Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 19
BAR MÁLIÐ EKKI UPP Á STJÓRNARFUNDUM Athyglisvert er að Róbert ræddi við Jón Ingvarsson stjórnarformann í einkaviðræðum en bar ekki upp hugmyndir sinar skrillega á stjórnarfundum sem ætia má að hefði verið öllu eðlilegra. irtækið inn á nýjar brautir. Jaínframt tjáði hann honum hvaða breytingar hann teldi að gera þyrfti á félaginu, eins og þá að gera félagið alþjóðlegra, gera dótturfélögin úti ábyrgari fyrir rekstrinum og leyfa þeim að skipta í stórauknum mæli beint við framleiðendur hér heima og draga þannig úr miðstýringu og umsvifum SH-skrif- stofunnar hér heima. Þessar viðræður Róberts við Jón báru Iítinn árangur. Enda má spyija sig hvers vegna Jón hefði átt að hlaupa upp til handa og fóta yfir þessum kvörtunum. Fyrirtækið hafði mót- aða stefnu og það var stjórnarinnar að breyta og kúvenda; setja fýr- irtækinu markmið. Á þessum tíma einbeitti stjórnin sér líka að þvi að breyta félaginu í hlutafélag, en Róbert, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, og síðast en ekki síst Sigurður Einarsson hjá Isfé- lagi Vestmannaeyja, voru helstu drifíjaðrir þeirrar breytingar en helsti andstæðingur þeirra var Finnbogi Jónsson, þáverandi for- stjóri Síldarvinnslunnar, og fleiri. Þar er sagt að mjög hafi reynt á lempni og samningslipurð Jóns við að sætta ólík sjónarmið þannig að allir gætu að lokum verið sáttir við svo umfangsmikla breytingu á félaginu. Skrefið var síðan stigið til fulls í byijun síðasta árs, 12. febrúar ‘98, þegar félagið var skráð á Verðbréfaþingi Islands. Lang- flestir telja hlutafélagaformið mikið heillaspor fyrir SH. Það sé á hreinu hveijir eigi fyrirtækið, hægt sé að kaupa og selja hlutabréf í því að vild - og hveijum beri að stýra því. Áður var SH samlag þar sem eignarhluta framleiðenda var ekki hægt að innleysa. Athyglisvert er að Róbert ræddi við Jón Ingvarsson stjórnarfor- mann í einkaviðræðum en bar ekki upp hugmyndir sínar skriflega á stjórnarfundum sem ætla má að heíði verið öllu eðlilegra. Að vísu hefðu skapast órói og titringur um þær og Róbert hugsanlega vilj- að forðast slíkt. En það er sama; stjórnir fyrirtækja breyta fyrirtækj- um. Þannig hefur hann sem stjórnarmaður í SH aldrei til dæmis borið upp skriflega vantrauststillögu á Friðrik sem forsljóra. Ró- bert hafði raunar ekki styrk fyrir slíkri tillögu fyrr en eftir sigur sinn á síðasta aðalfundi og því hugsanlega metið það sem svo að bera ekki upp jafn afgerandi tillögu nema afla henni fyrst nægilegs fylgis. Og það gerði hann, markvisst. Róbert Guðfinnsson, 42 ára Siglfirðingur, er höfuðpaurinn í bylting- unni hjá SH ásamt Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Granda. Fléttan í valdataflinu Róbert hóf fyrir tveimur árum að styrkja stöðu sína innan SH og byggði upp fléttu í valdataflinu sem endaði með skák og máti á aðalfundinum 9. mars. Fléttan byggðist á að sfyrkja miðborðið, stórauka hlut Þormóðs ramma - Sæbergs í SH, og vinna hugmyndum Róberts jafnframt fylgis á meðal annarra hluthafa. Fyrir tveimur árum átti Þormóður rammi - Sæberg um 7,6% hlut í SH. Fyrir nákvæmlega einu ári var hluturinn kominn í 10,6%. Stóra skrefið kom síðan sl. haust, nokkrum vikum fyrir harðskeyttan vinnufund stjórnar SH í Borgarnesi, svonefndan Borgarnesfund, er félagið keypti um 4,6% hlut Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Alla ríka, í SH. Þar með var hlutur Þormóðs ramma - Sæbergs orðinn 15,2% í SH og á aðalfundinum á dögunum var þessi hlutur kominn í tæp 15,7% og félagið komið upp fyrir Utgerð- arfélagAkureyringa, 15,6%, sem stærsti hluthafinn í SH. Haft ereft- ir Róbert að hann hafi sagt Jóni Ingvarssyni strax hver tilgangur- inn væri með kaupunum á hlut Hraðfrystihúss Fskifjarðar, hvað Það vakti óskipta athygli hvað Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, og hans fólk lijá Granda unnu oþinskátt með Róbert á aðal- fundi SH. Við hlið Róberts sitja þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, framkvœmdastjóri Faxamjóls, dótturfyrirtœkis Granda, og Brynjólfur. VÖLD í KRAFTI FJÁRMAGNS Þormóður rammi - Sæberg hf. og Róbert hafa keypt viðbótarhlutafé i SH fyrir yfir 1,0 milljarð á sl. tveimur árum og eru með alis um 1,5 milljarða bundna i SH. Það er 23% hlutur í SH. Það er mikið fé - og gefur að sjálfsögðu völd innan fyrirtækisins. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.