Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 36
SJÁVARÚTVEGUR
í sögulegu samhengi Sé litið á verðið í
sögulegu samhengi þá kemur í ljós að það
hefur hrapað hratL Um þessar mundir
bjóðast rúmlega 20 þúsund krónur fyrir
hvert tonn af lýsi og 30 þúsund krónur fyr-
ir hvert tonn af mjöli. Þegar
verðið var hæst fengust 50 - 55
þúsund krónur fyrir tonnið.
Samtals seldu Islendingar
mjöl og lýsi fyrir 16 milljarða í
fyrra. Það eru því líkur á að tekj-
urnar verði að minnsta kosti
helmingi minni í ár eða um 8-10
milljarðar í stað 16.
Ef horft er enn lengra um öxl
og aftur á miðjan síðasta áratug
sést að mjöl- og lýsisverð hefur oft
verið mun lægra en það er nú. Á
árunum 1984 til 1993 var verðið al-
mennt mjög lágt ef árin 1988 og
1989 eru undanskilin. Þannig má
halda því fram að hið háa afurðaverð
siðustu ára sé verulegt frávik og nú
sé verðið að færast aftur til venjulegs
horfs.
Öllu þessu veldur h'till fiskur sem heitir
á latinu mallotus villosus en á íslensku
loðna eða loðsíli. Loðnan er smávaxin (há-
mark 20 sm.) og skammlíf, deyr eftir
hrygningu 34 ára gömul. Loðnan er mikil-
væg fæða fyrir margar fisktegundir, hvali,
seli og fugla. íslendingar hófu loðnuveiðar
1963, lítið í fyrstu en veiðarnar jukust um
1970 í kjölfar þess að síldin hvarf. Síðustu
þijú ár hefúr loðnuveiði verið með allra
besta móti
mjölsframleiöenda, telur rett
unum
og leyft að veiða meira en
milljón tonn. Miklar sveiflur hafa verið í
loðnuveiðum þau 35 ár sem þær hafa verið
stundaðar. Árin 1982 og 1983 brást loðnu-
veiði nær algerlega og síðast 1991 voru að-
eins veidd um 260 þúsund tonn.
Rétt að reikna með að verðið lækki Teitur
Stefánsson er ffamkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra fiskimjölsffamleiðenda og hefúr
fylgst með veiðum og vinnslu á loðsíli ára-
tugum saman.
„Það virðist vera birgðasöfnun
hjá mjölframleiðendum um allan
heim. Almennt sýnist verð á hrá-
vöru fara lækkandi. Það er auðvit-
að erfitt að spá fyrir um framvindu
verðsins á loðnuafurðum en það
virðist sem markaðurinn sé ekki
enn búinn að ná jafnvægi og sjálf-
sagt rétt að reikna með ffekari
verðlækkunum en þegar eru
orðnar."
Gengið mun ekki lækka frekar
Þorsteinn Víglundsson, ráðgjafi
hjá Kaupþingi, sagði að gengi
hlutabréfa í flestum eða öllum
sjávarútvegsfyrirtækjum sem
stunduðu vinnslu og veiðar á
uppsjávarfiskum hefði lækkað eför
áramótín og reyndar hefði lækkun á gengi
hlutabréfa í SR mjöli byrjað að koma ffam
þegar á haustmánuðum.
„Þessar lækkanir eru hins vegar ekki
eingöngu tíl komnar vegna lækkana á
loðnuafurðum heldur kemur hér einnig tíl
að afkoma margra þessara félaga á síðasta
ári olli vonbrigðum. Sú staðreynd hefur
ekki orðið tíl að auka bjartsýni manna á af-
36