Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 59
Frá nafnspjöldum til flóknustu litaverka Hjá Grafík geta menn fengið prentað allt frá nafnspjöldum upp í stærstu og flóknustu lita- verk í margs konar broti. Helstu verkefni Graf- íkur í dag eru margþætt og má þar t.d. nefna prentun þæklinga og kynningarefnis hvers konar sem að mestu leyti koma frá auglýs- ingastofum. Auk þess eru allmörg blöð og tfmarit prentuð í Grafík. Má þar nefna Frjálsa verslun, Kennarablaðið, Læknablaðið, Eið- faxa, vikublaðið Fiskifréttir og mörg fleiri. Ný og fullkomin brotvél Fyrir skömmu tók prentsmiðjan í notkun nýja og fullkomna brot- vél sem gerir mönnum kleift að brjóta og líma prentgögn með fjölbreyttari hætti en áður hefur verið mögulegt hér á landi. Þetta á eftir að koma sér sérstaklega vel fyrir alla þá sem vilja senda frá sér bæklinga og kynningarefni því möguleikarnir sem skapast með tilkomu nýju vélarinnar eru næstum óþrjótandi. Brot- vélin er þýsk, af gerðinni STAHL Flexo Mailer TD 78, og auðveldar hún póstlagningu út- verki! sendiefnis þar sem hún getur lokað pappírs- örkum með broti, rifgötun og límingu eins og um umslög væri að ræða. Með þessu móti sparast mikill tími og kostnaður, sem fylgir því að setja útsendigögn í umslög og merkja með límmiðum, en nú geta viðskiptavinir líka kom- ið með tölvuskrár með nafnalistum og hægt verður að prenta nöfn og heimilisföng beint á útsendigögnin. Án efa munu fyrirtæki, sem þurfa að senda frá sér kynningarefni til ákveðinna markhópa, sjá sér leik á borði og nýta sér þessa nýju tækni sem Grafík býður nú upp á. Auk þess sem nýja þrotvélin sparar umslaga- notkun býður hún upp á svokallað „landa- bréfabrot" í ýmsum útfærslum og getur tekið stærri arkir en venjulegar prentvélar gera. Brotvélin er tölvustýrð og hámarksafköst á klukkustund eru tíu þúsund arkir, miðað við 16 síður A4. GRAF í K Netfang: grafik@grafik.is Sfmi: 554 5000 Fax: 554 6681 www.grafik.is Smiðjuvegur 3 200 Kópavogur Sverrir Hauksson prentsmiðjustjóri, Guðleifur, verkstjóri og Marvin bókbindari, við nýju brot- og límingarvélina. Efl Fyrir skömmu efndi Prentsmiðjan Grafík til fislétts spurningaleiks, í fréttabréfi sínu sem var sent til viðskiptavina prentsmiðjunnar og sem innstunga með Frjálsri verslun. Þátttakendum í leiknum gafst færi á að svara nokkrum einföld- um spurnmgum og senda svarseðilinn inn í pott sem dregið var úr. Verðlaun í þessum skemmtilega leik voru 2000 litbæklingar, sem prentaðir eru hjá Grafík og þeim síðan rennt í gegnum nýju STAHL brot- og límingarvélina. Mörg svör bárust og þegar úr þeim var dregið kom upp nafn Lyfjafyrirtækinsins Delta hf„ sem hlaut verðlaunin. Myndin er tekin þegar Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsr- ar verslunar, dró úr réttum lausnum í morgunþœtti Gunnlaugs Helgasonar á Matthildi FM 88,5 fdstudaginn 26. mars síðastliðinn. Upp kom fyrirtœkið Delta. Með Jóni og Gunnlaugi er Orn Geirsson frá Prentsmiðjunni Grafik. 4 f Sverrir D. Hauksson Friðrik Friðriksson Öm Geirsson Jónas Gunnarsson Jón Orri Guðmundsson, Sigurður Thorarensen þrentsmiðjustjóri sölumaður sölumaður framleiðslustjóri verkstjóri i forvinnslu fjámálastjóri 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.