Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 44
>’ 7 ilkoma
kosningum
STJORNMAL
stöðu sína á Suðvesturhorninu í
síðustu kosningum og er með
tvo þingmenn bæði í Reykjavík
og Reykjaneskjördæmi. Hins
vegar er hann einnig í sam-
vinnu við Samfylkingarflokk-
ana í Reykjavík og raunar það
lóð á vogarskálinni sem svipti
Sjálfstæðisflokkinn meirihlut-
anum. Kjósendur Framsókn-
arflokksins í Reykjavík eru
því settir í einkennilega stöðu
sem svarnir andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórnarkosningum, en sam-
herjar hans í kosningum um landsstjórn-
ina. Þessi tvískinnungur virðist mörgum
þeirra um megn og staða flokksins í
Reykjavík er veik í upphafi kosningabarátt-
unnar. Annars staðar er hann hinsvegar að
sækja í sig veðrið eftir slaka frammistöðu í
skoðanakönnunum undanfarna mánuði og
ekkert bendir til annars en að hann geti
verið öðru hvoru megin við 20% markið,
sem hlýtur að teljast viðunandi, en halda
þó öllum dyrum opnum um stjórnarsam-
starf og stjórnarforystu.
Samfylkingin Til þess að verða trúverð-
ugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn á vett-
vangi stjórnmálanna þyrfti Samfylkingin
að ná vel ylir 30% í þessum kosningum,
helst 35%. Skoðanakannanirnar eftir páska
mældu hana hins vegar undir 30%. Það er
því ffemur ólíklegt að Samfylkingin nái því
í þessum kosningum að verða það afl sem
menn treysta til að fara með stjórn lands-
ins. Margt veldur. Sambræðsla stefnu-
skráa aðildarflokkanna í haust og kynning
á henni var verulega misheppnuð. Kosn-
ingastefnuskráin líka, með stórum eyðum
fyrir utanríkismál og þá stefnuna varðandi
Evrópubandalagið sérstaklega. Kostnaður-
inn við framkvæmd kosningaloforða
flokksins vekur grunsemdir um að mjúku
málunum, sem margir frammámenn Sam-
fylkingarinnar bera fyrir brjósti, verði ekki
fundinn staður innan ábyrgrar fjármála-
stjórnar og aðhalds í fjármálum ríkisins. Sé
með öðrum orðum ávísun á stóraukna
skatta. Framboðsmál fylkingarinnar klúðr-
uðust hvað eftir annað og urðu aðhlát-
ursefni. Ekkert benti til einingar og sam-
stöðu um meginlinur og stórmál. Þá hefur
Samfylkingunni ekki tekist að koma sér
upp leiðtoga, sem sópar að. Reynslan er-
lendis frá bendir til þess að þegar vinstri
flokkur hyggst ryðja sér til rúms upp miðj-
una, þurfi hann að skapa sér nýja ímynd og
Sanifylkingarinnar gera , —-
stðustu áratugi. “ ^ r kosni»gar ólíkar
það gerir hann auðveldlegast með sterk-
um, karismatiskum leiðtoga eins og áður-
nefndur Tony Blair er dæmi um,
Schroeder í Þýskalandi, og að sumu leyti
líka Bill Clinton. Vinstri-grænir höggva
líka mun meira af því fylgi, sem, að öllu
eðlilegu, hefði mátt búast við að rynni til
Fylkingarinnar. Því mun tími Samfylking-
arinnar að öllum Iíkindum ekki renna upp
fyrr en í fyrsta lagi í kosningunum 2003 -
og þá því aðeins að hún hafi leyst sín innri
mál og runnið saman í þéttofna heild.
Málefnin Framan af vetri bjuggust marg-
ir við að þessar kosningar yrðu uppgjörið
mikla um kvótakerfið, þar sem kjósendum
gæfist kostur á að kjósa um mismunandi
leiðir í fiskveiðistjórnuninni. Skoðanakann-
anir hafa vissulega leitt það í ljós á undan-
förnum árum, að þorri þjóðarinnar er
ósáttur við þetta kerfi. Það skrítna við þær
skoðanakannanir er þó að enginn flokkur
er látinn gjalda þess að styðja þetta kerfi,
hvað þá ríkisstjórnin, sem sér um fram-
kvæmdina. Ekkert frekar en yfirgnæfandi
fylgi þjóðarinnar við að heíja hvalveiðar á
ný virðist hafa áhrif á fylgi þeirra flokka
sem draga lappirnar í þeim efnum. Stofhun
sérstaks flokks, Fijálslynda flokksins, til
þess fyrst og fremst að fá þetta mál á dag-
skrá og gera að kosningamáli, virðist raun-
ar ætla að hafa öfug áhrif, drepa málinu á
dreif og koma í veg fyrir að kosningarnar
snúist að marki um það. Að vísu hafa allir
stóru flokkarnir hopað á hæl, viðurkenna
að um kerfið sé engin sátt og ganga til
kosninga með loforði um endurskoðun,
þannig að það mun vissulega verða samn-
ingsatriði milli þeirra eftir kosningar
hversu víðtæk endurskoðun verður gerð á
kerfinu, sem allavega er óhjákvæmileg eft-
ir dóm Hæstaréttar í vetur. Þetta ætti raun-
ar að ýta fremur undir líkur á stjórnarsam-
oðrum
starfi Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks, enda
Halldór Ásgrímsson
sannanlega guðfaðir
þessa kerfis og Sjálf-
stæðisflokkurinn helsti
varðhundur þess á und-
anförnum árum. Stefna
Samfylkingarinnar í þessu
máli útilokar þó engan
veginn samstarf við Fram-
sókn um lausn þess.
I einu kjördæmi, Vest-
fjörðum, gæti þetta mál þó
haft óvænt áhrif á niður-
stöðu kosninganna. Sú
ákvörðun Sjálfstæðisflokks-
ins að setja í þriðja sætið þar konu, sem
flestir munu líta á sem dæmigerðan full-
trúa þeirra fjölskyldna, sem borið hafa úr
býtum hundruð milljóna fyrir að selja kvót-
ann burt úr byggðarlögum sínum, í stað-
inn fyrir Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóra
og forseta Farmanna- og Fiskimannasam-
bandsins, kann að draga dilk á eftir sér.
Pétur Bjarnason, sem skipar annað sætið á
lista Fijálslyndra, fór býsna nærri því að
fella Sighvat Björgvinsson með óháðu
framboði sínu síðast. Takist þeim tvímenn-
ingunum að halda saman því fylgi Péturs
og auka við það, yrði það væntanlega á
kostnað annars manns Sjálfstæðisflokks-
ins, Einars Odds. Enginn veit hvaða áhrif
það hefur á fylgi Framsóknarflokksins að
fá fyrrverandi Allaballann Kristin Gunnars-
son i fyrsta sætið. Framsókn er talin ör-
ugglega halda sínu eina sæti, en ólíklegri
en fyrr til að endurheimta fylgismenn Pét-
urs. Vestfirðir gætu því sem oft áður orðið
það kjördæmi, sem mest spennandi verður
að fylgjast með kosninganóttina.
Norðurlandskjördæmi eystra gæti líka
verið spennandi. Þar getur ráðist hvort
vinstri-grænir fá yfirleitt þann kjördæma-
kjörna þingmann, sem nauðsynlegt er að
fá til að ná inn uppbótarmönnum. Heimild-
armenn Fijálsrar verslunar töldu líklegt að
klúður Samfylkingarinnar í framboðsmál-
um hefði leitt til þess að Steingrímur Sig-
fússon væri inni og bæri þá mögulega 3-4
aðra menn inn á þing á herðum sér. Falli
hins vegar öll atkvæði vinstri-grænna dauð
gerbreytir það myndinni og færir Sjálf-
stæðisflokkinn nær þeim möguleika að ná
hreinum meirihluta.
Þannig að þótt úrslitin geti virst nokk-
urn veginn fyrirfram ákveðin er það þó svo
að allt getur gerst í kosningum - og ekki
sist að kosningum loknum. 35
44