Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Fágun eða flumbrugangur? Þrír þekktir forstjórar stórfyrirtækja, sem öll eiga það sameiginlegt að vera skráð á Verð- bréfaþingi Islands og lúta hörðum kröfum hlutabréfamarkaðarins um arðsemi, hafa látið af störfum á tiltölulega skömmum tíma. Þessir forstjórar eru þeir Benedikt Sveinsson, sem stóð upp úr forstjórastól Islenskra sjávarafurða og hélt vestur um haf til starfa sem forstjóri dótturfélags IS í Bandaríkjunum, Rúnar Sig- urðsson, forstjóri og stofnandi Tæknivals, kvaddi forstjórasæti sitt og varð starfandi vara- stjórnarformaður fyrirtækisins og loks Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sem sagt var upp efdr harðvítuga valdabaráttu á meðal hluthafa. SH-málið hlýtur að teljast viðskiptafrétt ársins. Þó þarf það ekki að vera. Vinnu- brögðin eru augljóslega að breytast; kröfur til forstjóra um að þeir skili hagnaði eru ólíkt meiri en áður - og er það vel! Hagn- aður er gangverk fyrirtækja. An hagnaðar lifa fyrirtæki ekki af - sé illa komið eru störf allra starfsmanna í húfi sem og sparifé hluthafanna. Slæmt er hins vegar ef trúnaður manna í viðskipt- um er á undanhaldi. Það veit ekki á gott. Misjaflllega að verRÍ Staðið Athygli vekurhinsvegarhve mis- jafnlega var staðið að forstjóraskiptunum hjá IS, Tæknivali og SH. Benedikt Sveinsson hætti augljóslega vegna þess að erfið- leikar fyrirtækisins sl. tvö ár hölðu fleytt því fram á bjargbrún- ina - en eiginfé ÍS er uppurið! Engu að siður buðu hluthafar hon- um að fara vestur um haf til að rétta dótturfélag IS við, en þar hafði allt farið úr böndunum vegna nýrrar og dýrrar verk- smiðju, nokkuð sem Benedikt sjálfur bar auðvitað ábyrgð á. Brotthvarf Benedikts úr forstjórastól IS varð hins vegar ekki með látum. Skilaboðin voru samt skýr; tími hans var kominn. Finnbogi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, tók við starfi Benedikts, og allt traust er nú sett á hann við að rétta skútuna við. I raun er Finnbogi Ijórði forstjór- inn sem stendur upp úr forstjórastól sínum á skömmum tíma. Hann var hins vegar að flytjast til Reykjavíkur af persónulegum ástæðum og undir hans stjórn hefur afkoma Síldarvinnsl- unnar verið mjög góð. Hjá Tæknivali var afar vel staðið að forstjóraskiptunum. Stjórnin vann náið að þeim með stoínandanum, Rúnari Sigurðs- syni, sem verið hafði forstjóri Tæknivals í um sautján ár og byggt fyrirtækið upp. Rúnar fór í annað starf hjá fyrirtækinu. Hjá Sölumiðstöð- inni var Friðriki Pálssyni sagt upp eftir þrettán ára starf sem forstjóri fyrirtækisins efdr harð- vítuga valdabaráttu hluthafa. Engu að síður hef- ur hagnaður SH numið yfir 300 milljónum kr. að jafnaði á ári mörg undanfarin ár, þótt hagnaður síðasta árs hafi aðeins numið 16 milljónum - en sú afkoma var heldur ekki ástæða brotthvarfs hans. Friðriki var sagt upp beint fyrir fram- an nefið á ijölmiðlum og leifturljósum ljósmyndara; það var gert með hvelli og hávaða af nýjum valdhöfum. Allir vissu þó hvert stefndi eftír það sem á undan var gengið. Fágun Mikilvægt er að eigendur fyrirtækja sýni yfirveguð vinnubrögð í uppsögnum starfsfólks. Það er ekki sama hvernig fólki er sagt upp. Fágun er þar farsælli en flumbrugangur. Það er mjög sérstakur stíll að reka fólk með harkalegum uppákom- um. Besta aðferðin er að aðilar setjist niður þegar við blasir hvert stefni og ræði málin og starfslokin af einurð, heiðarleika og gagnkvæmri virðingu þannig að sá, sem hættir, hafi þokka- legan tíma tíl að leita sér að öðru starfi — og fara frá með virð- ingu og reisn. Góða og farsæla starfsmenn, sem léð hafa fyrir- tækjum krafta sína í áraraðir, eiga fyrirtæki að gera vel við þeg- ar kemur að leiðarlokum. Forstjóraskipti í íslenskum stórfyrirtækjum hafa ekki verið tíð og starfsöryggi forstjóra í raun mjög mikið. Það eru hins vegar komnir nýir tímar; forstjórastólar verða fyrr funheitir! Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 61. árgangur Sjöfh Páll Ásgeir Geir Ólafsson Kristín Ágústa Ragnars- Sigurgeirsdóttir Ásgeirsson Ijósmyndari Bogadóttir dóttir grafískur auglýsingastjóri blaðamaður Ijósmyndari hönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BIAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA; Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646 ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., simi 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. IJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 ■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■l 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.