki ósvipuð-
um aðferðum við gerð mynda sinna, einnig ratað
upp á veggi stofnana sem áður fúlsuðu við öðru en
„gömlu meisturunum”.
Þetta eru mikil og snögg umskipti og væri
ómaksins vert að taka þau til rannsóknar á vettvangi
menningarfræða. Ait um það er týndi sonurinn orð-
inn einn af landsins bestu sonum, sýningar hans
draga að sér legíó gesta og væntanlegt safn í Hafn-
arhúsi verður til að gulltryggja stöðu hans innan ís-
lenskrar myndlistar.
Erró á heljarslóð
að kæmi mér hreint ekki á óvart að þegar upp er staðið hafi
Guðmundur Erró haft meiri og djúpstæðari áhrif á íslensk-
an myndlistarsmekk heldur en samanlögð SÚM-hreyfing-
in, villtu málararnir og allt ungviðið sem fylgdi í kjölfarið.
Arið 1978, þegar ég setti upp fyrstu stórsýningu Errós á íslandi
um þrettán ára skeið, var auðséð að þrátt fyrir ómælda forvitni
hérlendra áhorfenda um afköst listamannsins og persónulega
hagi, vissu þeir ekki hvernig þeir áttu að bregðast við vinnu-
brögðum hans, ívitnanastefnu, ýkjustíl, teiknimyndahrærigraut
og þeirri skrumskælingu ofbeldis og kynlífs sem myndir hans
voru sneisafullar af. Ef ég man rétt seldust einungis fimm mynd-
ir, og voru þær þó á „íslensku” verði. Kaupendur komu ekki úr
röðum viðurkenndra listáhugamanna, heldur fólks í viðskiptalíf-
inu, kunningja og ættingja listamannsins. Listasafn íslands,
bijóstvörn opinbers listasmekks, hafði engan áhuga á að bæta
nýju verki eftir Erró við það eina verk eftir hann sem það átti fyr-
ir.
Upphafhing Errós hér heima hófst fyrir alvöru með sýning-
unni á verkum hans sem haldin var í Norræna húsinu árið 1982.
Var þá að störfúm svo dugleg auglýsingamaskína undir stjórn
Hrafhs Gunnlaugssonar að sýningin seldist nánast upp. Var því
fleygt að Listasafh Islands, enn áhugalítið um þennan týnda son
íslenskrar myndlistar, hefði fengið um það ordrur að ofan að
kaupa af honum verk. Sem var gert.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um framhaldið. Nema það að
í dag má sjá villtustu samsetningar Errós uppi um alla veggi hjá
sómakærum Islendingum og virðulegum íslenskum stofnun-
um. Léttklæmnar myndir hans í teiknimyndastíl hanga
bankaútibúum, yfir hausamótunum á vandlátum gjaldkerum
með samanherptar varir, tryllingsleg tilbrigði hans um
stjörnustrið og heimsendi skreyta stjórnarherbergi fyr-
irtækja þar sem reglulega er fundað um milljónavið
skipti og jafnvel má sjá glaðhlakkalegar hyllingar lista-
mannsins til franskra stjórnleysingja og ofstopa-
manna inni á gafli hjá góðum og gegnum íhalds-
Tilhugsunin um aldahvörf
Erró hefur hvergi slegið af á undanförnum
árum. I miklum doðranti sem gefinn var út í tengsl-
um við sýninguna í Hafnarhúsinu — að ógleymdri
sýningunni í Gallerii Sævars Karls — kemur í ljós að
frá 1984 og til 1998 hefúr hann sett saman hvorki fleiri né færri
en 1857 myndverk, sem gera um það bil 11 verk á mánuði, olíu-
málverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafikverk og veggmyndir í
opinberum byggingum. Þetta eru ótrúleg afköst hjá sextíu og
sex ára gömlum manni sem leggst í ferðalög á nokkurra vikna
fresti og er þar að auki samkvæmisljón hið mesta.
Eftir nýjustu verkum Errós að dæma er engu líkara en tíl-
hugsunin um aldahvörf og nýtt árþúsund hafi vakið með honum
löngun til allsheijar uppgjörs við samtíð sína. Vissulega eru þessi
verk skemmtíleg, fyndin, litrík og frökk. En þó er í þeim broddur
sem erfitt er að horfa framhjá. Jafnvel þótt fjöldi þeirra sé yfir-
þyrmandi. Sérhver þessara mynda er eins konar Heljarslóðaror-
usta, morandi af geipilegum karl- og kvenhetjum, ættuðum úr
kaldhæðnislegum teiknimyndaseríum, í bijálæðislegri baráttu
við forynjur og tröll. I þessum myndum eru allir fréttnæmir at-
burðir, allt frá Flóabardaga tíl náttúrulegra hamfara, skrum-
skældir og allt sem heitír hetjuskapur sömuleiðis. Ærlegar hvat-
ir og kenndir eru ýmist gerðar hlægilegar eða snúast upp i and-
hverfúr sínar, og sérhver tilraun „bestu manna” tíl að hafa áhrif á
gang heimsins breytist umsvifalaust í ómerkilegt Hollívúdd-
drama. Með því að afbaka og steypa saman heistu tuggum, klisj-
um og ranghugmyndum i myndrænu formi sem grassera í sam-
timanum, þökk sé ímyndarfræðingum og fjölmiðlum, og hvolfa
þeim yfir okkur í málverkum eins og barokklistamenn gerðu
með íburðarmiklum listaverkum sínum og byggingum, flettír
listamaðurinn ofan af þeim og neyðir okkur tíl að horfast i
augu við þær.
Það má vel vera, eins og póstmódernistar hafa haldið
fram, að dagar hetjunnar séu taldir. En er ekki eitthvað
hetjulegt við linnulausa — og auðvitað vita vonlausa -
viðleitni Errós, þessa berserks ofan af íslandi, að elta
uppi allar kiisjur og tuggur sem vitundariðnaðurinn
getur af sér og ganga af þeim dauðum í málverki?
Hann lengi lifi! S5
64
Erró í HafnarJnísinu,