Frjáls verslun - 01.01.1999, Qupperneq 83
Ein þeirra, Kröfluvirkjun, var reist á
kraumandi eldijalli þrátt fyrír eindregnar
viðvaranir jarðfræðinga. Utllutningur
tveggja stærstu og orkufrekustu stóriðju-
íyrirtækjanna, Álfélagsins og Járnblendifé-
lagsins, nam einum tíunda af heildarút-
flutningi þjóðarinnar á vörum og þjónustu
1997. Ný stóriðja mun væntanlega auka
hlut iðnaðar í heildarútflutningi á næstu
árum og draga úr vægi sjávarútvegs að
sama skapi.
INNGANGAN í EFTA
Snemma á viðreisnarárunum var hugs-
anleg aðild Islands að Evrópusambandinu,
eins og það heitir nú, rædd í alvöru á ríkis-
stjórnarvettvangi í eina skiptið í lýðveldis-
sögunni. Full aðild heíði útheimt beint
veiðigjald í stað hins óbeina veiðigjalds,
sem fólst í tollheimtu af innflutningi og
meðfylgjandi hágengisstefnu, eins og
Bjarni Bragi Jónsson benti á í umræðum
um málið 1962. Aðild að Evrópusamband-
inu hefði samkvæmt eðU málsins gert okk-
ur skylt að afinema innflutningsverndina
og þá heíði veiðigjald legið beint við til að
tryggja viðunandi sambúð sjávarútvegs við
iðnað, verzlun og þjónustu. Af þessu varð
þó ekki, heldur var hitt látið duga að ganga
með semingi inn í EFTA1970 (Framsókn-
arflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um
máUð á alþingi), enda höfðu Danir, Norð-
menn, Svíar og Finnar þá ekki heldur árætt
að ganga alla leið inn í Evrópusambandið.
Það er álitamál eftir á að hyggja hvort efni
séu til þess að áfellast viðreisnarstjórnina
íýrir að búa Islendinga ekki strax undir
inngöngu í Evrópusambandið 1973, ásamt
Bretum, Dönum og Irum, frekar en að láta
aðild að EFTA duga. Inngangan í EFJA
var eigi að síður afar mikilvæg, því að án
hennar heíðu utanríkisviðskiptin orðið
mun daufari, og efnahagslíf landsins heföi
þá setið fast í miklu óhagstæðari farvegum
en raun varð á.
FISKVEIÐILÖGSAGAN 0G KVÓTAKERFIÐ
Utfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 sjó-
mílur 1976 markaði einnig mikilsverð
tímamót. Hún skapaði þjóðinni einstök
skilyrði til að auka til muna tekjur sínar af
fiskimiðunum umhverfis landið og til að
fénýta miðin á miklu hagkvæmari hátt en
ella. Samt er skerfur sjávarútvegsins til
þjóðarbúsins nú engu meiri hlutfallslega
en hann var fýrir útfærsluna 1976, þrátt fyr-
ir stórauknar úthafsveiðar undanfarin ár,
og skuldir útvegsins hafa aldrei veríð meiri
en nú miðað við landsframleiðslu, þótt
undarlegt megi virðast eftir allt sem á und-
an er gengið. Þrátt fýrir þá miklu framför,
sem felst í frjálsum viðskiptum með veiði-
heimildir síðan 1990 eigum við enn eftir að
gefa markaðsöflunum lausan tauminn í
sjávarútvegi með því að taka upp veiðigjald
í einhverri mynd og leyfa útvegsmönnum
þannig að keppa á jalhræðisgrundvelli um
veiðiréttinn á frjálsum og heilbrigðum
markaði í stað þess óhagkvæma og rang-
láta úthlutunarkerfis, sem enn stendur,
bótt allar líkur virðist nú benda til þess að
Hæstiréttur muni ryðja því endanlega úr
vegi innan tíðar.
MENNTABYLTINGIN
Utgjöld ríkisins til menntamála hafa
aukizt um 150% umfram landsffamleiðslu
síðan i stríðslok 1945. Mest var aukningin
á 7. áratugnum, en síðan þá hafa mennta-
málaútgjöld ríkis og byggða aukizt aðeins
lítillega umfram landsframleiðslu. Auknar
íjárveitingar til menntamála eftir 1960
héldust í hendur við róttækar skipulags-
breytingar svo að til að mynda rannsóknir
og þróunarstarf efldust einnig til muna
með tímanum. Þessi umskipti-ásamt tvö-
földun ríkisútgjalda tíl almannatrygginga
og velferðarmála (og einnig til landbúnað-
armála!) um svipað leytí-voru tjármögnuð
með því að taka sjávarútveginn af beinu
ríkisframfæri, enda voru ríkisútgjöld til út-
vegsmála skorin niður úr 43% af heildarút-
gjöldum ríkisins 1959 í 3% 1961.* Þessum
breytingum fylgdi þó ekki sýnilegur áhugi,
hvorki af hálfu almennings né yfirvalda, á
að hlúa að einkaframtaki og markaðslausn-
Þessi nánast óvelkomni innflutning-
ur á verkþekkingu reyndist þjóðinni,
þegar upp var staðið, trúlega meira
virði en allur stríðsgróðinn.
Útgjöld ríkisins til menntamála hafa
aukist um 150% umfram landsfram-
leiðsu síðan í stríðslok 1945.
Máttur frjálsra millilandaviðskipta er
ekki bundinn við vörur, þjónustu,
fólk og fé. Fyrirtæki geta leitað
réttar síns fyrir Eftirlitsstofnun EFTA
og EFTA-dómstólnum.
6 Q//Y/afmæli
um í menntamálum. Eigi að síður var með
þessu átaki lagður grunnur að nýrri fram-
sókn fræða og vísinda á Islandi, sem ekki
sér enn íýrir endann á. Þetta varðar verzl-
unarsöguna, því að meiri og betri menntun
og rannsóknir eru ávísun á aukin viðskiptí
við umheiminn og öfugt.
VAXTAFRELSIÐ 0G
FJÁRMÁLABYLTINGIN
Verðbólguhrinan á 8. og 9. áratugnum
varð til þess að stjórnvöld sannfærðust
loksins um nauðsyn þess að sleppa hend-
inni af vaxtaákvörðunum viðskiptabank-
anna. Vextír voru gefnir frjálsir 1986. Þetta
varð til þess að raunvextir og almenn verð-
trygging komust á svo að Islendingar hafa
átt þess kost æ síðan að ávaxta sparifé sitt
með eðlilegum hætti. Með þessu var að
miklu leytí tekið fyrir möguleika stjórn-
málamanna á að hleypa verðbólgunni aftur
upp með gamla laginu tíl að flytja fé frá
spariíjáreigendum tii vel séðra skuldara og
ýmissa útvalinna óreiðumanna. Þá var um
leið lagður grunnur undir erlend viðskiptí
með innlend verðbréf. Hagur af frjálsum
viðskiptum er ekki bundinn við vörur og
þjónustu því að frjáls ijármagnsviðskiptí
geta einnig skilað drjúgri búbót, þótt þau
geti einnig leitt til sveillugangs á gjaldeyr-
ismörkuðum, einkum í smáríkjum.
Nokkru áður en vextirnir voru gefnir
frjálsir gerðist annað sem átti eftir að ger-
breyta landslaginu á fjármálamarkaði. Ný
fjánnálafyriilæki, þar á meðal Fjárfesting-
arfélagið og Kaupþing, hófu göngu sína á
íýrri hluta 9. áratugarins og miðluðu lánsfé
til einstaklinga og lýrirtækja sem áttu ekki
aðgang að ríkisbönkum og sjóðum. Þessi
uppreisn gegn ríkisbankakerfinu áttí ef-
laust nokkurn þátt í því að vaxtafirelsið
fékkt. Nýju einkaflármálafýrirtækin riðu á
vaðið með hverja nýjungina á fætur
annarri, öðrum þræði í óþökk ríkisvaldsins
og bankanna. Þau byggðu til dæmis upp
öíluga hlutabréfasjóði og hafa haldið þessu
frumkvæði æ síðan, enda þótt bankar og
sparisjóðir hafi smám saman hafið svipaða
starfsemi á eigin vegum. Þannig hefur
fólkið í landinu öðlazt kost á beinni, virkri
þátttöku í atvinnulífinu síðustu ár og þá um
leið betri skilning á samhenginu milli góðr-
ar afkomu fyrirtækja og góðra lífskjara um
landið.
EES-SAMNINGURINN
Byltíngin á ljármálamarkaði var síðan
innsigluð með aðild Islands að samningn-
Þetta er ekki prentvilla. Sjá Hagskinnu, bls. 759.
83