Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 65
samstarfi við Verslunarráð íslands og hafa Vilhjálmur Egilsson, Herbert Guðmundsson og Birgir Ármannsson komið þar mest við sögu. Þá hefur lengst af einnig verið náið samstarf við Ameríska sendiráðið sem stutt hef- ur við bakið á þessari starfsemi. Eg tel á engan hallað þó þáttur Charles Cobbs sendiherra, sem hér var á árunum 1989 til 1992, sé sérstaklega dreginn fram. Hr. Cobb er mikill eldhugi og hefur einstakt lag á því að láta hlutina gerast í kringum sig. Einnig má nefna menn eins og Hilmar Fen- ger, Guðjón B. Olafsson og Olaf 0. Johnson, sem störfuðu mikið að þess- um málum.“ - Mikilvægasti markaðurinn „Bandaríkin hafa verið einn mikilvægasti út- flutningsmarkaður íslands bæði fyrir sjávarafurðir, iðnað og tæknivörur. Á sjöunda áratugnum fór um 30% alls útflutnings til Bandaríkjanna en á sl. ári var hlutfallið á milli 13% og 14%. Þessa breytingu má að talsverðu leyti rekja til aðildar íslands að Fríverslunarbandalagi Evrópu, EFTA, og síðar samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem hefur greitt fyrir auknum viðskiptum við Evrópulönd." Innflutningurinn frá Bandaríkjunum hefur ekki breyst jafnmikið en hefur sveiflastfrá 7%-14% af heildarinnflutningi og eru Bandaríkin enn eitt mikilvægasta viðskiptaland Islendinga. Helstu útflutningsviðskipti íslend- inga við Bandaríkjamenn felast í útflutningi á fiski, en um 70% af vöruút- flutningi Islands til Bandaríkjanna eru sjávarafurðir. Innflutningurinn frá Bandaríkjunum hefur verið sveiflukenndari. Um er að ræða fleiri vöruteg- undir sem hingað koma. Þar vega þyngst bílar, vélar og tæki af ýmsu tagi, en einnig er mikill innflutningur frá Bandaríkjunum á ýmiss konar iðn- varningi, matvælum og efnavöru. Þá má ekki gleyma þjónustuviðskiptum milli landanna en þau eru einnig talsverð. Samningar EFTfl og Kanada Á undanförnum árum hafa möguleikar á frí- verslunarsamningi við NAFTA verið kannaðir. Undir forgöngu EFTA hafa fríverslunarsamningar EFTA og Kanada verið ræddir. Mögulegt er að frí- verslunarsamningar sem þannig kynnu að verða gerðir geti síðan leitt til samninga um tollaívilnanir milli EFTA og Bandaríkjanna. „Meira er um að almennar vörutegundir séu fluttar hingað til lands frá Bandaríkjunum en til annarra landa í Evrópu. Þetta er einkum áberandi í matvöruverslun. Það kemur sennilega til af því að meiri hefð er fyrir bandarískum vörum hér á landi heldur en annars staðar. Að auki hafa Is- lendingar sótt menntun sína meira til Ameríku en aðrar Evrópuþjóðir hafa gert. Islendingar hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma í miklu ríkari mæli heldur en aðrar Evrópuþjóðir. Við þekkjum þess vegna bandarískar hefðir og menningu betur en þær.“ Hindranir vegna EES-reglna um vörumerkingar Ég tel ákaflega mikilvægt að viðhalda þessum markaðstengslum við Bandaríkin og hafa verið byggð upp í tímans rás. Tollameðferð á vörum frá Evrópumörkuðunum hefrir leitt til þess að viðskipti hafa í æ meira mæli beinst þangað. Viðskipti við Banda- ríkin eiga á brattann að sækja vegna þeirra samninga sem gerðir hafa ver- ið við Evrópu. Ymsar hindranir draga úr samkeppnishæfni bandarískra vara. Má þar nefha vörumerkingar sem eru með öðrum hætti í Bandaríkj- unum en í Evrópu. Bandarískar merkingar veita jafn víðtækar upplýsingar og þær evrópsku - en þær eru einfaldlega öðruvísi. í Bandaríkjunum byggj- ast merkingar til dæmis á því að efnisinnihald í hveijum skammti er til- greint en í Evrópu er kveðið á um efnisinnihald m.v. 100 grömm. Þetta er ekki mikill munur og veitir kaupandanum alveg jafn góðar upplýsingar. Samkvæmt samningum íslands við EES eiga merkingar á Islandi að fara eftir evrópskum reglum. Islenskar eftirlitsstofnanir hafa gengið mjög hart fram í þessu merkingarmáli og gert mörgum innflytjendum amerískra vara erfitt fyrir. Er þvi mikilvægt að samkeppnisstaða bandarískra vara verði jöfinuð miðað við það sem hefur verið að gerast í Evrópu." [H / ) ( > I Framtíðin-væntingar t 1 Fisksalan vestanhafs mun miðast meira við sérhæfðar kröfur neytenda. 2 Aframhaldandi vöxtur í sölu á vélum og tækjum fyrir banda- rískan matvælaiðnað. (Marel). 3 Tækifæri á bandarískum sælkeramarkaði. 4 Aukin sala á ullarvörum og kuldagöllum. 5 Islenski hesturinn verður áfram í hávegum haföur vestanhafs. B Tækifæri tengd lífeðlisfræði og fyfiaframleiðslu. 7 Stóraukin sala á íslenskum hugbúnaði vestahafs. 8 Áframhaldandi vöxtur Flugleiða vestanhafs en félagið flýgur 1.800 flug á ári frá Norður-Ameríku. 9 Aukin tækifæri í ferðaþjónustu og kvikmyndagerð. 10 Vöxtur í siglingum Eimskips og Samskipa með auknum við- skiptum við Bandaríkjamenn. / 11 Ymsir möguleikar á sviði ráðgjafar, sérstaklega á sviði hug- búnaðargerðar. / 12 Sérleyfi „franchise" verða enn algengari. r 13 Verðbréfaeign Islendinga vestanhafs mun enn stóraukast og hugsanlega fara einhver íslensk fyrirtæki á hlutabréfamarkað vestra á næstu árum. Viðskipti íslands og Bandaríkjanna * f 10 11 1 Viðskipti Islendinga og Bandaríkjamanna voru sáralítil allt fram að fyrri heimsstyijöldinni, 1914. 2 Eimskipafélag Islands, sem stofnað var árið 1914, hóf reglu- bundnar siglingar til New York árið 1915 og hafði um hríð tvö skip í förum vestur til 1920. Vegna lítilla viðskipta þjóðanna á millistríðsárunum lágu siglingar félagsins til Bandaríkjanna niðri flest millistríðsárin. Nítján árum síðar, eða 1939, hóf Eim- skip að sigla aftur til Bandaríkjanna 3 Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS, opnaði markaðsskrif- stofu í New York árið 1917 og rak hana til ársins 1920. 4 Arið 1936 var fyrsti íslenski farmurinn af frystum fiski sendur vestur til Bandaríkjanna. 5 Verslunarsamningur við Bandaríkin var undirritaður í Reykja- vik í ágúst 1943 og var það jafnframt fyrsti viðskiptasamning- ur ríkjanna. 6 Marshall-aðstoðin á tímabilinu 1948 til 1953 var efnahagsað- stoð sem gerði íslendingum mögulegt að ráðast í miklar virkj- anaframkvæmdir. 7 Loftleiðir voru stofnaðar í mars 1944. Þremur árum síðar, 1947, hóf félagið að fljúga til Bandaríkjanna — og árið 1953 hóf það að reglubundið ílug á milii Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu í Keflavík. 8 Ferðamannaþjónusta er einhver umsvifamesta atvinnugrein Islendinga og í áratugi voru Bandaríkjamenn þeir ferðamenn sem mest sóttu landið heim. 9 Fisksölufyrirtækin Coldwater Seafood Corporation og Icelandic Seafood Corporation eru ásamt Flugleiðum og Eim- skip helstu íslensku fyrirtækin í Bandaríkjunum. Það var árið 1947 sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, stofhaði dótturfyrirtækið Coldwater Seafood. SÍS stofnaði dótturfyrirtæki sitt Iceland Seafood Corporation árið 1951. Alafoss og Iðnaðardeild Sambandsins náðu um tíma mjög góð- um árangri í sölu ullarfatnaðar í Bandaríkjunum — sem og fyr- irtækið Hilda. 12 Það hefur einkennt viðskiptin við Bandaríkjamenn að við höf- um selt þeim meira en við höfum keypt af þeim. Gagnkvæm vöruskipti hafa aldrei tíðkast við Bandaríkjamenn og því hafa viðskipti við þá skilað okkur mikilvægum gjaldeyristekjum. / 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.