Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 76

Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 76
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgublaðsins: „í raun og veru vorum við Gunnar Bergmann að framkvœma óskir og hugmyndir Birgis heitins Kjaran. “ FV-myndir: Geir Olajsson. Þátlaskíl í umtjöllun fjölmiðla um viðskípti Styrnir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var ritstjóri Frjálsrar verslunar á árunum 1963 til 1964 ásamt Gunnari Bergmann. ími minn sem ritstjóri Fijálsrar verslunar var ekki langur. Þetta var hlutastarf með námi mínu í Háskóla Islands. Aðdragandi þess að ég tók ritstjórastarfið að mér var sá að ég hafði verið starfandi í Sjálfstæðisflokknum allt frá því að ég lauk stúdentsprófi. Þegar ég hóf þátttöku í flokksstarfi má segja, að Birgir heitinn Kjaran hafi tekið mig upp á sína arma og sýnt mér mikla vinsemd. Eg hef alltaf talið að það hafi verið vegna þess að hann og faðir minn, og raunar föðurfjöl- skylda mín að töluverðu leyti, höfðu átt samleið í öðrum stjórnmálasamtökum sem hér störfuðu um skeið fyrir stríð. Birgir var þróttmikill og eftirminnilegur forystumaður í stjórnmálum, sem hefði átt að komast til meiri áhrifa. A milli okkar hélzt samband til æviloka hans,“ segir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins. „Gunnar Bergmann var einnig ritstjóri Frjálsrar verslunar á sama tíma. I raun og veru vorum við Gunnar að framkvæma óskir og hugmyndir Birgis. Mig minnir að ég hafi haft mest gaman af því að skrifa leiðara í Fijálsa verslun og koma þar á framfæri eigin hugmyndum um stjórn- málaástandið á þeim tíma,“ segir Styrmir. GJÖRBREYTT VIÐSKIPTALÍF „Samskipti viðskiptalífs og fjölmiðla hafa gjörbreytzt. Eg tel að það hafi orðið þáttaskil þegar Morgunblaðið hóf útgáfu á sérstöku viðskiptablaði um miðjan síðasta áratug. Þá var farið að fjalla um viðskiptalíf- ið með öðrum hætti en gert hafði verið. Fram að þeim tíma höfðu bæði dagblöð og aðrir fjölmiðlar tilhneigingu til að líta þannig á að umfjöllun um viðskiptalífið og einstök fyrirtæki væri auglýsingastarfsemi fýrir viðkomandi fýrirtæki. Menn voru mjög varir um sig þegar fyrirtæki áttu í hlut Með útgáfu Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins fóru menn að sjá viðskiptalífið í nýju ljósi. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra áttu í byrjun erfitt með að laga sig að þessari breytingu. Eg var í símanum á hverjum fimmtudegi í tvo mánuði að út- skýra fyrir reiðum forstjórum að umflöllun um keppinauta þeirra væri af fréttalegum ástæðum en ekki væri um að ræða tilraun til að auglýsa þessi fýrirtæki upp. Það er lít- ið um slík viðbrögð nú, þótt þau komi alltaf við og við. Víðtæk umfjöllun um viðskipta- lífið á síðum Morgunblaðsins, í Viðskipta- blaðinu, sem OIi Björn Kárason stofnaði, í Frjálsri verslun og í öðrum fjölmiðlum, hef- ur orðið til þess að gjörbreyta viðhorfi al- mennings til fyrirtækja og starfsemi þeirra. Raunar tel ég að útgáfa okkar á Verinu, sérblaði um sjávarútvegsmál hafi haft sömu áhrif og eflt skilning almennings á mikilvægi sjávarútvegs fýrir þjóðarbú- skap okkar. Fijáls verslun hefur breytzt mikið á undanförnum árum og á sinn þátt í þessari þróun. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá joví að það eru ákveðin vandamál því samfara fyrir ijölmiðla að fjalla um við- skiptalífið hér á landi. Návígið í þjóðfélagi okkar veldur því. Fjölmiðlarnir þurfa auð- vitað að fjalla á gagnrýnni hátt um við- skiptalífið og einstök fyrirtæki en þau gera, en vandamálin sem af því leiða eru marg- vísleg. Stjórnmálamenn eru tilbúnari til að taka gagnrýni en forsvarsmenn fýrirtækja. Eg er þeirrar skoðunar að þetta hái umfjöllun um viðskipti í fjölmiðlum. Við þurfum að þróa viðskiptablaðamennsku og ná betri tökum á því að fjalla á faglegan hátt um fyrirtæki, stöðu þeirra og aíkomu ekki sísttil þess að upplýsa almenning sem er að fjárfesta í þessum sömu fyrirtækjum. En til þess þarf blaðamenn með sérþekk- ingu í viðskiptamálum, viðskiptafræðinga og hagffæðinga. Það er ekki auðvelt fyrir fjölmiðla að fá menn með þá sérþekkingu til starfa, enda æskilegast að þeir hafi einnig reynslu í blaðamennsku. Frjáls verslun er auðvitað allt annað blað en það var fyrir rúmum þrjátíu árum. Það er orðið metnaðarfullt viðskiptatímarit og hefur mjög ákveðnu hlutverki að gegna. Eitt af því jákvæða sem Fijáls versl- un gerir, er að draga fram í sviðsljósið nýtt, ungt fólk sem er að hasla sér völl í við- skiptalífinu. Almennt finnst mér Frjáls verslun gott blað og merkilegt hve langa sögu það á að baki,“ segir Styrmir. (11 Hins vegar er ekki hægt aö iíta fram hjá því aö þaö eru ákveðin vandamál því samfara fyrir fjöimiðla aö fjalla um viöskiptalífiö hér á landi. Návígið í þjóöfélagi okkar veldur því. TEXTI: ISAKORN SIGURÐSSON 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.