Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 52
að íslenski fiskiskipaflotinn væri of gamall
og endurnýjun hefði ekki gengið eins hratt
og í raun væri nauðsynlegt. Hins vegar
væri flotinn enn of stór.
„Eg tel flotann enn of stóran. Það sýnir
fjöldi kvótalausra skipa í umferð. Það má
sjá mörg dæmi um of háan meðalaldur.
Það vantar ný línuskip og nótaflotinn er
enn nokkuð gamall. Miðað við aðrar þjóðir
hefur endurnýjun hér orðið hæg.
Það er staðreynd sem reyndar má varla
minnast á að hérlendis er launakostnaður
útgerðarinnar og launatengd gjöld hærri
en í öðrum Iöndum og það á sinn þátt I því
hve erfitt er að að endurnýja flotann."
I flota Samherja eru fullorðnir togarar,
þar á meðal tveir 26 ára gamlir frystitogar-
ar. Þorsteinn sagðist ekki nú sjá neinar for-
sendur á næstu árum fyrir frekari endur-
nýjun en nú ætti sér stað í flota Samheija.
Viltu kinverskan togara á 700 milljónir?
Um þessar mundir eru íslenskum útgerð-
armönnum send tilboð frá umboðsmönn-
um kínverskra skipasmíðastöðva. Þar er
hægt að kaupa 65 metra Iangt og 12 metra
breitt togskip með 3600-4800 ha. aðalvél
fyrir 10 milljónir dollara sem eru rúmar
700 milljónir íslenskra króna. Hægt er að
lækka verðið með því að taka kínverska að-
alvél i skipið. Kunnugir telja að slíkt skip
myndi kosta 800-850 milljónir komið að
bryggju á íslandi með vinnslulínum um
borð.
Utgerðarmenn eru sammála um að geti
vinnsluskip náð aflaverðmæti sem er jafn-
mikið og andvirði skipsins fyrsta árið sé af-
koma þess tryggð, svo fferni að útgerðin
eigi nægan kvóta. Það virðist því augljóst
að geti íslenskir útgerðarmenn sætt sig við
kínverska togara þá sé grundvöllur fyrir
endurnýjun hjá sæmilega stöndugum út-
gerðarfyrirtækjum. Þessi þumalfingurs-
regla hefur lengi verið höfð til viðmiðunar
en lítt verið kafað í vísindin að baki hennar.
Það má segja að í sölu Guðbjargarinn-
ar endurspeglist kynslóðaskipti í hópi út-
gerðarmanna og skipstjóra og breyttir
tímar. Nútíminn horfir fyrst og fremst til
hagkvæmni og ef kínverskur skuttogari
er hentugasta og ódýrasta tækið til verks-
ins þá verður hann fyrir valinu. Metnaður-
inn og harkan sem birtist í titli aflakóngs-
ins sem sótti fastar en aðrir er ekki látinn
ráða ferðinni. Sá tími er liðinn. Metnaður-
inn og harkan gerði Ásgeir Guðbjartsson
að því sem hann er, en ef til vill leiddi
þessi sami metnaður hann og fyrirtæki
hans í ógöngur. 33
Hriseyin EA er elsti togari Samherja, smíðaður í Japan 1973. Hann kom til íslands t fyrstu
uþpbyggingu skuttogaraflotans og hét þá Arnar HU.
Talsvert margir skuttogarar, sem
keyptir voru nýir til landsins á árunum
1973-1975, frá Noregi, Spáni og Japan eru
enn á veiðum, mismunandi mikið endur-
bættir.
Flotinn er o( gamall en ekki ol stór Þeir út-
gerðarmenn sem Frjáls verslun ræddi við
um rekstrarforsendur í útgerð voru sam-
mála um að útgerðarmenn Guðbjargar
hefðu látið metnað fremur en hagsýni ráða
för og því hefði
skipið orðið allt
of dýrt og óhent-
ugt. Það hefði
því verið hægt að
reikna út frá
fyrsta degi að út-
gerð þess myndi
ekki bera sig.
Brynjólfur
Bjarnason, for-
stjóri Granda,
sagði í samtali við
Frjálsa verslun að
nýsmíði togara væri
ekki á dagskrá hjá
Granda að sinni.
Hann taldi að sókn-
argeta flotans væri
komin í jafnvægi mið-
að við óbreyttan afla
en taldi augljóst að
meðalaldur togarflotans væri of hár.
Meðalaldur togara Granda er ekki langt
frá meðaltali alls flotans eða slétt 18 ár.
Samheiji, sem gerði Guðbjörgina út,
átti samtals sex frysti- og ísfisktogara áður
en Guðbjörg var seld. Meðalaldur þess
flota var 18,3 ár en hækkar í 21 ár með söl-
unni á Guðbjörgu.
Þetta var hagkvæmasta lausnin Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Samheija, sagði
í samtali við Fijálsa verslun að sú ákvörðun
að selja Guðbjörgina til Þýskalands kæmi
því í raun ekki við hvort skipið væri hag-
kvæmt í rekstri eða hvað það hefði kostað
á sínum tíma en Þorsteinn vildi ekki gefa
upp söluverð Guð-
bjargar.
„Fyrirtækið vant-
aði gott og hag-
kvæmt skip til
Þýskalands til að
nýta veiðiheimildir
þar og það varð
niðurstaðan úr
vandlegri athugun
að hentugast væri
að láta Guðbjörg-
ina þangað frekar
en að láta smíða
nýtt skip fyrir
DFFU. Hvað
hún kostaði á
sínum tíma
kemur því máli
ekkert við.
Þetta er gott og
vandað skip
sem hefur marga góða kosti.
Við erum að láta smíða fyrir okkur nýtt
og stórt fjölveiðiskip sem mun koma inn í
skipastól Samherja í stað Guðbjargar. Við
erum fyrst og fremst að horfa til framtfð-
ar.“
Þorsteinn sagði að almennt teldi hann
íár Baldvinsson, jorstju-
ureyri, telur að endurnyjun w-
52