Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 32
Norrœna ferðaskrijstofan hefur umboð fyrir meðal annars ferjufyrirtækið Viking
Line sem siglir um Eystrasaltið, aðallega milli Svíþjóðar og Finnlands, og einnigfyr-
ir Color Line sem siglir milli Noregs og Danmerkur. Ferjur Viking Line eru eins og
fljótandi lúxushótel þar sem meðal annars er vinsœlt að halda viðskiþtafundi eða
njóta lystisemda lífsins á meðan á siglingu stendur.
Gréta B. Eiríksdóttir, framkvœmdastjóri Norrœnu
ferðaskrifstofunnar.
Skipuleggur ferðir um Norðurl
Seyðisfjöröur
’órshavn
FÆREYJARa
[OREGUR
Oslo
HJALTLAND
Stpókholm <{i
Aberdeen
•nfravn
Hamburg
rúman áratug hefur Norræna ferðaskrifstofan stuðlað að því að ís-
lendingar hafi getað siglt með ferjunni Norrænu milli íslands, Fær-
eyja, Hjaltlands, Danmerkur og Noregs.
Ferjusíglingar Norrænu, sem er í eigu Smyril Line, hafa verið vinsæll ferða-
máti, ekki síst vegna þess að ferðamönnum hefur gefist kostur á að sigla milli
landa og taka einkabílinn með. En Norræna ferðaskrifstofan býður upp á fleira
en ferjusiglingar.
Skrifstofan sérhæfir sig í að skipuleggja einstaklings- og hópferðir um öll
Norðurlönd, til Eystrasaltslandanna Eistlands, Lettlands og Litháens og nú er
skrifstofan að færa út kvíarnar með því að beina augum að Póllandi sem væn-
legum áfangastað. Þar fyrir utan er Norræna ferðaskrifstofan alhliða ferða-
skrifstofa sem selur ferðir um allan heim.
Framkvæmdastjóri Norrænu ferðskrifstofunnar,
Gréta B. Eiríksdóttir, segir að á undanförnum árum
hafi fjöldi íslendinga tekið sér far með ferjunni Nor-
rænu á Seyðisfirði og siglt þaðan til Færeyja,
Hjaltlands, Noregs og Danmerkur. Fólk getur haft
viðkomu á öllum þessum stöðum og frá Hjaltlandi
er síðan hægt að taka ferjur til Aberdeen í
Skotlandi og leggja þaðan leið sína suður um allt
England. [ tengslum við þessar ferðir útvegar Nor-
ræna ferðskrifstofan ferðamönnum sumarhús eða
annars konar gistiaðstöðu þar sem þeir óska að
hafa viðkomu. Einnig geta viðskiptavinir ferðaskrif-
stofunnar fengið nákvæmar upplýsingar um ferju-
siglingar milli Norðurlandanna, um ferðir lesta og
áætlunarbíla og auk þess um tjaldstæði hvar sem
er á Norðurlöndunum.
Að sögn þeirra Grétu B. Eiríksdóttur fram-
kvæmdastjóra og Ólafar Guðfinnsdóttur, sölustjóra
Norrœna hefur þjónað Islendingum dyggilega í rúman
áratug. Árið 2002 er von á nýrri ferju sem verður um
helmingi stærri en sú
sem nú er í notkun.
Siglingaleiðin milli Islands og annarra viðkomustaða Norrœnu. Frá
Hjaltlandi er hœgt að sigla með enskriferju til Skotlands.
jðim'nmmv.vlWIIÍU
32