Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 73
■Bnnnnnnnn
Kristinn Tryggvi Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá SPRON, ferðast á sjókajak í fristundum sínum.
Mynd: Kristín Bogadóttir.
is. Ég kynntist þessum kortum
sjálíur á námsárum mínum í
Ameríku og veit hvað þau eru
þægileg og stýrði vinnuhópi
sem undirbjó þetta átak.
Með því sýndi SPRON
ákveðið frumkvæði sem hefur
komið samkeppninni í talsvert
uppnám en er í takt við þann
sóknarhug sem fyrirtækið hef-
ur sýnt undanfarin ár. Hér vinn-
ur einvalalið sem er afar gott að
starfa með.“
Kristinn varð stúdent frá
MR 1983, tók BS próf í stjórn-
un frá University of North
Carolina og MBA með sérhæf-
ingu í fjármálum íyrirtækja,
markaðsfræði og stefnumótun
frá University of Georgia 1991.
A námsárunum sinnti Krist-
inn ýmsum störfum, rak mynd-
bandstækjaleiguna Bláskjá
með félaga sínum og var inn-
heimtustjóri hjá Vífilfelli. Eftir
að hann kom alkominn heim
frá námi fór hann til starfa hjá
íslandsbanka og vann þar í
ýmsum deildum og var útibús-
stjón í Garðabæ frá 1995 til
1997 og útibússtjóri í Kópavogi
frá 1997 til 1998 en í apríl það ár
kom hann til starfa hjá
SPRON.
Kristinn er giftur Guðrúnu
Högnadóttur, rekstrarráðgjafa
hjá VSÓ ráðgjöf, og þau eiga
eina dóttur, rúmlega ársgamla.
„Utivist og ijallaferðir hafa
löngum verið mitt eftirlætis-
sport. Fyrir nokkrum árum fór
ég að ferðast um á sjókajak og
keppa í róðri. Þetta er gríðar-
lega skemmtileg íþrótt og að
ferðast á sjókajak með strönd-
um fram og verða þannig hluti
af óspilltri náttúru er dýrlegt.
Hornstrandir eru okkar eftir-
lætissvæði í þessum efnum en
einnig ætlum ég og félagi
minn, Siguqon Þórðarson, að
keppa í róðri kringum Álftanes
þar sem við eigum titil að verja
frá fyrra ári.“ 33
TEXTI: PALL ASGEIR ASGEIRSSON
Kristinn Tryggvi
Gunnarsson, SPRON
itt starf er að veita for-
stöðu fyrirtækjasviði
SPRON. Eins og nafn-
ið gefúr til kynna leggjum við
áherslu á þjónustu við fyrir-
tæki,“ segir Kristinn Tryggvi
Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri hjá SPRON.
„I vaxandi samkeppni hafa
fyrirtæki mikla og íjölbreytta
möguleika á að sækja sér láns-
fé og krafa dagsins er að bank-
ar og lánastofnanir veiti mun
fjölbreyttari þjónustu en áður.
Á okkar sviði reynum við að
veita framsýna þjónustu og sjá
þarfir viðskiptavina okkar fýrir.
Með því að auka þessa þjón-
ustu og með tilkomu Viðskipta-
stofu SPRON vonumst við til
að geta veitt fýrirtækjum al-
hliða þjónustu, hvort sem um
er að ræða hefðbundin lán,
skuldabréfa- eða hlutafjárút-
boð.“
Kristinn sagði að á síðustu
árum hefði orðið hrein bylting
á íslenskum fjármálamarkaði. I
kjölfarið hefði samband banka-
stofnana og viðskiptavina
breyst og væri með allt öðrum
hætti en verið hefði.
„Þetta er lifandi og
skemmtilegt starf. Við vinnum
mikið á vettvangi úti í fyrirtækj-
unum því okkar viðskiptavinir
sækjast eftir ráðgjöf ekki síður
en fjármálaþjónustu. Það er
gamall og góður siður banka-
manna að fara og skoða þá
starfsemi eða hluti sem verið
er að lána til. Það er regla sem
ég hef að minnsta kosti alltaf
haft í heiðri.“
Talsvert hefur mætt á
Kristni undanfarið í tengslum
við útgáfu SPRON á svokölluð-
um veltukortum sem eru
greiðslukort með nokkuð nýju
sniði.
„Viðtökurnar urðu mjög
góðar og þau vinnubrögð sem
við notum, að taka ekki ábyrgð-
armenn, heldur meta hvern
umsækjanda fýrir sig, hefur
mælst mjög vel fýrir.
Það að hætta kröfu um
ábyrgðarmenn er í takt við þau
vinnubrögð sem tíðkast erlend-
73