Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.03.1999, Blaðsíða 42
Davíð Oddsson: Getur sigurinn orðið svo stór að úrslitin sendi Sjálfstæðisflokkinn í stjórn- arandstöðu? virðist ólíklegt að fylgi kvennalistans skili sér allt þangað miðað við hvernig hann splundraðist í þrjá parta í þinglok. Einnig er erfitt að spá í hvað gerist þegar gömul flokksbönd leysast upp og menn verða að taka ákvörðun að nýju um það hvar þeir staðsetja sig í litrófi stjórnmálanna. Marg- víslegt klúður samfylkingarinnar í sam- bandi við framboðsmálin, sérstaklega í Reykjavík og á Norðurlandi eystra, gæti orðið til að fæla ýmsa frá sem annars heföu getað hugsað sér að ganga til liðs við þetta nýja afl. Skoðanakannanir hafa verið að gefa Samfylkingunni 30-35% og í rauninni mætti hún vel við una, einkum ef úrslitin nálguðust hærri töluna. Ef Framsóknar- flokkurinn héldi fylgi sínu á bilinu 15 - 20% væri orðinn raunhæfur möguleiki á öðru stjórnarmynstri. Það hefur komið marg- sinnis fram að einhverjar helstu áhyggjur Davíðs eru þær að Framsóknarflokkurinn fari illa út úr þessum kosningum og þá fái þau öíl innan Framsóknarflokksins byr undir báða vængi sem telja Framsóknar- flokkinn alltaf fara illa út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hann ætti frekar að leiða ríkisstjórn með Samfýlkingunni und- ir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Þess sjást nú þegar merki að Samfylkingin fer varlega í árásir á Framsóknarílokkinn til að spilla ekki fyrir þessum möguleikum að kosningum loknum. Sú staðreynd að Sam- fylkinguna skortir leiðtoga með sambæri- lega stöðu við Davíð Oddsson hjá Sjálf- stæðisflokknum, og hefur mistekist að koma fram með stefnuskrá sem teldist spennandi valkostur við stjórnarstefnuna, gæti hins vegar orðið til að auka líkurnar á slíku stjórnarsamstarfi. Einkennist kosn- ingabaráttan hins vegar af mikilli varfærni Margrét Frímannsdóttir: Samjylkingin berst á mörkum þess að verða raunhæfúr valkost- ur um stjórnarsamstarf 'fyrir Framsókn. vegna hugleiðinga um væntanlegt stjórn- arsamstarf getur hún orðið svo óspenn- andi að erfitt geti orðið að fá fyrri fylgis- menn aðildarflokka Samfylkingarinnar á kjörstað. Há tala óákveðinna í skoðana- könnunum gæti bent til þess að sú verði raunin. Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkur- inn kemur mjög vel út úr skoðanakönnun- um við upphaf kosningabaráttunnar, jafn- vel svo að mörgum þykir nóg um, eins og áður er nefnt. Tæpast getur þó verið raun- hæft að ímynda sér að hann fái hreinan meirihluta eins og sumar skoðanakannan- ir gefa til kynna, nema kosningaþátttaka yrði mun minni en verið hefur. Að því slepptu væri líka æskilegasta niðurstaðan fyrir flokkinn að hann héldi nokkurn veg- inn sfnu, Framsókn sæi hann ekki sem sér- staka ógnun við sig og sæi sig knúna til að leggja lóð sitt á vogarskálina hinum megin. Fjarlægur, en fræðilegur, möguleiki er að flokkurinn fengi nægilegt fylgi til að mynda stjórn með vinstri grænum. Ymsir töldu að flokkurinn hefði gert al- varlega skyssu með því að falla frá próf- kjöri í Reykjavík og stilla upp nær óbreyttu liði frá síðustu kosningum, sem síðan yrði að mestu eða öllu sjálfkjörið. Ekkert bend- Steingrímur J. Sigfússon Nær hann að bera heilan flokk á herðum sér inn á bing? Gæti hann orðið til að fryggja Davíð áframhaldandí setu í Stjórnarráðinu? Guðjón flrnar Kristjánsson Verður hann eini þingmaður Sverris? Halldór Ásgrímsson: Slakur árangur Fram- sóknar gæti leitt til endurtekningar atburða- rásarinnar 1978 þegar afhroð í kosningum eftir samstarf við Sjálfstœðisflokkinn leiddi til ríkisstjórnar undir forsæti Olafs Jóhannes- sonar. ir tíl að gremja vegna þessa komi upp á yf- irborðið eða komi tíl með að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Þvert á móti. Flokkurinn hefur sjaldan verið sterkari en nú í skoðanakönnunum i Reykjavík f upp- hafi kosningabaráttu. Með fýrirvara þó um hátt hlutfall óráðinna. Flokkurinn gengur tíl kosninga með það fyrst og fremst á dagskránni að benda til þess árangurs, sem náðst hefur í hag- stjórninni, allar helstu hagtölur séu á réttu róli, nema innflutningsjöfnuðurinn, sem vissulega séu áhyggjuefni, kaupmáttur flestra þjóðfélagshópa hafi verið að aukast, atvinnuleysi sé nálega ekkert og fjöldi út- lendinga í landinu við störf sem íslenskt vinnuafl fæst ekki til að sinna. Fylgi við rík- isstjórnina hefur líka mælst sterkt og náð langt inn í raðir andstöðuflokkanna. Flokk- urinn mun því fyrst og fremst íara fram á traust tíl að fara áfram með stjórn landsins og forystu í ríkisstjórn - og vara við breyt- ingum, blikur séu á loftí og auðvelt að klúðra góðærinu. Samkvæmt hefðinni eru verk ríkisstjórnarinnar ekki lögð í dóm kjósenda og farið fram á traust fyrir hana í heild. Báðir stjórnarílokkar ganga óbundnir til kosninga um næsta stjórnar- samstarf. Þó liggur í loftinu að núverandi sljórnarsamstarfi verði haldið áfram ef úr- slitin verða báðum viðunandi. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokk- urinn er nú í óvenjulegri stöðu. Hann þarf vart að óttast samkeppni af vinstri vængn- um um hylli Sjálfstæðisflokksins (nema þá frá vinstri grænum). Hann styrktí mjög 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.