Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 20
Friðrik Pálsson, fráfarandi forstjóri SH, er núna orðinn stjórnarfor-
maður SIF. Hér er hann á aðalfundi SIF ásamt Olafi B. Ólafssyni,
formanni Vinnuveitendasambandsins og stjórnarmanni í HB á Akra-
nesi, og Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra.
hann væri að hugsa, hvað hann ætlaði að gera og að hverju hann
stefndi; sem var að gera sig svo gildandi, svo sterkan, að á hann
yrði að hlusta varðandi breytingar á SH - og jafnfiramt að Friðrik
Pálsson yrði látinn hætta. Með öðrum orðum; hann ætlaði að ná
sínu fram. I raun var Róbert að gefa Jóni merki um að líta svo á að
valdatími Jóns væri senn á enda.
Hefur keypt hlutafé fyrir 1 milljarð Engu að síður er haft eftir Ró-
bert að á þessum tima hafi hann oft boðið Jóni að semja við sig um
áframhaldandi stjórnarformennsku Jóns og tjáð honum hvað hann
þyrfti að gera til að ná samningum við sig. Raunar mun Róbert hafa
trúað því allt fram á laugardaginn 6. mars sl., helgina fyrir aðalfund-
inn, að hann næði samningum við Jón um áframhaldandi stjórnar-
formennsku Jóns - en með skilyrðum. Erfitt er að túlka þetta öðru-
vísi en svo að Róbert hafi ætlað að gera Jón að eins konar strengja-
brúðu sinni; hann yrði stjórnarformaður en að Róbert réði í raun
og veru. Jón þekktist ekki boð Róberts! Erfitt er átta sig á öllu
þessu tali um samninga við Jón um að hann yrði áfram starfandi
stjórnarformaður - og leiddi fram róttækar breytingar sem hann
hafði lýst sig andvígan - þegar horft er til
þess hve mikinn kraft, metnað - og fé
- Róbert lagði í að ná yfirhöndinni í
SH. Hann hefur í gegnum Þormóð
ramma - Sæberg hf. og fjárfestahóp
sinn keypt viðbótarhlutafé í SH fyrir
yfir 1,0 milljarð á sl. tveimur árum og
er með alls um 1,7 milljarða bundna í
SH en það er markaðsverð þess 23%
hlutar sem þeir eiga í SH. Það er mik-
ið fé. Og hverjum ætti Róbert að
treysta betur en sjálfum sér til að
ávaxta það!? I ljósi þessa er varla hægt
að ætla honum annað en að allan þenn-
an tíma hafi hann stefnt að því að setjast
sjálfúr í stól stjórnarformannsins —
eins og á varð raunin — eða þá að hann
hafi ætlað sjálfum sér að verða næsti for-
stjóri SH og því lagt svo ríka áherslu á að
Friðriki yrði sagt upp.
Átti JÓn að semja? Sú spurning vakn-
ar óneitanlega hvort það hefði ekki getað
verið klókt af hálfú Jóns og Friðriks að
setjast niður með Róbert og semja við
20
Hvernig féllu alkvæðl 20 stærstu hluthata?
hann um að þeir færu sjálfviljugir úr forystunni á næstu mánuðum,
Jón eftir ár og Friðrik innan árs, og firra félagið þannig hinum
mikla hvelli sem varð á aðalfundinum og brottrekstrinum sem á
eftir fylgdi. Þeir gátu vart horft fram hjá því að Róbert, í gegnum
Þormóð ramma - Sæberg, var búinn að stórauka hlut sinn í SH og
vinna hugmyndum sínum jafnframt sterks fylgis á meðal helstu
hluthafa, stórra og sterkra framleiðenda, innan SH. Það er líka
ólíkt skemmtilegra og fágaðra að menn, sem unnið hafa saman um
árabil, þótt ólíkar skoðanir hafi haft, nái saman um leiðarlok án
uppþota og hávaða. En öfl tókust á og allt fram á þriðjudagsmorg-
uninn 9. mars, aðalfundardaginn, töldu liðsmenn Jóns að hann
myndi sigra Róbert í slagnum um stjórnarformanninn nokkuð ör-
ugglega. Kannski má segja að í ljósi þess stöðumats hefði hann í
raun ekki átt að þurfa að semja - en þá sáu menn heldur ekki fyrir
að Róbert myndi kaupa 7% hlut HB á Akranesi í SH og breyttan
hug Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sem og ótvíræðan stuðning
Guðmundar Kristjánssonar frá Rifi og Kristjáns G. Jóhannssonar
hjá Gunnvöru á ísafirði við Róbert. A aðalfundinum varð hins veg-
ar ljóst að þótt Róbert hefði náð kjöri til stjórnarformennskunnar
með minnsta mun var hann engu að siður kominn með yfirburða-
stöðu innan stjórnar SH - svo öflugur er meirihluti hans. Þrátt fyr-
ir þann örugga meirihluta væri klókt hjá honum að leggja áherslu
á að ná sem fyrst sáttum við aðra hluthafa og mynda einingu innan
stjórnarinnar - hvort sem nokkur von er um slíkt eftir það sem á
undan er gengið.
Borgarnesfundurinn Uppi hafa verið vangaveltur um það hvort og
hvenær Róbert, og hans liðsmenn með Brynjólf Bjarnason, for-
stjóri Granda, í broddi fylkingar, hafi ákveðið að láta til skarar
skriða og gera byltingu. Sennilega er enginn einn tímapunktur til í
því. En með kaupum Þormóðs ramma - Sæbergs á hlut Hraðfrystí-
húss Eskifjarðar, Alla ríka, var Róbert greinilega búinn að setja í
fluggírinn. Hann var orðinn ögrandi. Þessi kaup munu t.d. mjög
hafa farið fyrir brjóstið á Finnboga Jónssyni hjá Síldarvinnslunni og
I Rakel Olsen hjá Sigurði Ágústssyni hf.
Skömmu síðar, í september sl., var
haldinn vinnufundur stjórnar í Borg-
arnesi um stefnumörkun og fleiri mál.
Þar lét Róbert tíl sín taka og kynntí
hugmyndir sínar. Um þær urðu um-
ræður og sitt sýndist hverjum —
menn voru ekki á eitt sáttir. í ljósi
þess hve ósammála menn voru var
ákveðið að láta óháð ráðgjafafyrir-
tæki gera úttekt á SH þannig að
hægt væri að meta og leggja fram
eitthvað sem allir gætu sæst og sam-
einast um. Vilji var fyrir þvf hjá Jóni
og Friðriki að erlent ráðgjafafyrir-
tæki yrði fengið til verksins en
Finnbogi Jónsson, þáverandi for-
stjóri Síldarvinnslunnar og núver-
andi forstjóri IS, Islenskra sjávaraf-
I urða, stakk upp á því að Kaupþing
gerði úttektína. Það varð úr. Það er
einmitt þessi Kaupþings-skýrsla
sem síðan hefúr komið nokkuð við
sögu í umræðunni. Fullyrt er að
drög að henni hafi gengið á milli
Hlutaté % Natn Jón Róbert 15,65 7,00 |
Þormóður rammi - Sæberg lomo Útgerðarfélag Akureyringa 15,58 Sigurður Ágústsson ehf. 8.°9 Haraldur Böðvarsson hf. 8.°° 15,58 8,09 1,00
„ 7,91 7,91
Grandihf. Kristján Guðmundsson 5-bd Síldarvinnslan hf. 5'40 Gunnvör hf. 4,27 5,53 j 5,40 4,27
Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal 4,20 O QQ Burðarás hf. 2,99 4,20 2,63
íshúsfélag ísfirðinga hf. 2,63 Lífevrissióður Austurlands 2,25
Hraðfrystihús Heliissands hf. 2,16 Skagstrendingur hf. 2,11 2,16 2,11
Lífeyrissjóðurinn Framsýn 1,39 Soffanías Cecilsson hf. 1 .°1 Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 0,92 i ífevrissióður Norðurlands 0,7^ 1,01 0,92 \ 0,74
Lífeyrissjóður verslunarm. 0,6 VÍB hf. - Sjóður 6 °'6 0,67 0,61
Áætlun Frjálsrar verslunar um hvernig 20 stœrstuhluthaf-
ar!!rií SH greiddu atkvœði í stjórnarformannskjonnu.