Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 26
FORSÍÐUGREIN
móti. Verksmiðjan í Bandarikjunum var í skuld og rekstur hennar
þurfti að fjármagna. Það reyndist þrautín þyngri. Bandarískir
bankar höfðu aldrei kynnst fyrirtæki, sem átti ekki neitt og mátti
ekki eiga neitt og því engin veð að hafa. Fjármögnunin varð því að
hluta til að koma með því að seinka greiðslum til framleiðenda, og
komst greiðsluffesturinn upp í allt að því ár þegar verst gegndi.
Jón Gunnarsson hafði flutt heim árið 1955 og skömmu síðar
verið setturyfir alla sölu fyrirtækisins. Því undi ekki forstöðumað-
ur söluskrifstofu SH á meginlandi Evrópu, Magnús Z. Sigurðsson
og hvarf hann úr þjónustu SH og skrifstofunni (þá í Hamborg og
áður í Prag) lokað. Ekki komust deilur um þetta í hámæli á þeim
tíma. Jón var áfram forstjóri Coldwater,
opnaði skrifstofu í Englandi og
kom á fót fyrirtækjarekstri þar.
Þegar seinkun greiðslna fyr-
ir ameríkufiskinn keyrði úr hófi
urðu háværar deilur hér heima
meðal framleiðenda. Lyktaði
þeim með því að Jón Gunnarsson
sagði upp. Menn hugleiddu að
selja verksmiðjuna í Bandaríkjun-
um, en ofan á varð að endurskipu-
leggja Coldwater Seafood frá
grunni og var til þess fenginn Þor-
steinn Gíslason verkfræðingur,
sem þá bjó í Bandaríkjunum en
hafði áður starfað um árabil hjá SH
í Reykjavík. Fyrirtækinu var nú í
fyrsta sinn sett stjórn úr hópi fram-
leiðenda hér heima.
Porsteinn
Uppgangstímar Nýtt blómaskeið
fór í hönd. Framleiðslan jókst jafnt og
þétt hér heima með útfærslu land-
helginnar og tilkomu skuttogaranna,
en við öllu tók bandaríkjamarkaður,
verðið hækkaði og við bættíst að Cold-
water tók að sér sölu fyrir Færeyinga og danska framleiðendur. í
20 ár af 22 ára stjórnartíð Þorsteins skilaði fyrirtækið drjúgum
hagnaði heim jafnffamt því sem neikvætt eiginfé í byrjun varð að
dijúgum höfúðstól. Hins vegar var alltaf talsverð spenna milli for-
stjóra Coldwater og stjórnarinnar í Reykjavík. Hefúr verið svo frá
upphafi Coldwater, að stjórnendum hér heima hefur fundist for-
stjórinn þar fulleinráður um stefnu og starfsaðferðir. Upp úr sauð
1982 þegar forstjóri Long John Silver stærsta kaupandans í Banda-
ríkjunum kærði Þorstein fyrir stjórninni hér heima fyrir harð-
drægni í viðskiptum. Stjórn SH leysti málið þannig að Þorsteinn
taldi að hún hefði tekið fram fyrir hendurnar á sér og sagði upp.
Við af honum tók Magnús Gústafsson.
komið upp söluskrifstofu þar í landi með sama hættí. Loks var sett
upp sölufyrirtæki á Spáni fyrir nokkrum árum. Jafnframt þessum
umsvifum haslaði fyrirtækið sér völl í Japan og hefur sá rekstur
gengið vel þar tíl Asíukreppan leiddi til afturkipps fyrir nokkru
sem kunnugt er.
Fiskréttaverksmiðjan í Englandi gekk á tréfótum fyrstu árin og
varð það meginverkefni nýs, stjórnarformanns, Jóns Ingvarssonar
og forstjóra, Friðriks Pálssonar, að reyna að rétta þann rekstur við.
Tvívegis var skipt um ffamkvæmdastjóra með stuttu millibili og
harðar deilur urðu í stjórninni hér heima, rétt eins og 1961-62 um
Coldwater í Bandaríkjunum.
Vildu ýmsir afskrifa þessa fjár-
festingu, tvær milljónir punda,
Brynjólfúr Bjarnason í Granda
meðal þeirra, en enn aðrir reyna
til þrautar. Með eins atkvæðis
meirihluta var samþykkt að fara
að tillögum Jóns og Friðriks
um áframhaldandi rekstur.
Tókst á næstu árum að rétta
reksturinn við undir nýjum
forstjóra, Agnari Friðrikssyni,
og dafnaði fyrirtækið vel
næstu árin og jók starfsemi
sína með yfirtöku á verk-
smiðjurekstri Færeyinga.
Hins vegar hefur aftur sigið
á ógæfuhlið síðustu árin.
Sölumiðstöð Hraðfrystí-
húsanna hefur um árabil
verið stærsta fyrirtæki
landsins. Það og vöru-
merki þess, Icelandic, er
orðið vel þekkt um allan
heim. Dýrmætasta eign þess er
þó sérhæft starfslið, sem býr yfir mikilli kunnáttu og þekkingu á
þessu sviði viðskipta. Eignir þess eru að mestu bundnar í rekstri
Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Eins og að framan var rakið
var því upphaflega ekki ætlað að eignast neitt. Þegar það samt sem
áður lagði í íjárfestingar erlendis fóru framleiðendur hér heima að
huga að þvi hvernig þær eignir ættu að skiptast og hvernig þessi
verðmæti gætu best gagnast fyrirtækjunum. Til þess þurftí að
breyta lögum félagsins. Mikil tregða var lengi vel meðal margra
framleiðenda gegn því að hrófla við neinu og lögin kváðu á um að
ekki yrði gerð breyting á stofnsáttmála þess nema með einróma
samþykki. Undir forystu Jóns Ingvarssonar var þó málum þokað
áleiðis þar til það varð að lokuðu hlutafélagi um áramótin 1996.
Fullyrða má að hefði verið farið hraðar í þeim efnum hefði félagið
klofnað í þessu ferli. Jón stýrði því máli í höfn farsællega. 33
Coldwater
Gíslason, fyrrverandi forstjón^ ^ ^ .
Banda-
kant
Fleiri söluskrífstofur Á tíma landhelgisútfærslunnar byggðist
sala SH á tveimur meginstoðum: Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um. Strax eftír landhelgisútfærsluna 1975 tók salan góðan kipp í
Bretlandi, en þar hafði fyrirtækið alltaf haldið útí söluskrifstofu við
misjafnt gengi meðan fjandskapur var á milli þjóðanna. Var nú far-
ið að huga að því að komast nær neytandanum þar með byggingu
fiskréttaverksmiðju að fyrirmynd Coldwater. Söluskrifstofa var
sett á laggirnar í Hamborg 1980 og um hana stofnað sérstakt fyr-
irtæki. Frá Englandi var hafin sala á Frakklandsmarkað og síðan
Hins vegar var alltaf talsverð spenna milli forstjóra Coldwater
og stjórnarinnar í Reykjavík. Hetur verið svo frá upphafi
Coldwater, að stjórnendum hér heima hefur fundist forstjórinn
þar fulleinráður um stefnu og starfsaðferðir. Upp ór sauð 1982
begar forstjóri Long John Silver stærsta kaupandans í Bandaríkj-
unum kærði Þorstein fyrir stjórninni hér heima fyrir harðdrægni í
viðskiptum.
26