Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 28
MARKADSMÁL
Erótík í auglýsingum
Erótík er notuö í vaxandi mœli í auglýsingum. Ekki bara til aö selja gallabux-
ur, sundfatnaö og ilmvötn heldur líka greiöslukort, vatn og ís.
ýlegar auglýsingar á Toppnum, vatni frá Vífilfelli, þar sem
erótík kemur mjög við sögu, varpar kastljósinu á erótík í
auglýsingum. Okosturinn við erótískar auglýsingar er tal-
inn sá að líftími þeirra sé ekki nægilega
langur. En hvenær á að nota erótík til að
auglýsa vörur og hvenær ekki? Flestir
kunna að telja það eðlilegt þegar verið er
að auglýsa ilmvötn, rakspíra, gallabuxur og sundfatnað. En erótík
hefur líka verið notuð í velheppnuðum auglýsingum á Djæf-ís frá
Emmess og Atlas-korti frá Eurocard. Þess utan hefur tvíræðni —
þar sem erótík er gefin í skyn — oft verið notuð í útvarpsauglýs-
ingum með góðum árangri. Sú auglýsing, sem lengst allra hér-
lendis hefur gengið í erótík, er vafalaust auglýsingin frá landlækni
fyrir nokkrum árum þar sem varað var við hættunni á eyðni og
lauslæti í kynlífi. Hún vakti óhemju at-
hygli, vakti upp umræður — og flestir sáu
tenginguna við hið auglýsta. Að vísu þótti
ýmsum hún það djörf að verið væri að
auglýsa kynlíf fremur en varúð í kynlífi. Ekki þarf svo mörg orð
um erótík í kvikmyndum; ein breytan í formúlunni fyrir vinsælli
kvikmynd er einmitt að í henni sé erótískt atriði. Kannski segir
það allt sem segja þarf um erótík í auglýsingum! 33
TEXTI: ísak Örn Sigurðsson
(jróíí£in er s/uitin sítepna
Sverrir Björnsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, segir erótík í auglýsingum
ekki bara beinast að markhópum heldur sé ekki síst verið að ná athygli fólks.
uglýsing Eurocard fyr-
irtækisins á Atlas
greiðslukortum er ein
af þeim auglýsingum sem er
með erótísku ívafi og vakið
hefúr athygli. Auglýsingin var
hönnuð af auglýsingastofúnni
Hvíta húsinu. Sverrir Björns-
son, hönnunarstjóri Hvíta
hússins, var spurður að því
hvers vegna erótík væri not-
uð í auglýsingum þar sem
verið er að auglýsa vöru eða
þjónustu um alls óskyld
mále&i. „Skilin á milli róm-
antíkur, erótíkur og kláms
eru ekki mörkuð skýrum
landamærum og getur ver-
ið erfitt að fóta sig á hinni
ósýnilegu linu sem skilur
þar á milli,“ segir Sverrir.
„Eins og gamla konan sagði: „Erótíkin
er skrítin skepna“. Notkun erótíkur í aug-
lýsingum er einkum tvenns konar. Annars
Sverrir Björnssort, hönnunarstjóri Hvíta vegar þegar beinlinis er verið að auglýsa
hússins. „Erótík er aðallega notuð til að erótískar vörur, eins og simaþjónustu,
fanga athygli ungsfólks. Ungtfólk eralmennt satinlök eða fatnað. Það eru ansi margar
frjálslyndara og oþnara fyrir nekt og erótík. “ vörur sem hægt er að tengja beint við eró-
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON, KRISTÍN BOGADÓTTIR OG FL.
tík; gallabuxnaauglýsingar eru til dæmis
oft djarfar.
Hins vegar er erótíkin oft notuð í aug-
lýsingum til þess eins að fanga athygli
fólks. I því upplýsingaflóði, sem dynur á
fólki núna er erótíkin sterkt tæki til þess
að stöðva fólk og fá
það til þess
að veita upp-
lýsingum at-
hygli. Kyn-
hvötin er ein
af frumhvöt-
um mannsins
og erótíkin
getur því verið
ákaflega sterkt
vopn í höndum
auglýsandans.
Miklu máli
skiptir að eró-
tíkin sé notuð í
réttu samhengi.
Vel þekkt ímynd
fyrri ára er fá-
klædd kona á bíl-
húddi með
dempara í hönd-
unum. Núna þykir það vera fremur
kúnstug auglýsingamennska og misnotk-
un á kvenímyndinni. Tilgangurinn var
fyrst og fremst sá að fanga athygli karla
sem fylla markhópinn. Síðan þess konar
auglýsingar tíðkuðust hefur mikið vatn
runnið til sjávar.“
’A uglýsingarnar visa t i .
ur oe fprftnin a Jafnt M erótík-
kortsins p Sa’ Samanber vwrð
28