Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 8
Tölvuskjáir og grafík eru áberandi í innréttingum verslana Landssímans. Við-
skiþtavinurinn sér strax að hann er kominn inn í Landssímaverslun hvar sem
hún verður á vegi hans.
Stórar myndir og ferskir litir í sþortvöruverslun.
vegum Ofnasmiðjunnar hf. er rekin
hönnunardeild sem sérhæfir sig í versl-
______ unarhönnun. Deildin tekur að sér að
veita viðskiptavinum heildarlausnir á sviði
hönnunar og þeirra framkvæmda sem fylgja í
kjölfarið. Hönnunardeildin, undir stjórn Bryn-
dísar Evu Jónsdóttur innanhússhönnuðar, býður
verslunareigendum ekki aðeins upp á að hanna
verslunarrýmið heldur veitir nauðsynleg ráðgjöf
og aðstoð í því sambandi, gerir verðtilboð, ann-
ast sérsmíði og hefur umsjón með verkinu frá A
tilÖ.
„Innanhússhönnun er margþætt og í stöðugri sókn
á heimilum, í fyrirtækjum, stofnunum, á veitingastöð-
um og í verslunum," segir Bryndís Eva. „Oftast eru
viðskiptavinir að leita heildarlausna sem þýðir að allt
á að vera innifalið í verkinu; gólf, loft, veggir og inn-
réttingar."
Bryndís Eva segir að huga þurfi að fleiru en útliti
verslunar. Skipulag, lýsing, merkingar, myndir og
skilti, innréttingar, litasamsetning og útstilling vöru
þarf allt að falla saman og mynda aðlaðandi heild. „Ef
varan selst ekki gildir einu hve falleg verslunin er.
Hönnunin þarf fyrst og fremst að draga athygli að vör-
unni og til þess að svo verði er þörf á náinni samvinnu
margra sérfræðinga."
Hópvinna er nauðsynleg Verslanir Landssímans eru
gott dæmi um verk Hönnunardeildar Ofnasmiðjunnar.
Að því verki komu auk Bryndísar Evu og samstarfs-
manna hennar í Ofnasmiðjunni lýsingarhönnuður,
grafískur hönnuður, verkfræðingar, arkitektar, iðnaðar-
menn og fulltrúar ýmissa deilda hjá Landssímanum.
Hópurinn kom saman í upphafi verksins, ræddi vanda-
mál og lausnir ofan í kjölinn og komst að sameigin-
legri niðurstöðu, sem hentaði í stórum dráttum öllum
verslunum fyrirtækisins.
„Hugmyndavinna hópsins skilaði sér að lokum í
afar vel heppnaðri hönnun þar sem mest ber á helstu
söluvörunni án þess að aðrar vörur falli í skuggann."
Að sögn Bryndísar Evu er þessi hópvinna ný af nál-
inni hér á landi. Lengi vel hafi erlendir arkitektar ver-
Hönnunardeild Ofnasmidjunnar
Fylgir verkinu frá
hönnun til verkloka
8
MIMtmWMfflflil.