Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 72
mmmmmm fólk
ið fluttar út i]órtán milljón töfl-
ur fyrir þijá þýska aðila sem
munu kynna lyfið undir sínum
eigin vörumerkjum.
„Að baki áfanga eins og
þessum liggur mikil þróunar-
vinna og það er tímafrekt og
flókið ferli að fá lyf viðurkennt
á markaði eins og þessum. Það
eru gerðar afar miklar kröfur
og því er þessi innrás á þýska
markaðinn jafnframt nokkurs
konar gæðastimpill."
Eyþór er fæddur og alinn
upp á Patreksfirði og stundaði
þar ýmis hefðbundin störf í
sjávarútvegi á sínum unglings-
árum. Hann lærði lyijafræði í
Háskóla íslands og lauk prófi
þaðan 1992. í stað þess að
skrýðast hvítum sloppi og fara
að vinna í apóteki hélt hann til
Bretlands og lauk MBA prófi í
rekstrarfræði frá Middlesex
University.
„Þegar ég fór í lyfjafræðina
Eyþór Einar Sigurgeirsson, markaðsstjóri Omega Farma, lœrði bœði lyjjafrœði og markaðsfrœði og finnst var umræðan um aukið frelsi í
gaman að fást við lyfiamarkaðinn á breytingatímum. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. lyfsölu komin á rekspöl svo
Eyþór Einar Sigurgeirsson,
Omega Farma
að markaðsstarf sem
hér er unnið er í raun
mjög persónulegt. Við
höfúm mikið samband við
lækna, lyfsala og starfsfólk ap-
óteka til þess að kynna þessum
aðilum vöru okkar. Mér finnst
þetta skemmtilegur þáttur
starfsins og ég kann vel við
mig á vettvangi. Það er nauð-
synlegt að taka markaðsstarfið
þessum tökum þar sem mjög
miklar hömlur eru á því með
hvaða hætti má auglýsa lyf,“
segir Eyþór E. Sigurgeirsson,
markaðsstjóri Omega Farma.
„Lyfjamarkaðurinn tekur
miklum breytingum um þessar
mundir og þær eru hraðari en
unnt var að sjá fyrir. Þetta er
mjög skemmtilegt umhverfi
fyrir markaðsmann og ný og
ögrandi verkefni blasa við á
hveijum degi.“
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Omega Farma ehf. er ungt
fyrirtæki, stofiiað 1990. Fyrir-
tækið var stofnað af nokkrum
lyfjafræðingum, bæði til þess
að framleiða lyf til sölu á innan-
landsmarkaði og til útflutnings
og kom fyrsta lyfið á markað í
júlí 1992. Einnig hefur fyrir-
tækið flutt inn nokkuð af lyfjum
og rekur sitt eigið dreifingar-
kerfi. Eyþór hefur umsjón
með báðum þessum þáttum.
Fyrirtækið hefúr vaxið um-
talsvert; í dag eru starfsmenn
þess um 30 og ársvelta um 250
milljónir króna. Omega Farma
rekur verksmiðju í Kópavogi
þar sem framleiddar eru 24
tegundir lyija auk 16 tegunda
af vítamínum.
Auk verksmiðjunnar í Kópa-
vogi er fyrirtækið til húsa við
Skútuvog þar sem skrifstofúr,
söludeild og framkvæmda-
stjórn hafast við en lengi vel
var öll starfsemin í Kópavogi.
Nýlega náði Omega Farma
þeim áfanga að hjartalyf, sem
fyrirtækið framleiðir, fékkst
skráð og viðurkennt á markaði
í Þýskalandi og er nú verið að
kynna lyfið þar í landi. Lyfið
nefnist „doxazosin“ en það er
gefið við háþrýstingi og notað í
meðferð vegna stækkunar
blöðruhálskirtils. Alls hafa ver-
mér fannst liggja beint við að
flétta þessa tvo þætti saman og
afla mér menntunar í markaðs-
málum að auki og það hefur
reynst mér mjög vel.“
Eyþór kom til starfa hjá
Omega Farma árið 1995 eftir
stutta viðdvöl hjá Lyfjaverslun
íslands. Þegar tómstundir gef-
ast frá erilsömu starfi helgar
Eyþór Ijölskyldunni tíma sinn
eða bregður sér út að skokka.
Eiginkona Eyþórs er Arna
Ingibergsdóttir snyrtifræðing-
ur og þau eiga einn son, Einar
Inga, sautján mánaða gamlan.
„Eg hef einnig mjög gaman
af því að lesa góðar bækur og
renna fyrir silung með flugu-
stöng. Einnig sækjum við mik-
ið í frið og ró íslenskrar náttúru
í sumarbústað fjölskyldunnar í
Grímsnesi.“ m
72